Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 2

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 2
2 Vest Útgefandi: Kjördæraisráð Sjálfstæðisflokksins fjarðalcjördæmi. Blaðnefnd: Guðmundnr Agnarsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, Sigurður Jónasson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal, Úlfar Ágústsson, Is. Ábyrgðannaður: Finnur Th. Jónsson Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. Prentstofan Isrún hf., ísafirði. Framboð vestfirzkra sjálfstæðismanna Svo sem frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, urðu úrslit prófkjörsins um 5 efstu menn á íramboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi við Alþingiskosningar á vori komanda þau, að Matthías Bjamason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ásberg Sigurðsson, Amgrímur Jónsson og Hildur Einrsdóttir hlutu flest atkvæði í þessi sæti. — Á fundi Kjördæmisráðs þann 29. nóv., þar sem endanlega var gengið frá framboðslistanum, var ákveðið að láta úrslit prófkjörsins ráða röð 5 efstu sætanna, enda þótt prófkjör- ið væri ekki bindandi og Kjördæmisráði væri í sjálfsvald sett að breyta röð manna á listanum. En þar sem það virtist vera álit meirihluta kjördæmis- ráðsfulltrúa, að taka bæri fullt tillit til vilja þeirra, er þátt tóku í prófkjörinu, og láta val þeirra ráða röðun í efstu sæti listans, varð enginn ágreiningur um að leggja list- ann fram eins og hann nú liggur fyrir. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa óspart látið í veðri vaka að undanförnu, að Sjálfstæðisflokkurinn á Vest- fjörðum væri það sundraður innbyrðis, að erfitt yrði að koma saman framboðslista hans. — Þetta hefur að sjálf- sögðu aldrei verið annað en óskhyggja manna, sem sjálfir eru uggandi um eiginn hag og óttast traust fylgi Sjálfstæðis- flokksins. I>að er nú augljós staðreynd, að Sjálfstæðismenn á Vest- fjörðum standa eklíi sundraðir að framboði sínu til Al- þingiskosninganna. Þvert á móti eru þeir sterk og einhuga sveit, sem mun berjast ötullega fyrir því að vinna flokki Sjómannastofa... Framhald af 1. síðu. hefði fært sjómannastofunni að gjöf vandaða gestabók, og ritaði bæjarstjórinn á Isafirði fyrstur nafn sitt í hana. Hallgrímur óskaði eftir að það bærist öllum til eyma, að áfengi væri algjörlega bannlýst í sjómannastofunni og ölvaðir menn fengju þar ekki aðgang. Bæjarstjórinn á Isafirði, Jón Guðlaugur Magnússon, ávarpaði forráðamenn sjó- mannastofunnar og kvað það von sína og ósk, að gæfa og gengi mætti fylgja starfi stofunnar, og að hún mætti verða aðstandendum sínum til sóma. Jón Á. Jóhannsson, skatt- stjóri, tók einnig til máls og riíjaði upp fyrstu kynni sín af sjómannastofu. Var það á Bíldudal í lok skútualdarinn- ar, fyrir um það bil 50 árum, er hann var fyrst að fara til sjós, — en þá hafði Guð- mundur Sigurðsson, kaup- maður og bakari á Bíldudal opið hús fyrir sjómenn, þar sem þeir áttu athvarf til að spila og tefla í frítámum sín- um í landi. Var þessi „sjó- mannastofa“ í allstórri við- einnig þekktur drengskaparmaður, sem þekkir af langri reynslu vandamál Vestfirðinga. Hann hefur, sem kunnugt er, setið á Alþingi síðan Sigurður Bjamason frá Vigur sagði af sér þingmennsku í marz 1970. Um framboðslistann að öðru leyti er það að segja, að þar er hvert rúm skipað ágætis fólki af ýmsum stéttum og á ýmsum aldri, fólki sem nýtur óskoraðs trausits allra, sem til þess þekkja. Þungur dómur Það þótti að vonum tíðindum sæta, er Karl Guðjóns- son, einn helzti forvígismaður íslenzkra kommúnista um langt árabil, sagði skilið við Alþýðubandalagð og sendi gömlum lagsbræðrum sínum, kommúnistum, tóninn úr ræðu- stóli á Alþingi þ. 29. nóv. sl. Komst hann m.a. svo að orði, að til Alþýðubandalagsins hefði upphaflega verið stofnað „til að vinna að aukinni og íslandi. Þetta hlutverk Alþýðubandalagsins hefur mér allt- af verið hugstætt, og þegar augljóst varð á síðustu árum, að til forráða í því voru komin öfl, sem greinilega unnu gegn þessum markmiðuin, var það mér ekki að skapi.