Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 3

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 3
ísafjörður, 13. ágúst 1959 VESTURLAND 3 Sjötugsafmæli: Bjorg Bjornsdóttir og Bjarni Sig- urðsson í Vignr Alþingi afgreiðir kjördæmabreyt- inguna Þingmenn verða 60 talsins Frú Björg Björnsdóttir og Bjarni Sigurðsson í Vigur áttu sjötugsaf- mæli í fyrra mánuði. Frú Björg varð sjötug 7. f. m. og Bjarni 24. f. m. Bjarni Sigurðsson er fæddur í Vigur, sonur séra Sigurðar Stef- ánssonar, alþingismanns í Vigur, og Konu hans Þórunnar Bjarna- dóttur frá Kjaransstöðum á Akra- nesi. Björg Björnsdóttir er fædd að Veðramóti í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson, hrepp- stjóri og d.br.m. og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir frá Heiði. Þau Björg og Bjarni giftust ár- ið 1914, en við búsforráðum í Vig- ur taka þau 1919 úr höndum séra Sigurðar og Þórunnar. í Vigur hafa þau hjón síðan bú- ið rausnar og myndarbúi, þar til fyrir nokkrum árum að synir þeirra tveir tóku við búi. Vigurheimilið er með myndar- legustu og beztu heimilum við Djúp. Hverjum, sem kemur í Vig- ur, er tekið með alúð og gestrisni. Eyjan er fögur og grasi gróin, þar er fjölbreytt fuglalíf og iðandi líf. Fólkið í Vigur er glaðvært og skemmtilegt og þar er gott að koma og ánægjulegt með því að vera. Varpað fyrir borö Talið er fullvíst að kommúnist- ar ætli að kasta Hannibal Valde- marssyni út af framboðslista sín- um í Keykjavík í kosningunum, sem fram fara í haust. Munu þeir ætla honum að vera efstum á lista í Vestfjarðakjör- dæmi, en það er vonlaust með öllu að kommúnistar fái hér kjörinn mann. Vilji Hannibal þetta ekki Verður lionuni algerlega varpað fyrir borð. Ætli þetta verði endirinn á hans pólitízka brölti, eða ætlar Fram- sóknarflokkurinn að taka við hon- um? ★ Vegir veröa éfærir Á mánudagsmorgun gerði hér * vonskuveður og snjóaði í fjöll á þriðjudag og var þann dag þung færð á veginum um Breiðadals- heiði. 1 gær lokaðist vegurinn al- veg og var þar unnið að snjó- mokstir seint í gærdag og vonir stóðu til að vegurinn yrði aftur fær bifreiðum í gærkveldi. Bjarni Sigurðsson hefur í fjóra áratugi farið með mikilvægustu trúnaðarstörf hreppsfélags síns og sýslufélags. Hann hefur nálega all- an þennan tíma setið í hreppsnefnd og verið oddviti hennar, sýslu- nefndarmaður Ögurhrepps og hreppstjóri, auk þessa gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og hérað. Hann er maður gæddur ríkri ábyrgðiar- tilfinningu og vill hvem hlut vel gera. Bjarni er mikill skapfestu- maður og fylgir sínum málum vel fram, ræðumaður er hann ágætur, rökfastur og einarður. Hann er hreinskilinn drengskaparmaður, sem segir hug sinn allan, hver sem í hlut á. Þrátt fyrir það að Bjarni er stundum harður í horn að taka hvort sem það er í sókn eða vöm, þá nýtur hann trausts og virðing- ar samferðamanna fyrir sinn al- kunna drengskap. Hann er allra manna sáttfúsastur og tryggur vinur vina sinna. Sem bóndi hefur hann verið mik- ill dugnaðar- og atorkumaður og búið góðu búi, þar sem ekkert hef- ur á skort frá fyrsta búskaparári til þess síðasta. Þeim hjónum hefur orðið sex barna auðið, þriggja sona og þriggja dætra. Börn þeirra eru Sigurður, alþingismaður og rit- stjóri, kvæntur Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara, Björn, bóndi í Vig- ur, og Baldur, bóndi í Vigur, kvæntur Sigríði Salvarsdóttur frá Reykjarfirði, Þorbjörg, skólastjóri húsmæðraskólans á ísafirði, Þór- unn, kennari á Akranesi, og Sig- urlaug, gift Þorsteini Thorarensen, blaðamanni. Vigurhjónin, Björg og Bjarni, eru vel þekkt um allt okkar hérað og víða um land. Þau hafa unað hag sínum vel