Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 5

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 5
&CK2) a/ésjfíKZXXJl S3tíJ2FXnZS»SMXM 5 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins mmmm Nýr eindagi: 1. febrúar 1971, vegna nýrra lánsumsókna Húsnæðismálastofnimin vekur athygli hlut- aðeigandi aðila á neðangreindum atriðum: I. EINSTAKLINGAK, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) á næsta ári 1971, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda láns- umsóknir sínar með tilgreindum veðstað og til- skildum gögnum og vottorðum til stofnunarinnar FYRIR 1. FEBRÚAR 1971. II. FRAMKVÆMDAAÐILAR 1 BYGGINGARIÐNAJÐ- INUM, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1971, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni FYRIR 1. FEBRÚAR 1971, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. III. SVEITARFÉLÖG, FÉLAGSSAMTÖK, EINSTAK- LINGAR OG FYRIRTÆKI, er hyggjast sækja um Ián til byggingar leiguíbúða á næsta ári í kaup- stöðum, kauptúnum og á öðrmn skipuiagsbundnum stöðum, skulu gera það FYRIR 1. FEBRÚAR 1971. IV. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni, þurfa ekki að endumýja þær. V. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1971, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 5. nóv. 1970. HOSN/EÐISIVIÁLASTQFNUN RfKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 Auglýsið í VESTURLANDI! Minningarorð... Framhald af 3. síðu Enda var greiðvikni hans annáluð, og þeir margir sem nutu hjálpar hans um flutn- ing á fólki og vamingi. Það var mi'kil samgönguibót er bátar hans voru í förum frá veiðistöðunum út í verstöðv- amar. Þar fengu ailir sem vildu að fljóta með — og ávailt endurgjaldslaust. Þetta starf krafðist kunnáttu í netagerð, og var Ólafur við nám í þessari iðn, bæði í Reykjavík og á Akureyri, og var meistari í þeirri iðngrein. Hann var um langt árabil prófdómari við loka próf iðn- nema í þessari grein. Þegar þessi veiði lagðist niður, er leið á fimmta ára- tuginn, réðst Ólatfur til Vél- smiðjunnar Þór hf., og starf- aði þar til hinztu stundar. Ólafur kvæntist 4. nóvem- ber 1939 Camillu Jónsdóttur, Brynjólfssonar útgerðar- manns hér í bænum. Camilla var mikil myndar- og fríð- leikskona. Sambúð þeirra var stutt, því hún andaðist 24. janúar 1947. Þau eignuðust tvö börn: Jón, flugvélavirki búsettur í Reykjavík, grftur Soffíu Johnsen, og Helga Ása, búsett í Haínarfirði, gift Guðjóni Jóhannssyni húsa- smíðameistara. Auk þess ól- ust upp hjá þeim tvær dætur OamiUu frá fyrra hjónabandi hennar, Bryndís og Bjamdis. Ég kveð þennan góða vin að sinni, og þakka honum samfylgdina. Ég finn, að skarð hans stendur autt, og að það verður vandfyllt. Hins vegar hlýja ég mér við minn- ingamar um góðan dreng, og margar Ijúfar gleðistund- ir. Við hjónin þökkum hon- um þær mörgu ánægjustund- ir, er hann dvaldi hjiá okkur sem góður heimilisvinur, sem bömin okkar litu ávallt á sem eftirilátan frænda. Og þegar hann nú brýnir báti sínum að hinni eilífu strönd, handan móðunnar miklu, veit ég, að honum verður þar vel tekið. Til þess hefur hann unnið. Finnur Magnússon. Hjartanlegt þakklæti færum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og margvíslega vináttu við andlát og jarðarför HALLDÓRU MARÍASDÓTTUR, Bolungarvík. Fátækleg orð megna ekki að tjá þakklæti okkar þeim mörgu vinum okkar, bæði hér heima og víða um land, sem við stöndum í þakklætisskuld við, — en biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Kjartan Guðjónsson og aðstandendur Boliuigarvík. Póstburðargjöld FRÁ 1. NÓVEMBER 1970 Vakin skal sérstök athygli á, að ekki eru lengur sérstök póstburðargjöld innan bæja- og sveitarfélaga, heldur verða gjöldin þau sömu fyrir allt landið. INN ANL ANDSPÓSTUR Bréf 20 g. kr. 7,00 — 100 g. — 14,00 Bréfspjöld — 5,00 Prent 50 g. — 5,00 Bögglar 1 kg. — 30,00 — 3 kg. — 50,00 — 5 kg. — 70,00 FLUGPÓSTUR TIL UTLANDA BRÉF PRENT Norðurlönd: 20 g. kr. 10,00 50 g. kr. 8,00 — 40 g. kr. 20,00 100 g. — 14,00 — 60 g. — 23,00 150 g. — 20,00 — Brétfspjöld kr. 7,00 St. Bretl. og írL: 20 g. kr. 13,00 60 g. kr. 8,00 — — — — 40 g. — 22,00 100 g. — 14,00 — — — — 60 g. — 31,00 150 g. — 20,00 — — — — Bréfspjöld kr 9,00 g- BRÉF PRENT Bandar. og Kanada: 5 g. kr. 13,00 10 g. kr. 7,00 — - — 10 g. kr. 16,00 20 g. kr. 9,00 — - — 15 g. kr. 19,00 30 g. kr. 11,00 — 20 g. kr. 22,00 40 g. kr. 13,00 — 25 g. kr. 31,00 50 g. kr. 15,00 — - — 30 g. kr. 34,00 60 g. kr. 20,00 — - — Biréfspj. kr. 12,00 70 g. kr. 22,00 SJÓPÓSTUR TIL ÚTLANDA TIL NORÐURLANDA er burðargjaldið fyrir bréfa- sendingar sama og innanlands. TIL ANNARRA LANDA EN NORDURLANDA: BRÉF PRENT 20 g. kr. 10,00 50 g. kr. 5,00 og fyrir hver við- og fyrir hver við- bótar 20 g. kr. 6,00 bótar 50 g. kr. 3,00 Bréfspjöld kr. 6,00 Nánari skrá yfir póstburðargjöld er hægt að fá hjá póstafgreiðslum um allt landið. Póst- og símamálastjórnin.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.