Vesturland - 20.11.1965, Page 2
2
Góður afli Vestfjarðabáta f október
- Yfirlit Fishifélags islands
Nefnd atbugar rekstrarborfur
45-120 smálesta báta
Stærri bátarnir byrjuðu
nokkrir róðra um miðjan
mánuðinn, en almennt munu
róðrar þó ekki hefjast fyrr en
um og eítir mánaðamót.
Dágóður afli var hjá þeim línu
bátum, sem voru byrjiaðir
róðra. Dofri frá Patreksfirði
var eini báturinn, sem réri
allan mánuðinn, og aflaði
hann 115 lestir í 16 róðrum.
Er afli hans á haustvertíðinni
þá orðinn 282 lestir.
Handfærabátamir hættu
flestir í byrjun mánaðiarins og
dragnótabátamir eftir að kom
fram yfir miðjan mánuðinn.
1 mánuðinum stundaði 31
bátur róðra með línu, 13 voru
á dragnót, 12 með færi og einn
bátur frá Bolungarvík réri
með net. Heildaraflinn í mán-
uðinum varð 1.584 lestir, en
var á sama tíma í fyrra 1193
lestir.
Aflinn í einstökum ver-
stöðvum:
PATREKSF JÖRÐUB:
Dofri stundaði róðra allan
mánuðinn og aflaði 115 lestir
í 16 róðrum, Sæborg fékk 32
lestir í 5 róðrum. Fjórir drag-
nótabátar voru á veiðum fram
eftir mánuðinum. Aflahæstur
var Skúli Hjartarson með 19
lestir í 8 róðrum.
Heildaraflinn í mánuðinum
var 183 lestir.
T ALKN AF JÖRÐUR:
Sæfari byrjaði róðra um
miðjan mánuðinn og aflaði
73 lestir í 8 róðrum. Valur
var með dragnót og afiaði 11
lestir í 6 róðrum.
Heildaraflinn í mánuðinum
var 85 lestir.
BILDUDALUR:
Andvari hóf róðra í byrjun
mánaðarins og aflaði 10 lestir
í 12 róðrum. Minni bátarnir
voru allir á smokkfiskveiðum
fram eftir mánuðinum, en fóru
þá að útbúa sig á rækjuveiðar-
nar.
ÞINGEYRI:
Stóru bátarnir voru engir
byrjaðir róðra, en færabátar
lönduðu 15 lestum í mánuð-
inum.
FIATEYRI:
Bragi aflaði 55 lestir í 11
róðrum og Hinrik Guðmunds-
son 20 lestir í 6 róðrum, en
þeir voru báðir með línu.
Fjórar trillur lönduðu 7
lestum af færafiski. Heildar-
aflinn í mánuðinum var 82
lestir.
SUÐUREYRI:
Þaðan réru 14 bátar með
línu, og var heildarafli þeirra
í mánuðinum 348 lestir. Afla-
hæstir voru Sif með 69 lestir
í 10 róðrum, Stefnir 62 lestir
í 18 róðrum, Friðbert Guð-
mundson 60 lestir í 9 róðrum
og Gyllir 54 lestir í 14 róðrum.
BOLUNGAVÍK:
3 bátar réru með línu, 1 með
net, 1 með dragnót og 8 með
handfæri, og varð heildarafli
þeirra í mánuðinum 268 lestir.
Aflahæstir línubátannia voru
Húni með 76 lestir í 22
róðrum og Guðrún með 62
lestir í 23 róðrum, Bergrún
var með 44 lestir í 15 róðrum
með net og Sædís með 16
lestir í 14 róðrum með drag-
nót. Af færabátunum var Guð-
jón aflahæstur með 24 lestir
í 16 róðrum.
HNÍFSDALUR:
Gylfi landaði 26 lestum úr
4 róðrum af dragnótafiski.
ISAFJÖRDUR:
4 bátar voru byrjiaðir með
línu og einn bátur réri með
dragnót fram eftir mánuð-
inum, en færabátamir voru
allir hættir.
