Vesturland - 24.12.1959, Page 5
VESTURLAND
5
veiðikofann, en veiðarfæri tekin
fram. Það er skeggrætt um það,
hversu langt girni skuli notað,
hversu svert og alveg sérstakle'ga,
hvaða tegund og stærð af flugu
skuli notuð. Verða menn ekki á
eitt sáttir. Einn vandi er þó mest-
ur: Á hvaða stað á hver um sig að
byrja að renna? Allir hafa að vísu
sérskoðun á því hvar bezt sé, en
enginn lætur hana uppi. 1 fyrsta
lagi er ekki siður að segja öðrum
frá bezta staðnum og í öðru lagi
kynni svo að fara, samt sem áð-
ur, að þar væri enginn lax og þar
með sannaðist, að vit hins sama
á veiðistöðum væri ekki upp á
marga fiska. Það verður því að
samkomulagi að varpað er hlut-
kesti um svæði í ánni.
Segir nú ekki af ferðum manna.
Nú verður uppi fótur og fit í lið-
inu. Bílstjóri, sem staddur er sömu
megin árinnar og ég, fyllir lungu
sín lofti og grenjar með allri sinni
tenórrödd: — Hann er á. Tveir fé-
laganna, sem eru staddir hinum
megin árinnar neðar og hafa ver-
ið að berja sér til hita, hlaupa nú
sem fætur toga upp með ánni til
að fylgjast með viðureigninni.
Sjálfur er ég haldinn dunandi
hjartslætti og stífri andarteppu af
æsingi. Ég er óstyrkur í hnjálið-
unum og allur kroppurinn skelfur.
Hvernig stendur á því, að hann
liggur svona lengi? Bara hristir
færið örlítið. Ó, góði guð, hann er
að japla út úr sér flugunni, — nei,
hann er að naga sundur girnið, —
nei, hann er að nudda það sundur
upp við stein. — Ég missi þennan
fyrir stóráfalli. Ég hrasa á mold-
arhnausnum, sem é±r, stend á og
dett á hliðina. Stön£'in fellur og
lemst í vatnið með háum skell.
Stór kökkur sezt í hálsinn á mér
meðan ég brölti á fætiur. Ég reisi
stöngina ofurhægt. Línan er slök.
Hann er farinn. ó, hvílik fordæm-
ing. Bílstjóri he.fir snúíð sér und-
an og vindurinn ber mér samúðar-
hljómkviðu handan yfir ána. Eru
það stórkarlarokur og líkjast píku-
skrækjum í bland.
En . . . . kraftaverk hefir f?erzt.
Hann er enn á. Og um leið og ég
herði á línunni, er þolinmæði míns
vinar, laxins á þrotum og hann
liggur ekki lengur kyrr. Hann snýr
undan straumi og þýtur eins og
örskot niður fljótið. Og nú er ekki
snúið við í þetta skiptið. Ég
Það þykknar í lofti og tekur að
vinda úr norðri og brátt fer að
rigna. Kl. 7 um kvöldið koma allir
á brauðfótum heim í kofann.
Hver um sig er að hníga niður af
angist yfir mikilli veiði hjá hinum.
En enginn hefur fengið neitt og
þá léttist brúnin á félögunum og
þeir kalla það stórmerkilegan and-
skota, hreina ráðgátu, en allt
standi þetta til stórra bóta.
Að snæðingi loknum er það ráð
tekið að halda hópinn og skal nú
reynt niður á eyrum, þar er mikið
fljót og veiðisælt.
Þegar þangað er komið er flug-
um kastað undan straumi og upp
í straum, þvert á straum ofarlega,
neðarlega og í miðju fljóti, en allt
kemur fyrir ekki. Krókloppnir
skipta menn um flugur og segja í
hvert skipti: — Ef hann tekur
ekki þessa þá er hann ekki til.
Þar til allt í einu, þegar sá, sem
þetta ritar, hefir beitt stórri flugu
af gerðinni Blue Charm. Þá skip-
ast skyndilega veður í lofti. Ég er
staddur efst í hylnum, undir háum
moldarbakka og kasta þvert á
straum. Skömmu eftir að flugan
kemur í vatnið er þrifið óþyrmi-
lega í færið og örskömmu síðar
þýtur línan út af hjólinu með
meiri hraða en ég þá þykist þekkja
dæmi til. Sem betur fer snýr lax-
inn fljótlega við og stikar upp
í strauminn, þar til hann er kom-
inn á móts við mig aftur og ligg-
ur síðan kyrr.
„Ilsuin var svona stór.“
lax. — Nei, ég missi hann ekki.
