Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1959, Síða 14

Vesturland - 24.12.1959, Síða 14
14 VESTURLAND tímum og lítið um peninga og heíðum við ekki getað farið nema af því að nokkrir velunnarar Ein- herja skutu saman fyrir kostnað- inum og sendu okkur peningaupp- hæð áður en farið var. Allt var sparað til að þurfa að borga sem minnst. Lágum við á millidekkinu á Goðafossi gamla á leiðinni suður. Þegar við komum til Reykjavíkur urðum við gestir KR og hafði Kristján Gestsson, verzlunarstjóri hjá Haraldi Árna- syni allan veg og vanda af okkur og kom okkur fyrir. Annar þáttur í starfi okkar skátanna á þessum árum var fé- lagslífið. Þær stundir, sem við höfðum aflögu frá æfingum og kennslu undir prófin voru notað- ar til að spila á hljóðfæri og syngja. Á þeim árum var til hljóm- sveit innan félagsins og voru það mest strengjahljóðfæri og minnist ég þessara úr hljómsveitinni: Árna Jónssonar, Ásgeirs Einarssonar, Daniels, Tryggva Þorsteinssonar og Palla Jör og spilaði hann á það hljóðfærið, sem bar uppi hljóm- sveitina, en það var tvöföld har- monika og var belgurinn allur limdur saman. Hún gekk alltaf undir nafninu Drangey. Halla Ó1 varð þessi hljómsveit líka að yrkis- efni, eins og sjá má á eftirfarandi visu: 1 Greninu er alltaf lif og læti þar litlir skátadrengir iða af kæti. Á æfingum mú heyra þar hávaða og fjör, þar hamast Árni, Geiri, Danni, Tryggvi og Palli Jör. Einherjar spila á ýmsa strengi. Einherjar syngja hátt og lengi. Einherjar. Einn liðurinn í starfseminni var að heimsækja elliheimilið og sjúkrahúsið á jólum og nýári. Þá skemmtum við með varðeldi og söng og vorum við yfirleitt óspar- ir á þessa músikk okkar fyrir hvern sem vild á okkur hlusta. Hefurðu ekki starfað eitthvað í öðrum félögum en Einherjum? Jú, ég starfaði töluvert í knatt- spyrnufélagin Herði á árabili. Þá var það sérstaklega það er varðaði skíðaskálabygginguna. Það eina, sem eftir mig liggur þar, að ég held, er starf mitt við byggingu skíðaskálans, sem byggður var að öllu leyti í sjálfboðavinnu. Þeir, sem mest unnu með mér að byggingu skálans voru Högni Þórðar, Gulli Guðmunds og Guð- mundur Ben. að ógleymdum hópi anara félaga ,sem unnu eitt erfið- asta verkið að bera allt efnið á bakinu neðan frá Múla og þangað sem skálinn stendur. Þetta mál var búið að vera á döfinni í mörg ár í félaginu og þessvegna réðumst við í þetta. Hitt er svo annað mál, að mínu áliti, að tíminn hefur leitt í ljós að þetta hefur ekki verið félaginu jafn brýn nauðsyn og talið var því að hann er notaður miklu minna en skyldi og hefur honum ekki verið sýndur sá sómi, sem hann ætti skilið, segir Daníel að lokum. Smælki Þessi mynd er tekin fyrir um það bii 35 árum af fimleikaflokki, ásamt kennara hans Gunnari Andrew. Af þessum 19 manna hópi eru aðeins fjórir búsettir hér í bænum, tveir eru látnir, en hinir allir fiuttir búferlum úr bænum. Hvaða menn eru þetta? Gerið svo vel og flettið á biaðsíðu 19. Þar sjáið þið hvað þeir heita þessir gömlu ísfirzku fimleikamenn. Farandsali kom inn í veitinga- hús dag nokkurn og sagði við veit- ingakonuna: „Láttu mig fá tvö egg svo mikið steikt að þau séu svört að neðan, tvær ristaðar brauðsneiðar, brenndar og einn bolla af köldu kaffi. Síðan skaltu setjast hjá mér og skamma mig. Ég er haldinn heimþrá. o o o Þegar Pétur fékk reikninginn frá tannlækninum fyrir að draga úr honum eina tönn hringdi hann til hans og sagði: „Hvers vegna er þessi reikningur þrisvar sinnum hærri en venjulega." „Ég kannast við það,“ svaraði tannlæknirinn „en þú æptir svo hátt að þú fældir frá mér tvo aðra sjúklinga." o o o „Ég ætla ekki að hræða þig,“ sagði sjö ára gamall drengur við kennara sinn, „en pabbi sagði við mig að ef ég fengi ekki hærri eink- unnir þá yrði einhver flengdur." o o o Eiginmaðurinn sagði: „Ástin, ég kom með nokkuð fyrir þann sem mér þykir vænst um. Ég er viss um að þú getur ekki gizkað á hvað það er.“ Konan svaraði gremjulega: „Rakvélablöð, munntóbak og eina flösku af líkjör."

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.