Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 5

Vesturland - 13.08.1959, Blaðsíða 5
Isafjörður, 13. ágúst 1959 VESTURLAND 5 Skógræktarfélag ísfirðinga 1 Séra Sigtryygur Guðlaugsson á Núpi látiim Séra Sigtryggur Guðlaugsson fyrr- um sóknarprestur og skólastjóri á Núpi í Dýrafirði andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 2. þ.m. tæpléga 97 ára að aldri. Hann mun hafa verið elzti mað- ur í íslenzkri klerkastétt. Séra Sigtryggur var kunnur kennimaður og brautryðjandi í skólamálum. Hann var fæddur að Þremi í Garðsárdal í Eyjafjarðarsýslu. Séra Sigtryggur varð prestur í Dýrafirði árið 1904 og þjónaði til ársins 1938. Hann stofnaði skólann að Núpi árið 1906 og var skólastjóri hans til ársins 1929. Séra Sigtryggur var mikill á- hugamaður um ræktunarmál og stofnaði hann hinn landsfræga blóma- og trjágarð að Núpi, er hann nefndi Skrúð, fyrir 50 árum síðan. Kona séra Sigtryggs er Hjalta- lína Guðjónsdóttir og lifir hún mann sinn. Kveðjuathöfn fór fram í Núps- kirkju s.l. laugardag, og var hann jarðsettur á Ingjaldssandi sama dag. Héraðsmót ungmennafélaganna i Vestur- tsafjarðarsýsln Áhuginn fyrir skógrækt er í ör- um vexti um allt land. Skógrækt- arfélagi Isfirðinga hefur á þessu ári borist stórgjafir. Útvegsbank- inn gaf 27 þúsund plöntur, sem kostuðu 60 þús. krónur og skóg- rækt ríkisins lagði fram 60 þúsund krónur til gróðursetningar, með ýmsum öðrum gjöfum og framlög- um verður upphæðin alls ,121,000 krónur. Skógræktarfél. ísfirðinga barst glæsileg gjöf frá Jóni Jónssyni frá Kvíum og konu hans. Það var gjafabréf fyrir eignarhluta þeirra í jörðinni Kvíum í Grunnavíkur- hreppi. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús og strandlengja jarðar- innar er 8 km. Fyrir hönd Skógræktarfélags ís- firðinga færi ég öllum fyrrgreind- um gefendum beztu þakkir. Skógræktarfélag ísfirðinga hef- ur nú lokið við gróðursetningu í allar girðingar í Tungudal, Stór- urð og Birkihlíð. Hafa á liðnu ári verið gróðursettar um 6 þúsund fleiri plöntur en öll hin árin sam- anlagt. Um það bil 47 þúsund plöntur eru nú í uppeldi hér. Samkv. vís- indalegum útreikningum eiga þær að gefa 20—25 þús. kr. árlega (í óbeinar tekjur), er þá viðarvexti jafnað niður í 50—70 ár. Línurit Verzlunarmannafélag Belungarvikur stofnað Verzlunarfólk í Bolungarvík stofnaði félag með sér 29. f. m. í stjórn félagsins voru kjörin: Magnús Jónsson, formaður, Jón Rafnar Jónsson og Gréta Guð- mundsdóttir. Formaður Landssambands verzl- unarmanna, Sverrir Hermannsson, var mættur á fundinum og flutti þar ávarp. Nýtt vélbátaútgerðar- félag stofnaö Fyrir nokkru var stofnað vélbáta- útgerðarfélag hér í bænum. Stofnendur eru átta einstakling- ar og tvö félög í bænum. Hið nýja félag heitir Kögur og á það í byggingu 90 smálesta stál- skip í Austur-Þýzkalandi og mun það vera væntanlegt í októbermán- uði, og verður nafn þess „Straum- nes“ Skipstjóri á Straumnesi verður Haukur Helgason. Hlutafé í Kögur verður kr. 400.000,00. Stjórn félagsins skipa: Matthías Bjarnason, formaður, Haukur Helgason og Guðbjartur Jónsson. um vöxt barrtrjáa sýnir, að marg- ar tegundir nytjaviðar vaxa hér- lendis jafn fljótt og vel og ann- arsstaðar á norðurhveli jarðar og geta gefið tekjur eftir 10 ár frá gróðursetningu. Eignir Skógræktarfélags Isfirð- inga 1. janúar 1959 voru krónur 141.118,68. Stærstu plönturnar í Tungudal eru nú rúmur meter á hæð. Reiknum við 47 þús. uppvax andi plöntur á réttu verði, verður eign Skógræktarfélags Isfirðinga kringum hálfa milljón króna. Gróðrastöðin okkar í Tungudal gengur mjög vel. Nú eru um 30 þús. plöntur í uppeldi. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur veitt Skógræktarfél. Isfirðinga 10 þús. kr. árlega í næstu tvö ár til kaupa á girðingarefni og verður girt fyrir ofan sumarbústaðina í Tungudal, en þessari girðingu verður aldrei lokað fyrir berja- tínslu. Skilningurinn á kosti skógrækt- ar á íslandi ætti nú að vera svo mikill að það ætti að vera óhætt að láta fólk tína ber í nýplöntuðu landi. Verður reynt nú aftur í sum- ar hinn 20. ágúst að opna gömlu skógræktargirðinguna til berja- tínslu fyrir fullorðið fólk. ísafirði, 5. ágúst 1959. 