Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 4

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 4
4 I HalMíra MaiíasMltir, iBlungarvtk Halldóra Maríaisdóttir, Bol- ungarvík, lézt á Borgarsjúkra húsinu í Reykjavík aðfaranótt hins 30. október sl. Hún átti við mikla vanheilsu að stríða að undanförnu, en eigi að síð Ur kom andlát hennar á ó- vart vinum hennar og kunn- ingjum. Halldóra fæddist 30. maí 1919 að Sútarabúðum i Grunnavikunhreppi. Foreldrar hennar voru Guðrún Páisdótt- ir og Marías Þorvaldsson, bóndi í Kjós í Grunnavík. Ólsit Halldóra upp með móður sinni, fyrst að Sútarabúðum og síðan um skeið á Stað í Grunnavik, <þar sem móðir hennar var vistráðin hjá séra Jónmundi Halldórssyni. Þær mæðgur áttu síðan heimili aftur að Sútarabúðum unz Guðrún setti bú með Reimari Finnbogasyni 1 Bolungavík á Ströndum. Flutti HaJldóra 'þá með þeim þangað og Iþar stóð æskuheimili hennar. Snemma fór hún að vinna fyrir sér hjá vandalausum, eins og títt var uim ungar stúlkur á þeim árum, og var hún um skeið á ísafirði og síðar á Sauðanesi við Siglu- fjörð. Þar kynntist hún eftir lifandi manni sínum, Kjartani Guðjónssyni, vélstjóra, frá Hlíð undir Eyjafjöilum, mi'kl um dugnaðar- og sómamanni. Áttu Iþau fyi’st heimili að Sauðanesi en síðar í Ólaifs. firði. Gengu þau í hjónaband árið 1940 og bjuiggu í Ólaifs- firði til ársins 1943, er þau fluttu til Bolungarvíkur, en hér hefur heimili þeirra staðið síðan. Þau Kjartan og Halldóra eignuðust 10 börn og komu iþeim öllum til þros'ka af mi'kl- um dugnaði og samheldni. Eru tvö yngstu bömin innan fermingaraldurs. Elsta son sinn, Halildór Kjartan, hinn mesta efnis- mann, misstu þau, er m.b. Heiðrún H fórst í fárviðri á ísafjarðardjúpi í ársbyrjun 1968. Er það hörmulega slys mönnum enn í fersku minni. — Sonarmisisirinn varð þeim hjónum að sjálfsögðu mikið áfall, en þá sem oftar endra- nær, sýndi Halldóra að hún bjó yfir miklu 'Sálarþreki og óbilandi kjarki. Halldóra Maríasdóttir var um margt merkiskona og verður minnisstæð þeim, er henni kynntust. Hún var góð- um gáifum gædd og hafði afl- að sér góðrar menntunar, þótt ekki ætti hún að baki aðra skólagöngu en þá, er hún naut sem unglingur norður í Grunnavíkurhreppi. Hún fék'k, snemma ást á bókum, og las ailt, sem hönd á festi. Mun hún isajldan hafa notað tómstundir, sem gáfust frá daglegri önn á þungu og barn mörgu heimili, ti'l annars en bófclesturs. Hún las ekki bæk- ur einungis sér til laflþreying- ar, heldur sér til menntunar og menningar, — og vegna þess hve vel hún var af Guði gerð, tðfest henni að afla sér óvenju mikiMar þekkingar á ýmsum sviðum. Halldóra Maraísdóttir var aðeins 51 árs er hún lézt, en SILFURGOTU 6 VERZLUNIN ISAFIRÐI - SIMI 366Z TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS mwM WMW Herraföt með Maxi peysur ?Mím WmM og án vestis, Midi peysur Stakir jakkar með og án hettu Stakar buxur Stuttar peysur Herra skyrtur Blússur Herra peysur Stakar buxur Bindi Lakkleður kápur Bindasett Á mánudag mikið af nýjum vörum! Ath. Opið laugardag til kl. 4 þó hafði hún skilað drjúgu dagsverki . Hún haifði staðið við hlið eiginmanns sínis í blíðu og stríðu í 30 ár, alið upp 10 mannvænleg böm og stjórnað mannmörgu heimili oft við erfiðar aðistæður. — En þótt það hefði verið mörg um konum ærið verketfni, gaf hún sér þó tírna til að sinna félagsstörfum og 'iáta til sín taka utan heimilisins. Hún var í mörg ár virkur félagi í Kvenfélaginu Brautin í Bol- ungarvík og lengi starfandi af miklum dugnaði í Sjálf- stæðiskevnnafélaginu Þuríði sundafyili. Við seinustu sveit arstjómarkokningar var hún á fram'boðslista 'Sjálfistæðis- flokksins. Var hún jafnán, á meðan heilsan leyfði, reiðuibúin til að starfa fyrir Sjálflstæðis- kvennafélagið og taldi ekki eftir sér að eyða tóma og kröftum í þágu þess. Var Halldóra félagslynd að eðlisfari og miniiumst við, sem rrieð henni störfúðum að félagsmálum, margra ánægjú 'legra stunda með henni. Hún var jafnan glaðlynd og kunni flestum öðrum 'betur að koma skemmtilega fyrir sig' orði, enda átti hún kímnigáfu í ríkufn mæli og talaði enga 'tæpitungu. Þessi fáu og fátæklegu orð eiga að flytja Halldófú Maríasdóttur kveðju okkar í Þuríði sundafyili, með þafck- læti fyrir samfylgdina og vin- áttuna. Jaifnframt flytjum við eigi-n •mánni hérinar, Kjartarii Guð- jónssyni, bömum þeirra og öðrum ástvinum, innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessá þau. ‘ .tcjj.lníivvJ iTl/jnon 'io Félagskonur í Sjálf'stæðiskvennafélaginu Þuríði sundafylli, Bolungarvík. i

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.