Afli línubátanna var þessi:
Hrönn 98 lestir í 18 róðrum,
Víkingur H 88 lestir í 18
róðrum, Dan 66 lestir í 4 róð-
rum og Guðný 31 lest í 6 róð-
rum. Víkingur RE landaði 31
lest af dragnótafiski úr 6 róð-
rum.
Heildaraflinn í mánuðinum
var 318 lestir.
StJÐAVIK:
Línubátarnir voru allir
byrjaðir róðra, og viar afli
þeirra þessi: Svanur 87 lestir
í 9 róðrum, Trausti 51 lest í
13 róðrum og Freyja 40 lestir
í 11 róðrum.
HÓLMAVIK:
Fjórir dragnótabátar og 1
línubátur stunduðu veiðar í
mánuðinum, og var heildar-
afli þeirra 61 lest. Aflahæstur
var Guðmundur frá Bæ með
32 lestir í dragnót.
DRANGSNES:
Þiaðan var engin útgerð í
mánuðinum.
RÆKJUVEIDARNAR.
Rækjuveiðamar í ísafjarðar
Ríkisstjómin hefur ákveðið
að skipa fimm manna nefnd,
tilnefnda af þingflokkunum,
til að rannsaka hag og af-
komuhorfur þess hluta báta-
flotians, sem er af stærðinni
45—120 rúmlestir, en bátar
þessir mega ekki stunda drag-
nótaveiðar í landhelgi og þeir
þykja nú ekki hentugir til síld
veiða. Ber nefndinni jafnframt
að gera tillögur um rekstur
þessara báta, meðal annars
um það, hvort rétt sé að veita
þeim aukin réttindi til fisk-
Nýlega hefur Vélsmiðjan
Þór á Isafirði tekið að sér
aðalumboð á Vestfjörðum
fyrir hinar kunnu Perkins-
dieselvéiar til báta og iðnaðar.
Dráttarvélar hf. hafa aðal-
umboð á lslandi fyrir þessar
vélar, en Vélsmiðjan Þór mun
annast sölu og viðgerðaþjón-
ustu fyrir þær hér á Vest-
fjörðum.
Um helgina 5.—6. nóv.
efndu þessi fyrirtæki til sýn-
ingar í húsakynnum Þórs á
ýmsum gerðum véla frá
Perkins-verksmiðjunum Komu
þar tveir fulltrúar frá Dráttar
vélum hf., þeir Vilhjálmur
Pálmason sölustjóri og Arnór
Valgeirsson ásamt tveim full-
trúum frá verksmiðjunni,
þeim Mr. Axelsen og Mr..
Waters.
Sýndu þessir fulltrúar hinar
ýmsu vélar, sem þarna voru
og greindu frá því, að Dráttar
vélar hf. hefðu tekið við einka-
umboði á þeim árið 1961.
djúpi hófust 1. október, og
hefir verið veitt leyfi til veiða
650 kíló á dag. Heildaraflinn í
októbermánuði varð 224 lestir,
og eru aflahæstu bátamir
veiða frá því, sem nú er.
Samkvæmt þessu hefur
sjávarútvegsmálaráðh. hinn
11. þ.m. skipað eftirtalda al-
þingismenn ín efnd þessia:
Birgir Finnsson, alþm. og er
hann jafnframt skipaður for-
maður nefndarinnar, Jón
Skaptason, alþm., Lúðvík
Jósefsson, alþm., Matthías
Bjarnason, alþm. og Sigurður
Ágústsson, alþm.
Fréttatilkynning frá
sjávarútvegsmálaráðuneytinu.
Perkins-verksmiðjurnar fram-
leiða dieselvélar til báta og
iðnaðar í stærðunum 20—135
hö. og eru stærstu framleið-
endur heims í þessum stærðar-
flokki. Eru dieselvélar þessar
smíðaðar eftir ströngustu
kröfum og fáanlegar á hag-
stæðu verði. Vélar frá Perkins
eru seldar um heim allan og
smíða verksmiðjurnar um 300
þús. vélar á ári, en dagleg af-
köst þeirra eru 1500 vélar af
ýmsum stærðum.