“ sínum enn meira brautargengi en hann hefur áður átt að fagna í kjördæminu. Það verður þó ekki of oft brýnt fyrir Vestfirzku sjálf- stæðisflólki, að vera vakandi á verðinum og virkt í starfi fyrir flokkinn, og ekki hvað sízt nú, þegar kosningar fara í hönd. Á framboðslista flokksins, sem nú hefur verið birtur, eru mætir menn, karlar og konur, sem ástæða er til að vænta mikils af. Matthías Bjamason, sem verið hefur þingmaður í sl. 7 ár, hefur að allra dómi, sem gjörzt þekkja, reynst ötull og farsæll fulltrúi Vestfirðinga á Alþingi, og unnið vest- firzkum byggðarlögum mikið og margvíslegt gagn. Skal ekk rakið hér það sem hann hefur unnið sér til ágætis, en eintmgis á það bent, að hann hefur látið málefni sjávar- útvegsins, sem vissulega skipta Vestfirðinga jafnan mkils, sérstaklega til sín taka, og munu allir, sem þeim málum em kunnugir, viðurkenna að Matthías hafi reynst þar góð- ur liðsmaður, enda nýtur hann trausts og virðingar þeirra, sem með honum starfa og hefur verið kjörinn til marg- víslegra ábyrgaðstarfa innan þings og utan. Þorvaldur Garðar Kristjánsson er maður, sem Vestfirðing- ar þekkja vel að dugnaði og harðfylgi og er gjörkimnugur málefnum Vestfirðinga. Er ekki að efa að hann muni reynast þeim góður liðsmður. Ásberg Sigurðsson, sem skipar 3. sæti framboðslistans er Það fer ekki hjá því að maður, sem setið hefur um 13 ára skeið á Aliþngi fyrir kommúnista og verið einn lielzti talsmaður þeirra enn lengur, skuli gefa þá yfirlýsingu, að hinir fyrri samherjar hans, forystulið kommúnista í Al- þýðubandalaginu, vinni gegn bættri samstöðu hinnar verka- lýðssinnuðu hreyfingar á Islandi, — og þá sjálfsagt að hans dómi gegn hagsmunum verkamanna. Þetta álit Karls Guðjónssonar kemur heim við dóm Hanni- bals Vildimarssonar, er hann kvað upp 1968, og er raunar einnig samhljóða áliti Áka Jakobssonar, er liann sagði skilið við kommúnista á sínum tíma, eftir mikið og náið sam- starf við þá. Það væri vel ef þeir menn, sem enn láta blekkjast af fagurgala kommúnista, tækju til íhugunar orð Karls Guð- jónssonar. Engum getur dulist, að Karl er gjörkunnugur hinni pólitísku forystu Alþýðubandalagsins og veit hvað liann er að segja. Yfirlýsing hans um að hin ráðandi öfl í Alþýðubandalaginu vinni gegn hagsmunum íslenzkrar verka lýðsstéttar, ættu að vera þung á metunum. Að vísu ætlast enginn til að menn, sem um árabil hafa legið liundflatir fyrir kommúnistum og eru gjörsamlega blindaðir af „roðanum í austri“, taki allt í einu sinnaskiptum. En það ætti að mega vænta þess, að orð Karls Guðjónssonar verði íhugunarefni þeim mörgu verkamönnum og öðrum launþegum, sem gengið hafa kommúnistum á hönd vegna þess að þeir hafa talið þá vera að berjast heiðarlegri verkalýðsbaráttu. byggingu við hús Guðmundar, sem hann hafði ekki not fyr- ir og léði sjómönnum afnot af án endurgjalds. Húsnæði það, sem sjó- mannastofan hefur til um- ráða í Aiþýðuhúsinu, er um 50 fermetrar að stærð, rúm- góð stoía, þar sem menn geta setið við spil og töfl og horft á sjónvarp, og minni setu- stofa þar sem hægt er að hlýða á útvarp, lesa bækur og blöð og skrifa bréf. Þá er einnig ágætt eldhús. Hægt verður að fiá þama keypt öl, gosdrykki og kaffi. Er sjómannastofan hin vistlegasta, búin þægilegum húsgögnum og gólf teppalögð. Daníel Kristjánsson, bygg- ingameistari sá um breyting- ar og innréttingu á herbergj- unum og teppaiagningu. Sjómannastofian verður op- in alla daga kl. 3—11 e.h., nema á laugardögum, en þá verður hún opin kl. 2—7 e.h. Dánardægur JÓN G. MARÍASSON fyrrv. bankastjóri lézt í Reykjavík 5. okt. sl., 72 ára að aldri. — Hann var fæddur á Isa- firði 24. sept. 1898. Voru for- eldrar hans Marías Guðmunds son, kaupmaður og Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, Jónssonar Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs. Jón var við verzlunarnám í Danmörku og vann síðan við bankastönf á ísafirði til árs- ins 1930, er hann gerðist full trúi hjá Landsbankanum í Reykjavík. Hann varð banka stjóri Seðlabankans 1957, en lét af störfum fyrir alldurs sakir árið 1967. Hafði hann þá unnið í Iþjónustu þjóðbank anna í nærfellt 49 ár. Jón var all aævi ókvæntur, en tvær systur hans, María og Hrefna, eru á lífi, búsett- ar hér á ísafirði. Með Jóni G. Maríassyni er genginn mikilsvirtur og gegn maður. ÁRNI GUÐMUNDSSON, fyrr verandi skipstjóri og útgerðar maður frá Súðavík, lézt á Vífilstaðahælinu þ. 24. o'kt. eftir langa sjúkdómslegu. Ámi var fæddur 10. júlí 1910 að Melum í Árneshreppi í Strandasýslu, en ólst upp með fósturforeldrum sínum í Álfta firði og átti heima í Súða- vík þar til fyrir um það bil 15 árum, er hann flutti til Reykjavíkur. Árni hóf sjómennsku ungur að aldri og var aðeins 17 ára

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.