Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 1

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 1
XLVH árg. Isafirði, 5. des. 1970. 17. tölubl. Framboð Sjðlfstæðisflokksins t Vestf.kjördæmi ákveðið Matthías Bjarnason Þor\r. Garðar Kristjánsson Ásberg Sigurðsson Arngrímur Jónsson Hildur Einarsdóttir Jón G. Kristjánsson Engilbert Ingvarsson Ingi G. Sigurðsson Jólianna Helgadóttir M. Bernharðsson Sjómannastola opnuð á ísafirði Hinn 23. nóvemiber var hald inn á ísafirði fundur í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi og hófst fundurinn kl. 2 e.h. Á fundinum voru mættir 55 fu'lltrúar úr öllum sýslum kjördæmisins. Formaður Kjördæmisráðs, Arngrímur Jónsson, skólastj., setti fundinn og skipaði fund arstjóra Iþá Ólaf Guðbjarts- son, oddvita, Patreksfirði og séra Andrés Ólafsson, Hólma- vík. Fundarritarar voru Finn ur Th. Jónsson, Bolungarvík og Óskar Kristjánsson, Suður- eyri. Fyrir fundinum lá að ganga frá framboði flökksins til næstu alþingiskosninga. Skil- aði kjömefnd tillögum um uppstillingu þriggja efstu manna lisfans, og eftir nokkr ar umræður um uppstilling- una, var endanlega gengið frá framboðslitanum þannig: 1. Matthías Bjarnason, al- þingismaður, ísafirði. 2. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, framkvæmdastj. Reykjavík. 3. Ásberg Sigurðsson, al- þingismaður, Reykjavík. 4. Arngrímur Jónsson, skóla stjóri, Núpi. 5. Hildur Einarsdóttir, frú Bolungarvík. 6. Jón G. Kristjánsson, stud. jur, Hólmavík. 7. Engilbert Ingvars., bóndi, Mýri. 8. Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Reykhólum. 9. Jóhanna Helgadótrtir, frú Prestsshólum. 10. Marzellíus Bemharðsson, skipasmíðameistari ísaf. Em 5 efstu sæti framboðs- listans skipuð í samræmi við úrslit prófkjörs, sem fram fór í kjördæminu 7. og 8. nóv. sl., og skýrt er frá á öðmm stað hér í biaðinu. Sunnudaginn 15. nóvember var opnuð sjómannastofa á ísafirði, og er hún til húsa á efstu hæð Alþýðuihússims. Em það samtök sjómanna á Isafirði, sem eiga heiðurinn af þessu framtaki, þ.e. Sjó- mannafélag ísfirðinga, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan, Vélstjórafélag Isa- fjarðar og Smábátaeigendafé- lagið Huginn. í tilifni af opnun sjó- mannastofunnar buðu for- ráðamenn hennar nokkmm gestum og fréttamönnum þangað til kaffidrykkju. Formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar, Halldór Hermannsson, bauð gesti velkomna og skýrði frá þvi að á s.l. vetri hefðu sjómannafélögin ákveð- ið að ráðast í þessa fram- kvæmd, þar eð álitið hefði verið, að þörf væri fyrir slíka sjómannastofu á ísa- firði, þar sem sjómenn gætu átt athvarf í frístundum, spilað og teflt, lesið blöð og bækur, hlýtt á útvarp og horft á sjónvarp. Kostnaðurinn við að breyta og lagfæra húsnæðið í Al- þýðuhúsinu, búa það hús- gögnum o.fl., kvað Halldór hafa verið talsverðan, en fjár til þess hafi m.a. verið aflað með framlagi frá rækjuveiðimönnum, aðallega frá ísafirði, og öðmm sjó- mönnum, svo og með styrk frá nokkrum fyrirtækjum, sem skipti eiga við sjómenn. Þá fékkst einnig nokkur styrkur af opinbem fé, sem Ingólfur Stefánsson, formað- ur Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands, aðstoðaði við útvegun á. Halldór þakkaði öllum þeim, sem stutt hefðu að því að hægt var að koma sjó- mannastofunni á laggirnar, og óskaði þess að starfræksla hennar mætti verða sjómönn- um til gagns og ánægju. Hallgrímur Jónsson hefur verið ráðinn til að veita sjó- mannastofunni forstöðu. — Mælti hann nokkur orð og þakkaði þeim frú Ruth Tryggvason og frú Bergrínu Jónsdóttur fyrir mikilsverða aðstoð í sambandi við undir- búning að opnun stofunnar. Þá skýrði hann frá því að Gmnnvíkingafélagið á ísafirði Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.