Perkins-vélarnar eru létt-
byggðar og aflmiklar vélar,
ekki mjög hávaðasamar og
hafa miklar endurbætur verið
gerðar á skiptiskrúfu þeirra
og hægt er að stilla skurðinn
fyrir þá tegund veiða, sem
stundaðar eru hverju sinni.
Að sýningunni á Isafirði
lokinni var haldin önnur sýn-
ing á þesssum vélum á
Patreksfirði. Á báðum stöðum
kom margt manna að kynna
sér þessar vélar.
þessir: Hrímnir, Bolungavík
17,7 lestir, Haflína, Bolunga-
vík 15,9 lestir, Ver ÍS 120 15,4
lestir og Einiar, ísafirði 15,3
lestir.
Menntaskóli á ísafirði
Á fundi bæjarráðs Isafjarðar 8. þ.m. var eftirfarandi
tillaga, í sambandi við byggingu menntaskóla á lsafirði,
samþykkt samhijóða:
„Bæjarráð Isafjarðarkaupstaðar fagnar þeim mikil-
væga áfanga í menntaskólamálum þjóðarinnar, sem
náðist á síðasta Alþingi, er viðurkenning stjórnarvald-
anna fékkst fyrir nauðsyn þess, að menntaskólar skulu
stofnsettir á ísafirði og Austurlandi.
Um leið og bæjarráð ísafjarðar þakkar þingmönnum
Vestfjarðakjördæmis fyrir árangursríka samstöðu og
skelegga baráttu í þessu þýðingarmikla menningar- og
jafnréttismáli, — svo og öllum þeim einstaklingum og
samtökum, sem lagt hafa málinu lið, — treystir bæjar-
ráð því fastlega, að sú víðtæka og góða samstaða, sem
tryggði það að umræddum áfanga varð náð, haldist
órofin og beinist nú að því viðfangsefni að tryggja að
bygging menntaskóla á Isafirði hefjist hið fyrsta.
Bæjarráð vekur athygli á því, að samkvæmt nýjustu
skipulagstillögu frá skipulagsstjóra ríkisins er mennta-
skólabyggingunni ætluð ákjósanleg lóð, og hefur bæjar-
stjóm lsafjarðar þegar samþykkt að mæla með þeirri
tillögu.
Enda þótt ljóst sé að nauðsyn beri til að búa betur að
þeim menntaskólum, sem fyrir eru í landinu, að þá má
sú framkvæmd á engan hátt tef ja fyrir enn brýnni verk-
efnum á þessu sviði, sem sé þeirri höfuðnauðsyn að
koma upp menntaskólum í þeim landshlutum, sem enga
slíka skóla hafa.
Þá vill bæjarráð Isafjarðar jafnframt benda á þá
staðreynd, að stórbætt menntunarskilyrði í dreifbýlinu,
— m.a. bygging menntaskóla, — er einn helzti horn-
steinn þess, að sú uppbygging í atvinnu- og samgöngu-
málum landsbyggðarinnar, sem nú er unnið að, beri
tilætlaðan árangur.“
Perkins-dieselvélar sýndar
á ísafirði
Bifreiðaeigendur athugið!
Eigum fyrirliggjandi BRIDGESTONE-hjóIbarða og
slöngur fyrir vörubíla og fólksbíla. Ennfremur aur- og
leðjudekk fyrir landbúnaðarbifreiðir og snjódekk fyrir
margar gerðir fólksbíla.
Munið BRIDGESTONE-hjólbarðana — ódýrustu og
mest seldu hjólbarða á Islandi. Keyptir beint frá Toll-
vöruafgreiðslunni.
Höfum ennfremur fyrirliggjandi flestar tegundir af
snjókeðjum fyrir fólks- og vörubíla og allt tilheyrandi
þeim.
Ýmiss konar bifreiðavarahlutir jaínan fyrirliggjandi.
Yélsmiðja Bolungavíkur hf.
Sími 2 — Bolungavík