Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 4

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Isafjörður 13. ágúst 1959 Ritstjóri og ábyr’gðarmaður: Matthías Bjamason.- Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. Réttlætísmál hefur náð fram að ganga - Sjálfstæðisflokkurinn verð- nr forystuflokkur næsta kjortimabil Alþingi það ,sem nú situr, lauk fyrir tveimur dögum afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins um breytta kjördæmaskipun, og mun að því loknu efnt til nýrra kosn- inga til Alþingis, sem mun verða seint á þessu hausti. Þá verður kosið eftir hinni nýju kjördæma- 'skipun og mun Alþingi þá verða réttari mynd af þjóðarviljanum, en verið hefur nokkur síðustu kjör- tímabil. Einn stjórnmálaflokkur, Fram- sóknarflokkurinn, hefur barist af mikilli hörku og óbilgirni gegn kjördæmabreytingunni og hefur framkoma leiðtoga þess flokks fjarlægt hann frá skynsamlegu og nauðsynlegu samstarfi við aðra flokka. Leiðtogar Framsóknarflokks- flokksins hafa á siglingu sinni tapað stefnunni og hrekjast nú einir og yfirgefnir á sínu gamla skipi fjarri öðrum skipum. Ástand þeirra er en hættulegra fyrir það að skip þeirra er lé- Iegt og haffærisskírteini þess er gefið út með tímabundinni undanþágu. Framsóknarflokkurinn er með óskynsamlegum aðgerðum að ein- angra sig í íslenzkum stjórnmál- um. Ef hann heldur áfram að þess- ari sömu braut á hann á hættu að verða áhrifalaus og utanveltu með öllu. Framsóknarflokkurinn getur ekki neitað þeirri staðreynd, að þegar hann hefur haft stjórnar- forystu á hendi og Sjálfstæðis- flokkurinn verið utan ríkisstjórn- ar þá hefur það endað með skelf- ingu. Þannig var það árið 1939 og aftur árið 1958. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur þá komið til hjálpar og byggt upp það sem hafði hrunið á meðan Framsóknarflokkurinn réði. Þó að Framsóknarflokknum hafi heppnast í síðustu kosningum að villa allmörgu fólki sýn í kjör- dæmamálinu þá getur hann á eng- an veg búist við að halda sama atkvæðamagni í kosningunum í haust og hann hafði í sumar. Með því að nú er tekin upp ný og réttlátari kjördæmaskip- un, þá mun þingfylgi Fram- sóknarflokksins minnka veru- lega. Framsóknarflokkurinn er á fallandi fæti. Allar líkur benda til að Sjálfstæðisflokkur- inn, sem er stærsti flokkur þjóðarinnar, verði enn öflugri á þingi eftir kosningarnar í haust, en hann er nú, muni fara með forystu í stjórnmálum landsins næsta kjörtímabil. Framundan bíða erfið verkefni úrlausnar. Þar þarf að gera stór átök. Við verðum að koma í veg fyrir áframhaldandi verðbólgu og treysta verðgildi íslenzku krón- unnar. Framleiðsluatvinnuvegimir verða að bera sig í normal árferði. Það verður að færa saman ríkis- báknið og stemam stigu við eyðsl- unni. Spamaðurinn verður að byrja ofan frá — hjá þeim sem stjórna, — þá fyrst tekur almenn- ingur mark á sparnaðarhjalinu. Við verðum að lifa sjálfstæðu lífi í efnahagsmálum. Allir íslendingar óska þess að kalda stríðinu í alþjóðamálum verði sem fyrst lokið og frið- samleg samskipti þjóða á milli verði með eðlilegum hætti. Þá neyðumst við ekki til að hafa erlent herlið lengur í landi okk- ar. ENGINN STJÖRNMÁLA- FLOKKUR í LANDI OKKAR ER JAFN FÆR TIL AÐ HAFA FORYSTU ÞJÓÐMÁLANNA Á HENDI OG SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN. Islenzka þjóðin mun í kosn- ingunum í haust auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og á þann hátt stuðlar hún að því að þjóðin fær sterka stjórn, sem ekki mun hika við að bjóða erf- iðleikunum birginn. SJÁLFSTÆÐISMENN TRÚA Á BETRI OG BATNANDI TIMA OG FRAMTIÐ LANDS SINS OG ÞJÓÐAR. o o o Q löRMQn VSqH Iþróttasvæði í Tungudal — Sundlaug og sólbaðsbirgi — Tennis- og badmingtonvellir — Ferðamannabær og ný