1VI. Simson. Benjamin Helgasen sextugnr Benjamín Helgason, skipsmiður, Norðurvegi 2, Isafirði varð 60 ára hinn 8. júlí s.l. Hann er fæddur að Eiríks- stöðum í Laugardal í Ögursveit hinn 8. júlí 1899. Foreldrar hans voru Helgi Benjamínsson og Elín Magnúsdóttir. Benjamín er hagleiksmaður og hefur lengst unnið við smíðar og í mörg síðustu árin í skipasmiða- stöð M. Bernharðssonar á Torfnesi. Kona Benjamíns er Guðrún Guð- mundsdóttir. Andlát Frú Ketilríður Veturliðadóttir, frá Hesteyri, andaðist í Reykja- vík nýlega. Ketilríður heitin var um nokkurt skeið búsett hér á Isa- firði en flutti fyrir nokkrum árum til Reykjavikur. Hún var móðir Guðmundar E. Guðmundssonar, Hlíðarvegi 33 hér í bæ. Hún var jarðsungin frá Isa- fjarðarkirkju þriðjudaginn 11. ágúst s.l. * * * Héraðsmót ungmennafélaganna í Vestur-ísafjarðarsýlu var haldið að Núpi í Dýrafirði 12. f. m. Mótið hófst með guðsþjónustu í Núpskirkju og prédikaði séra Jó- hannes Pálmason á Suðureyri. Þá var leikfimissýning drengja undir stjórn Sigurðar R. Guð- mundssonar, og íþróttakeppni í mörgum greinum, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Inniskemmtun hófst kl. 17 með því að Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, flutti ræðu. Til skemmtunar var leikfimissýning 1 nokkur ár hefir staðið upp á Breiðadalsheiði lítið hús, er sett var þar að tilhlutan slysavama- deildanna hér á ísafirði, til þess að ferðamenn er eiga leið þar um gætu leitað skjóls ef þeir þyrftu á að halda. Landssíminn leyfði að þar var settur upp sími til afnota fyrir þá vegfarendur, sem þyrftu að biðja um aðstoð. í skýlið var einnig sett lítilshátt- ar af vistum og fatnaði. Það er síður en svo ánægjulegt að þurfa að segja frá því að þessi viðleitni hefir verið misnotuð svo að til vandræða horfir. Vistir og annar útbúnaður hefir hvað eftir annað horfið án þess að nokkur hafi gert grein fyrir því að hann hafi þurft að notfæra sér það. Öllum er að sjálfsögðu heimil afnot af skýlum Slysavarnafélags- ins, ef nauðsyn krefur, en það er jafnframt skylda allra sem nota það sem fyrir hendi er, að gera grein fyrir því til réttra aðila, svo að hægt sé að bæta þar um í stað- inn. Það hefir þráfaldlega komið fyr- stúlkna undir stjóm Sigurðar R. Guðmundssonar. Tvísöngur, Jón Hjartar og Valdemar örnólfsson og einnig Sigurður R. Guðmunds- son með þeim hvomm fyrir sig. Þjóðdansasýning, nemendur á námskeiðinu, sem sagt er frá í sambandi við íþróttakeppnina. Þá fór fram afhending íþróttaverð- launa, en að lokum var dansað. Mikið fjölmenni var á þessu móti, veður var hið ákjósanlegasta og fannst fólki sem mótið sótti, það vel takast og þeim til sóma er að því stóðu. ir að menn hafa misnotað símann og hringt án þess þörf væri á. Stjórnendum ökutækja er heim- ilt að nota símann ef þeir verða fyrir bilunum og þurfa á aðstoð að halda, en þeir eru alverlega á- minntir um það, að líta eftir því, að farþegar sem með þeim eru noti ekki símann að óþörfu. öllum sem verða varir við það að þessi þjón- usta sé misnotuð ber að tilkynna það til símastjórans hér á ísafiröi. Ef áframhald verður á því að síminn er misnotaður, má búast við því að hann verði fjarlægður úr skýlinu og ætti öllum að vera ljóst að slíkt má alls ekki eiga sér stað og getur komið sér illa ef á þyrfti að halda að ná fljótlega sambandi við byggð. Að gefnu tilefni vegna villandi frásagnar í blöðum af slysi er varð í sumar á Breiðadalsheiði, þar sem sagt var að ekki hefði náðst í Isa- fjörð, skal það upplýst að síminn var þá sem endranær í lagi. Til þess að ná sambandi við ísafjörð þarf að fara eftir ákveðnum leið- beiningum sem letraðar eru á spjald er hangir á veggnum hjá símanum. Slysavarnarmálefni

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.