Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1959, Side 11

Vesturland - 24.12.1959, Side 11
VESTURLAND 11 Ahrif jólanna hvern svip af þeirri Sölku Völku, sem Kiljan skrifaði um. Það er þó einungis á færi skáldsins sjálfs um að segja. Nöfn þeirra stúlkn- anna eru þó nær hin sömu. Salka Valka gerist í Bolungavík? Ég held ég fari rétt með þau orð landlæknis, „að hann harmaði það, að Salka Valka var ekki kvik- mynduð í Bolungavík, því að þar myndi hún hafa átt að gerast.“ Sé Salka Valka lesin með þetta í huga, er einkennilegur svipur með flestum landslagslýsingum jafnvel örnefnum og mannanöfn- um, en rúmið leyfir mér ekki að tína það til hér að sinni. Einu get ég þó bætt við, sem Kiljan hefur sjálfur upplýst. í annari útgáfu Kvæðakvers, segir hann í eftirmála um eitt kvæðið svo: „Plássið er ort á leið frá Bol- ungavík sumarið 1930 og fellt inn í Sölku Völku.“ Svo ég ljúki þessum stuttu hug- leiðingum mínum með von um, að þær vekji lesendur til frekari um- hugsunar um hina leyndu króka- stigu skáldanna, finnst mér ekki óviðeigandi að setja hér neðan við þessa þanka, kvæðið Plássið, sem ég tel einmitt benda til þess öðru fremur, hvaðan Salka Valka var upprunnin. Stafsetning kvæðisins er að sjálfsögðu Kiljans: Hann var barn. Úti var kalt og dimmt, svo að hann varð að vera inni. Honum leiddist. Þá sagði móðir hans hon- um, að bráðum kæmu jólin og þá fengi hann fallegt kerti til að láta loga á. Þá fór hann að hlakka til jólanna. Svo var það kvöld eitt. Húsið var hreint og fágað, og kveikt var á mörgum ljósum. Hon- um var gefið kerti og faðir hans tók hann á kné sér og sagði hon- um söguna um barnið í Betlehem og ljósið, sem skein af himni og lýsti kringum hirðana. Hann sat lengi og hugsaði um það, sem fað- ir hans hafði sagt honum, og horfði jafnframt á litla kertaljós- ið. Jólaljósið skein sjálft inn í sál hans. Hann var ungur maður. Hann var kominn burtu frá for- eldrahúsunum, út í heiminn, eins og það er kallað. Enn var kominn vetur og úti var kalt og dimmt. En það hafði einnig myrkvast í sál hans, því að barnstrúin var þar ekki lengur — sakleysi barnssál- arinnar var hulið myrkri efnis- hyggju og trúarinnar á eigin mátt, tækni og vísindi mannanna. Raf- ljósin báru að vísu birtu kringum hann, en hann var dapur og óró- legur. Þá heyrði hann klukkna- hringingu. Það var verið að hringja til aftansöngs. — Það var aðfangadagskvöld jóla. — Hann gekk til kirkjunnar. Söngurinn ómaði, jólaguðspjallið var lesið. Þá hneigði ungi maðurinn höfuð sitt — hann minntist bernskujól- anna heima. Og hann bað þess, að jólaljósið — Jesús Kristur — lýsti upp sál sína. A Hann var miðaldra maður. Hann var þreyttur af starfi og erfiðleikum lífsins. — Það var vetur. Og jólin komu. Hann keypti jólatré. Hann og kona hans keyptu- smágjafir handa börnunum. Á aðfangadagskvöld kveikti hann á litlu kertunum á jólatrénu og út- býtti gjöfunum til bamanna. Svo las hann í Nýja testamentinu, og foreldramir sögðu börnunum frá Jesú-baminu í jötunni. Ljósin loguðu skært á jólatrénu, en skær- ast var jólaljós trúarinnar í hjört- unum. Hann var gamall maður. Sjónin var farin að daprast. Ástkæra eiginkonan hans var dá- in. Hann dvaldi á heimili eins bamsins síns. — Enn var kominn vetur og skammdegismyrkur. En svo komu jólin. Ljósin voru kveikt á jólatrénu og bamabömin hans sungu. Þá var bjart yfir á- sjónu öldimgsins — Hann sá jóla- Ijósið, sem mönnunum var sent frá himni. Hann fann fögnuð fara um sig — hann heyrði jólalofsöng englanna. Og í friði og fögnuði jólanna og vegna boðskapar þeirra: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“, hneigði öldungur- inn höfuð sitt og bað: „Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara.“ (Úr Geisla 1956). ttátföamessui lsafjörður. Aðfangadagskvöld kl. 8. Jóladag kl. 2. Jóladag Sjúkrahúsið kl. 3. Gamlárskvöld kl. 8. Sunnudaginn 3. janúar Elliheim- ilið kl. 2. Hnífsdalur. Aðfangadagskvöld kl. 6. Jóladag kl. 5. Gamlársdag kl. 6. Skutulsfjörður. Þriðja jóladag kl. 2. Ögur. Annan jóladag kl. 2. Súðavík. Nýársdag kl. 2. diiiMiiiiiiaiiiiiiiiiitiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii PLÁSSIÐ Lángt fyrir handan hafið salta gráa, þar hímir pláss á bökkum úfins sjávar, þar flökta guði sviftir menn og mávar, móðirin vakir í tómthúsinu lága. Þarna er ein snót sem þekkti ég dálítið fyrrum, þessari hef ég sofið á arrni stundum. I ást og hatri úng við saman undum. Nú andvarpar hún föl á heði kyrruxn. Hún rís á fætur fátæk undir morgun. Fúlslegir vindar hlása í kaupstað slíkum, þeir elska rifur á fátældegum flíkum þess fólks sem stritar og sér þó aldrei borgun. Á nöprum morgni gefur hún kú og kindurn, kristileg lokar hún eldhúshurð og fjósi. 1 jesúnafni hún lcveikir á koluljósi sem krokir dauft í fúlum austanvindum. Hún sýslar föl um mjólkurfötu og meisa, á nxeðan hugsar hún oft um srnáa dreinginn, því ef hann skyldi vakna veit það einginn. Ég vildi ég mætti skó hans binda og leysa. Bolungavík, 7. desember 1959. Friðrilc Sigurbjörnsson. „Haltu áfram að lepja, kisa míu“

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.