í eyjunni sinni og þeim bar gæfa til þess að fá son- um sínum búið í hendur og tryggðu á þann veg búskapinn í höndum ættmenna sinna um langa framtíð. Sjálf búa þau áfram í Vigur og una þar hag sínum vel, eins og þau hafa alltaf gert. Þau hafa unnið mikið, langt og gott starf. Ég sendi þeim mínar beztu ham- ingjuóskir í tilefni þessara tíma- móta í lífi þeirra og óska þeim og börnum þeirra heilla og blessunar um öll ókomin ár. Það er þeim vafalaust mesta gleði að sjá og vita að það verður búið í Vigur góðu búi, hér eftir sem hingað til, og þar hafa tekið við dugmiklir og íramsýnir búendur. Breyting stjórnarskrár lýðveld- isins um nýja kjördæmaskipun var endanlega afgreidd á Alþingi s.I. þriðjudag. Allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði með stjórnarskrárbreyting- unni, en þingmenn Framsóknar- flokksins á móti. Með samþykkt þessarar kjör- dæmaskipunar verða kjördæmin átta talsins, og eru þau þessi: Keykjavík kýs 12 þingm. Vesturlandskjördæmi 5 — Vestfjarðakjördæmi 5 — Norðurlandskjördæmi vestra 5 — Norðurlandskjördæmi eystra 6 — Austfjarðakjördæmi 5 — Undarlegar Það mun vera fátítt, eða jafn- vel einsdæmi, að bæjarstjóri hverfi úr bænum sama dag og niðurjöfn- unarnefnd hefur störf sín við nið- urjöfnun útsvara og er þó bæjar- stjóri lögum samkv. formaður nefndarinnar. Þetta geriðst hér á ísafirði og vissi bæjarráð eða bæj- arstjórn ekkert um hverju þetta sætti. Engar upplýsingar hafa ver- ið gefnar hversvegna bæjarstjóri fór í burtu, en ef það er af heilsu- farslegum ástæðum hefði verið ó- hætt að skýra bæjarstjórn frá því og við því hefði eðlilega ekkert verið að segja. IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllll Vegna mikilla og vaxandi anna í prentsmiðjunni eru viðskiptavinir beðnir að panta tímanlega þá prent- un, sem þeir þurfa á að halda í haust. Prentstofan ísrún h.f. Aðalstræli 35 - Isafirði Sími 223. Suðurlandskjördæmi 6 — Reykjaneskjördæmi 5 — Uppbótarþingmenn til jöfnunar á milli flokka, þannig að hver flokkur fái þingmannafjölda í réttu hlutfalli við at- kvæðamagn sitt 11 — Samtals 60 þingm. I fyrsta skipti verða nú kjörnir varamenn fyrir alla þingmenn, en það hefur aldrei verið áður í ein- menningskjördæmum. Kosið verð- ur til f jögurra ára í senn. Innan skamms mun þingi ljúka og verð- ur efnt til nýrra kosninga seint í haust og þá kosið samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipun. ★ ráðstafanir t vetur réði bæjarstjórnarmeiri- hlutinn sérstakan fulltrúa bæjar- stjóra á skrifstofuna, og nýjan skrifstofustjóra. Áður hafði skrif- stofustjórinn verið fulltrúi jafn- framt. Nú bregður svo við að fulltrú- inn er ekki notaður í niðurjöfnun- arnefnd við brotthlaup bæjar- stjóra, heldur er skrifstofustjór- inn gerður að formanni niðurjöfn- unarnefndar, án nokkurs umboðs bæjarstjórnar. Þetta þættu undarleg vinnu- brögð hjá öllum öðrum, en meiri- hluta bæjarstjórnar Isafjarðar. Þing Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Samband íslenzkra sveitarfélaga heldur þing sín fjórða hvert ár, að þessu sinni verður þingið haldið 14. og 15. ágúst í veitingahúsinu Lido í Reykjavík. Um 130 til 150 fulltrúar víðs- vegar að af landinu sitja þingið og ennfremur erlendir gestir frá N orðurlöndunum. Knattspyrnukeppni Hafnfirð- inga og ísfirðinga. Knattspyrnuflokkur úr Hafnar- firði, þriðji flokkur, kom hingað til Isafjarðar og lék tvo leiki við ís- firzka knattspyrnumenn. Fyrri leikurinn fór fram á laugardag og sigruðu Isfirðingar með 4 mörk- um gegn 2. Síðari leikurinn fór fram á sunnudag og unnu Hafn- firðingar þann leik með 1 marki gegn 0. M. Bj.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.