atvinnugrein — Hótel þarf að rísa — Ferðamenn sumar og vetur — Þessar hugmyndir verða að veruleika. Iþróttasvæði í Tungudal. Enginn kaupstaður á landinu á jafn fagurt landssvæði í aðeins fjögra km. fjarlægð og Isafjörður. Er ekki tilvalið að gera þar í fram- tíðinni knattspymuvöll á sléttum túnum dalsins neðan og utan við Kornustaði með áhorfendasvæði í hallanum upp af vestanmegin dals- ins. Slíkt iþróttasvæði er tilvalið og fjarlægðin frá kaupstaðnum er svo lítil að hún skiptir engu máli. Sundlaug og sólbaðsskýli. Fyrsta framkvæmdin í Tungu- skógi ætti að vera bygging sund- laugar við Buná á þeim stað, sem göngubrúin er. Laugina mætti hita upp með rafmagni og ætti Rafveit- an að ieggja orku til upphitunar t.d. á næturna þegar minnst raf- orkunotkun er. Sólbaðsskýli ætti að reisa í nánd við laugina. Tennis- og badmingtonvellir. Á túnunum ætti að gera tennis- og badmingtonvelli og góðan hand- boltavöll. Á þessu dás-amlega svæði ætti ísfirzk æska að geta unað í frítímum sínum og sömuleiðis þeir, sem fullorðnir eru. Þessar hug- myndir kosta mikið fé og átak að framkvæma. Bæjarstjórnin ætti að fá góðan arkitekt til þess að skipu- leggja þetta svæði og það sem ■alira fyrst. Ferðamannabær og ný atvinnugrein. Ef þetta kæmist í framkvæmd og smekklegur veitingaskáli væri byggður á hæðinni utan Bunár, þá myndi Tungudalur lokka til sín fjölda ferðamanna og það gæti orðið ný atvinnugrein að veita ferðamönnum þjónustu. Það eykur á fjölbreytni í atvinnumálum og gerir lífið margbrotnara og skemmtilegra fyrir þá sem hér búa á hvaða aldri sem þeir eru. Nýtt hótel þarf að byggja. Það þarf að byggja nýtt og glæsilegt hótel á ísafirði, en gott hótel er undirstaða þess að ferða- fólk komi hingað til dvalar. Tilval- inn staður fyrir hótelbyggingu hér í bænum er á lóð Útvegsbankans við Mjallargötu og Hafnarstræti. Ferðamenn sumar og vetur. Gott hótel, fagur staður með þægindum eins og Tungudalur get- ur orðið er ákjósanlegt fyrir sum- arferðafólk. En ísafjörður getur ekki síður orðið ferðamannabær að vetrinum. Hér er dásamlegasta skíðaland sem fyrirfinnst á öllu landinu, Seljalandsdalurinn. Það vantar skíðalyftu og skáli Skíða- félagsins er afbragðsstaður til að dvelja í og þar mætti hafa ágæta greiðasölu fyrir skíðafólk. Þessi hugmynd þarf að verða að veruleika. Sumum mun, ef til vill þykja þessar hugmyndir draumórakennd- ar. En þegar menn athuga þetta nánar, þá er það ekki. Þessi mál á að taka stig af stigi og stefna að þessu marki, sem hér hefur ver- ið sett fram. ísafjörður þarf á meiri fjölbreytni að halda og þetta er ein leið til fjölbreyttara at- vinnulífs. Isfirðingar hugsið um þessi mál og komið með nýjar hugmyndir. o o o Nýr ritstjóri viö Morounblaðið Nýlega lét einn af ritstjórum Morgunblaðsins, Einar Ásmunds- son, af störfum við blaðið. 1 hans stað hefur verið ráðinn ritstjóri að blaðinu Matthías Jóhannessen, cand. mag. Hann er 29 ára garhall og hefur unnið sem blaðamaður við Morgunblaðið s.l. sjö ár. o o o Staksteinar Framhald af 8. síðu. Islands. Þeim hefur verið mjög vel tekið, eins og sjálfsagt er, og þeir hafa fengið að kynnast sjónarmið- um íslendinga í landhelgismálinu og þeirri þýðingu, sem útfærsla landhelginnar hefur fyrir framtíð sjávarútvegsins á íslandi. Vonandi verða slíkar heimsóknir til mikils gagns fyrir málstað okkar, því allir sanngjarnir menn, og brezkir líka, hljóta að viðurkenna okkar rétt, ef þeir líta á málin af sann- girni og velvilja. # * «■ Togararnir: Isborg fór á veiðar 1. ágúst s.l. Sólborg fór á veiðar 8. ágúst. Hún lagði á land hér á ísafirði 300 tonn af karfa 30. júlí og 6. ágúst 56 tonn af karfa. Aflann fékk hún við Vestur-Grænland í fyrri veiðiferðinni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.