Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 8

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 8
<££fí® s/estTFWzjtm sdíteFS3Æ&)S)mwa XXXVI. árgangur. Isafjörður, 13. ágúst 1959. 20.—21. tölublað. Síldveiðarnalr Á síðustu helgi var bræðslusíldaraflinn 625.173 mál á móti 168.983 málum á sama tíma í fyrra. Saltað var í 193.846 uppsaltaðar tunnur, en á sama tíma í fyrra hafði verið saltað í 246.555 tunnur. Um það bil 15 þús. tunnur hafa farið til frystingar. Heildaraflinn er því orðinn 834.669 mál og tunnur. Úr bæ og byggð. Hjúskapur: Gefin voru saman í hjónaband 25. júlí s.l.: Sjöfn Smith, Reykjavík, og Ingi- mundur Magnússon, Bæ, Króks- firði. Unnur Jónsdóttir og Hákon Magnússon, Bæ, Króksfirði. Sóknarpresturinn á Reykhólum, séra Þórarinn Þór, gaf brúðhjónin saman. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Þórunn Benjamínsdótt- ir og Guðmundur J. Guðmundsson, Isafirði. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, íþróttakennari, Reykjavík og Guð- jón Ólafsson, verzlunarmaður frá Hnífsdal. Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína: Guðrún Gísladóttir, símamær, og írlfar Ágústsson, sjómaður, Isa- firði. Erla ólafsdóttir, hjúkrunarnemi Patreksfirði og Gunnar Snorri Gunnarsson, sjómaður, ísafirði. Halldóra Sigurgeirsdóttir, verzl- unarstúlka, Bolungavík og Erling Sigurlaugsson, bifvélavirki, Isa- firði. Ingibjörg Marinósdóttir, hjúkr- unarnemi, Reykjavík, og Theódór Nordquist, bankamaður, ísafirði. Herdís Þorsteinsdóttir, Nauteyri og Haukur Eggertsson, skipasmið- ur, ísafirði. Sverre Hestnes, fimmtugur. Sverre Hestnes, innheimtumaður Rafveitu ísafjarðar, átti 50 ára af- mæli 4. ágúst s.l. Hann hefur verið búsettur hér á Isafirði mest allan sinn aldur og hóf ungur sjó- mennsku. Fyrir rúmum áratug gerðist hann innheimtumaður raf- veitunnar. Sverre er mikið lipurmenni, samvizkusamur starfsmaður og sérlega ljúfur í umgengni allri og vellátinn af öllum sem hann þekkja. Kona hans er Klara Jónas- dóttir og eiga þau 4 börn. Rækjuveiðar. Fyrir nokkru eru hafnar rækju- veiðar og stunda 5 bátar veiðar, en sá sjötti mun bætast við næstu daga. Veiði er góð og hefur verið mik- il vinna í rækjuverksmiðjunum í bænum. Handfæraveiðar í sumar. Mikill fjöldi báta hefir stundað handfæraveiðar í sumar frá ísa- firði og kauptúnunum á Vestf jörð- um, og mun afkoma manna við þær veiðar yfirleitt vera góð. Margir bátar að sunnan hafa verið hér á handfærum. Ferðafólk með meira móti. Undanfamar vikur hefur mikið verið um ferðafólk í bænum. Fjöldi ferðamanna koma orðið með bílum og mikil umferð verið um Afli vestfirzku bátanna, sem stunda síldveiðar fyrir Norður- landi: Ásbjörn, Isafirði .......... 2151 Ásúlfur, Isafirði........... 4317 Draupnir, Suðureyri....... 2233 Einar Hálfdáns, Bolungavík 9258 Freyja, Suðureyri........... 2974 Friðbert Guðmundsson Suð- ureyri ..................... 2600 Guðbjörjg, ísafirði......... 5288 Guðmundur á Sveinseyri, Tálknafirði ................ 9097 Gunnhildur, ísafirði...... 2821 Gunnvör, ísafirði .......... 2165 Barðaströnd í sumar og bílaflutn- ingar með mesta móti um Isaf jarð- ardjúp. Brúargerðir I Norður Isafjarðar- sýslu. Nýlega er lokið smíði á tveimur brúm í Reykjafjarðarhreþpi í Norður-ísafjarðarsýslu, á Reykja- f jarðará og Þúfná. Einnig er verið Heiðrún, Bolungavík....... 6908 Hugrún, Bolungavík........ 1769 Mímir, Hnífsdal............. 3488 Páll Pálsson, Hnífsdal .... 4456 Rán, Hnífsdal............... 2845 Sæborg, Patreksfirði...... 4501 Tálknfirðingur, Tálknafirði 6485 Trausti, Súðavík ........... 2395 Víkingur, Bolungavík .... 1679 Þorlákur, Bolungavík .... 