Vesturland - 24.12.1959, Page 17
16
VESTURLAND
VESTURLAND
17
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Matthías Bjarnason.
Skrifstofa Uppsölum, sími 193.
Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti
12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00.
íJðjjanýadaýskoöld jcla
Gleð þig, særða sál,
lífsins þrautum þyngd.
Flutt er munamál.
Inn er helgi hringd.
Minnstu komu Krists,
hér er skuggaskil.
Fagna komu Krists,
flýt þér tíða til.
Kirkjan ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
Þessi klukknaköll
boða Ijós og líf.
Heyrið málmsins mál.
Lofið guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verður hljómahaf.
Flutt er orðsins orð,
þagna hamarshögg.
Yfir stormsins storð
fellur drottins dögg.
Lægir vonskuvind,
slekkur beiskjubál.
Teygar lífsins lind
mannsins særða sál.
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Stefán frá Hvítadal.
(brot).
Suðureyri við Súgandaf jörð.
Hólmavík við Steingrímsf jörð.
Heims um ból
Þetta heimsfræga lag var fyrst
súngið á jólum 1824. Lagið er
þannig til orðið, að prestur að
nafni Mohr kom dag einn til kenn-
arans Hans Gruber og sýndi hon-
um jólasálminn „Stille Nacht“, er
hann hafði ort. Gruber, sem var
tónskáld, varð svo hrifinn af
sálminum að hann settist þegar við
hljóðfæri sitt og samdi lagið, er
eitt gerði hann heimsfrægan
mann.
Hans Gruber var fæddur árið
1787 í litlu þorpi, Hallein í Tyrol.
Hann andaðist árið 1863. Milljónir
manna hafa síðan sungið þetta
yndislega lag á hverjum jólum
síðan, og vafalaust verður það
sungið meðan nokkur maður og
þjóð heldur jól.
Smæ L k i
Karl nokkur sagði:
„Þú skalt neyta þíns andlitis í
sveita þíns brauðs, sagði meistari
Jón, og vissi hann hvað hann
sagði.“
o o o
Stúlka nokkur varaði unnusta
sinn við að reykja og sagði að það
stytti aldur manna.
Unnusti hennar sagði þá:
„Faðir minn reykir þó, og er
hann orðinn sjötugur.“
„Já“ sagði stúlkan. „En ef
hann hefði ekki reykt, þá væri
hann kannske orðinn áttræður."
o o o
Barnakennari spurði dreng, sem
var nýkominn í skólann hvort
hann kynni Faðirvorið.
,,Nei“, svaraði drengurinn.
„Það er ljótt, drengur minn,“
mælti þá kennarinn.
„Þetta vissi ég, þessvegna lærði
ég það ekki,“ sagði strákur.
o o o
1 brúðkaupsveizlu var maður
nokkur að tala fyrir minni brúð-
gumans og komst meðal annars
svo að orði:
„Hamingjan gefi, að brúðgum-
inn megi lifa marga slíka daga
sem í dag.“
o o o
Kennari spurði strák einn af
hverju hann ályktaði, að einhver
væri heimskur.
„Af spurningum hans,“ svaraði
stráksi.
o o o
Málflutningsmaður hóf eitt sinn
varnarræðu sína fyrir hæstarétti
á þessa leið:
„Þar sem sakborningur hefur
beðið mig að verja mál sitt hér
fyrir réttinum leyfi ég mér að
beiðast þess, að geðveikralæknir
rannsaki, hvort hann sé með réttu
ráði.
Bóndi einn, sem var orðinn þétt-
kenndur í brúðkaupsveizlu dóttur
sinnar, vildi sýna presti sínum
kurteisisvott ,sneri sér að honum
og sagði:
„Borðið þér nú, prestur minn,
þangað til þér springið! Þér meg-
ið vera vissir um að ég get vel
unnt yður þess.“
o o o
Sigurður hét maður Þorsteins-
son af Langanesi. Einu sinni fór
hann í ferðalag suður á Fljóts-
dalshérað og kom þar á bæ. Hann
fór að segja frá því, að í ferðinni
hefði hann komið að Hofi í Vopna-
firði, honum hefði verið þar vel
tekið og borið kaffi.
Þá var ekki orðið alsiða að bera
fram kaffi á bakka.
„Það hefur verið borið fram á
bakka,“ segir sá, er hann ræddi
við.
„Nei, nei,“ svaraði Sigurður.
„Það var á Hofi.“
o o o
Sigurður hét maður Sigurðsson
og bjó á Hróarsstöðum í Fnjóska-
dal .Hann var meðhjálpari sr. Þor-
steins Pálssonar á Hálsi og hafði
miklar mætur á honum.
Sigurður var matmaður og eink-
um mikið fyrir grauta.
Einu sinni var hann að hæla
presti sínum við aðra og sagði þá,
að ræður hans væru eins og sæt-
ur grautur.
Prestur frétti þetta og spurði
Sigurð, hvort hann líkti ræðum
sínum við sætan graut.
Það kom á Sigurð, en hann
sagði samt:
„O-nei, ekki sagði ég nú það
prestur góður. Ég sagði bara að
þær væru eins og grautur.“
o o o
Þingeyri við Dýrafjörð,
o o o
(íslenzk fyndni XXIŒ.)