Þetta er fyrsti laxinn. — Það get-
ur ekki verið. — Andskotans
óhugnaður er þetta nudd og japl
í honum. Því liggur hann kyrr?
Farðu af stað. — Syntu. — And-
skotinn er þetta-------Þá lýstur
nýrri hugmynd niður: Þetta er
stórlax. Og æsingur minn vex um
allan helming. Bílstjóri spyr:
Hvað er að?
— Hann er stór, segi ég og
glamra í mér tennurnar, — 18
pund, nei 20 pund.
— Hvernig veiztu það?
— Þegiðu, hvæsi ég.
Eftir svolitla stund segir bíl-
stjóri:
— Hvað er að?
Ég anza þessu ekki. Þetta er
minn lax. Hvurn djöfulinn kemur
það honum við?
— Af hverju liggur hann kyrr
svona lengi? — spyr bílstjóri enn.
— Hann er að hrygna, segi ég
og síðan í mikilli bræði: — Geltu,
vittu hvað hann gerir. Ég heyri
kallað að handan: — Reistu stöng-
ina.
Ég styn í máttvana bræði og
örvæntingu. Hvað er að mönnun-
um? Allt í einu fyllist ég stolti.
öfundsýki ojá. Ojæja greyin, þeir
hafa ekki orðið varir, en ég er með
20 punda lax á. Hmm, já, þeim
er ekki of gott að fá að fylgjast
ögn með og læra af snillingnum.
Mér hægir ofurlítið við þessar
hugleiðingar, en rétt í því verð ég
hyggst þegar í stað fylgja honum
eftir á hlaupum. En sem fyrr seg-
ir er ég staddur undir háum mold-
arbakka ógreiðum uppgöngu. í
minni reginheimsku hafði mér
láðst að fikra mig upp á bakkann
meðan laxinn lá kyrr.
Laxinn æðir áfram niður eftir.
Fluglínan er öll komin út af hjól-
inu og undirlínan á hraðri ferð. 1
kolsvartri örvæntingu geri ég
hverja atrennuna harðari að bakk-
anum, en hrata jafnharðan niður
aftur. Og nú tekur ekki betra við.
Laxinn tekur að stökkva sitt á
hvað neðst í hylnum. Komist ég
ekki á vettvang getur þessum leik
ekki lyktað nema á einn veg. Ég
grenja á bílstjóra: — Ætlarðu
ekki að hjálpa mér upp á bakkann,
kvikindið þitt?
Hann rétti mér óðara hendina
og ég brölti upp og skjögra niður
með og vind inn línuna gráti nær.
Hún er slök. Hann er farinn.
Minnsta kosti 25 pund. Ég sé allt í
móðu og tek ekki eftir neinu fyrr
en þrifið er í línuna og það fyrir
ofan mig. Hvað hefir komið fyr-
ir?
— Hann er á. Hann hefir synt
uppeftir. Tvö kraftaverk á kortéri,
kallar bílstjóri, — en allt er þeg-
ar þrennt er, bætir hann við.
Jú, hann er á, en við orð bíl-
stjóra setur að mér skelfingu á
ný. Getur það verið að mér verði
eitthvað á í þriðja skiptið og missi
hann þá loksins? Nei, það verður
ekki á mig lagt. Nóg er nú samt.
Laxinn er tekinn að spekjast.
Hann syndir rólega undan straumi
og byltir sér stöku sinnum, tekur
rokur skáhalt upp í strauminn
sitt á hvað, hristir sig og heldur
síðan undan á nýjan leik.
Leikurinn berst niður undir
brot. Þar stend ég á sléttri eyri og
löndunarskilyrði öll hin ákjósan-
legustu. Nú er allt rólegt um
stund. Við togumst á, laxinn og
ég og hefur hvorugur betur.
— Hvar er ífæran, spyr bílstjóri.
ífæran. Fari það sjóðbullandi.
Ifæran hékk í belti mínu fyrir
stundu siðan, en nú er hún horfin.
— Finndu ífæruna fyrir mig
eins og skot, ellegar ég drep þig,
orga ég að bílstjóra og sér í iljar
honum, þar sem hann skeiðar upp
með á.
En nú dregur skyndilega að
leikslokum. Laxinn leggst á hlið-
ina og ég dreg hann hægt að landi.
Hann snýr nokkrum sinnum við
útí aftur en loks virðist hann hafa
gefizt upp fyrir fullt og allt. Hann
nálgast landið. Ég geng niður fyr-
ir hann og ætla mér að komast
aftur fyrir hann. Þetta tekst. Lax-