4956 Aflahæstu skipin eru Víðir II., Garði 13.725 mál og tunnur, og Faxaborg, Hafnarfirði, 12.415 mál og tunnur. að byggja smábrú frammi í Langa- dal í Nauteyrarhreppi. Vegagerð í Ögurvegi. Unnið er að vegagerð í ögur- vegi og hefur verið undirbyggður vegur frá Heydal og er hann ný- lega kominn út að Eyri í Mjóa- firði. Vonir standa til að vegurinn komist út að Látrum í haust. Staksteinar Hinn eini sanni vistriflokkur. Tímaritstjórinn sem komst á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík lýsti því nýlega yfir í ræðu, að Framsóknarflokkurinn væri hinn eini sanni vinstriflokkur í landinu. Kommúnistar tóku þess- ari yfirlýsingu illa, því þeir hafa til þessa talið sig hinn eina og sanna vinstriflokk. Það eru ekki mörg ár síðan að þeir Tímamenn töldu sig vera „milliflokk", en Framsóknarflokk- urinn er aldrei það sama stund- inni lengur. Það er þessi stefna í dag og allt önnur á morgun. En sínu innsta eðli er hann trúr — að vera þröngsýn eiginhagsmuna- klíka. I skjóli fallbyssunnar. Anderson heitir delikventi einn, sem haft hefur yfirstjórn á þeim hluta flota hennar hátignar Bretadrottningar, sem verndar berzka togaraþjófa á fiskimið- um við Island. 1 tiiefni af því að hann var að láta af þessu göf- uga starfi sendi hann samlöndum sínum á miðunum kveðju sína og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf við þessa heiðarlegu iðju þeirra allra og bætti svo við: til fjandans með fallbyssubátana (íslenzku varðskipin). Jafnframt sendi hann íslenzkum varðskipsskipstjóra skeyti þrungið skömmum og hót- unum um að skjóta niður skip hans. Var hann allsgáður eða livað? Islendingum hefur orðið nokkuð tíðrætt um þessar kveðjur. Flestir hallast að því að dóninn hafi verið vel fullur, þegar hann lét þetta frá sér fara, en aðrir halda því fram að þetta hafi hann gert alls- gáður. En hvað sem því líður, þá hefur ríkisstjórn hennar hátignar engrar afsökunar beðið íslendinga á framkomu þessa dóna sem á hennar ábyrgð ræðst inn í íslenzka fiskveiðilandhelgi og meinar ís- lenzkum varðskipum að gegna skyldustörfum sínum. Öðru vísi högum við okkur. Um svipað leyti og Anderson sendi þessa hlýju kveðju sína sótti flugvél landhelgisgæzlunnar sjúk- an brezkan togarasjómann og flaug með hann til Reykjavíkur. Þetta var sjálfsagt og skylt. Það á að hjálpa þeim sem eru sjúkir og veita þeim alla aðhlynningu, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Vinsamleg heimsókn brezkra blaðamanna. Að tilhlutan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var nokkrum brezkum blaðamönnum boðið til Framhald á 4. síðu. £itt aj Loeíju tacji Þegar niðurjöfnun útsvara á ísafirði hófst, hvarf bæj- arstjórinn úr bænum. ---- Jafnað var niður kr. 6.949. 400,00 á 830 gjaldendur.--Flestir þingmenn Framsókn- arflokksins hafa í nálega þrjár vikur verið að emjurflytja framboðsræður sínar á Alþingi.---Það kostar ríkissjóð árlega eina milljón króna framkvæmd laganna um skyldu- sparnað unglinga. ---- Hversvegna er bæjarstjómar- meirihlutinn á Isafirði ófáanlegur til að ráða bæjarverk- fræðing? ----ísfirzkir framsóknarmenn eru að búa sig undir að éta Alþýðuflokkinn upp.--Alþýðuflokksmenn, sem ekki eru þegar uppétnir, segja að það muni aldrei takast.----Ef svo á ekki að verða mega þeir passa sig betur hér eftir en hingað til -- Isafjarðarbær keypti mulningsvél fyrir tveimur árum, en hún hefur ennþá ekki verið tekin í notkun.--Sami aðili keypti á sama tíma forláta tæki sem á að geta fundið hvar leki er á vatns- leiðslunni í bænum, en þau hafa ennþá ekki verið tekin í notkun.----Þeir sem ráða bæjarfélaginu sögðust vera miklir athafna- og framkvæmdamenn — en verkleti þeirra segir aðra sögu. Framsókn kvartar sáran yfir því að kommúnistar séu orðnir þeim fráhverfir í seinni tíð og eru gráti næst.----Vesturland sendir Framsókn af því tilefni dýpstu samúðarkveðjur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.