Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 6

Vesturland - 05.12.1970, Blaðsíða 6
Urslit prófkjörsins wmm sjsus) a/essrFwzoism saúGFsaræmMíomn MINNING GISLI JONSSON, fyrrverandi alþingismaður Hinn 7. og 8. nóv. fór fram prófkjör í Vestfjarðiakjördæmi um 5 ef-stu menn á framboðs- lista S j álfs tæ ð i sflokks i ns í kjördæminu við næstu Al- þingiskosningar. Áður hefur verið skýrt hér í blaðinu frá tilhögun próf- kjörsins, en úrslit þess urðu þau, sem hér segir: 1. Matthías líjarnason, ísa- firði fékk flest atkvæði í 1. sæti, 395 atkv., en 164 í hin 4 sætin, samtals 559 atkvæði. 2. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Reykjavík, fékk 322 atkv. atkv. í 1. sæti, en 131 i hin sætin, sam- tals 453 atkvæði. 3. Ásberg Sigurðsson, R.vík, fék’k 373 atkv. í 1., 2. og 3. sæti, en 130 í hin sæt- in, samtals 503 atkv. Mikið hefur verið rætt um það að börn og unglingar séu hangandi á sjoppum langt fram á nótt og gangi þar um með ólæti og ruddaskap. En einhversstaðar verða vond ir að vera, segir máltækið. Víða hefur verið gert margt í þesisu sambandi og ýmsir hafa lofað meiru og minna til þess að leysa þetta vanda mál, en lítið sem ekkert hefur orðið úr iþví að þetrta yrði gert, eins og t.d. hér á ísa- firði. Það hefur verið að koma upp ein og ein sjoppa á aftir annarri og á ýmsum Iþessara staða mætti koma upp æsku- lýðsheimili fyrir böm og ung- iinga, sem þau gætu sótt dag- lega og að þar yrðu margs- konar spil, sem yrði krökkun- Litli leikklúbburinn á ísa- firði er um þessar mundir að sýna sjónleikinn Koppa- logn eftir Jónas Ámason. Leikstjóri er Sævar Helga- son, sam einnig hefur gert leikmyndir. Leikurinn hefur verið sýnd ur hér á ísafirði, í Bolungar- 4. Amgrímur Jónsson, Núpi, fékk 364 atkv. í fyrstu 4 sætin, en 53 í 5. sæti, samtals 417 atkvæði. 5. Hildur ELnarsdóttir, Bol- ungarvik, fékk 410 atkv. í 1.—5. sæti, samtals 410 aitkvæði. 6. Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík fékk 286 atkvæði. 7. Jón G. Kristjánsson, Hólmavík fékk 252 atkv. 8. Sigurður Jónasson, Pat- reksfirði fékk 220 atkv. 9. Ólafur H. Guðbjartsson, Patreksfirði fékk 218 at- kvæði. 10. Ingi Garðar Sigurðsson, Reykhólum fékk 212 atkv 11. Jóhanna Helgad., Prests- bakka fékk 172 atkvæði. Ails voru 1136 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 771, eða 67,8%. Gild atkvæði voru 746. um tii skemmtunar. M.a. mætti koma þar upp billjard, kúluspil og margt fleira. Og að þar yrði áfengisneyzla stranglega bönnuð því hún virðist fylgja óláitunum. Marg ir 'hafa sagt: Hvað getum við gert? Og hvað geta þeir annað gert en að hanga á sjoppunum. Einhver lausn hlýtur að finnast á þessu vandamáli. Og það er ein- mitt gert með því að stofna æskulýðsheimili. Ég er viss um að margt fólk mundi vilja hjálpa tii með að koma þessu á framfæri. Ég skrifa þessar línur í þeirri von að hlutaðeigendur taki þetta til umhugsunar. vík og á Flateyri við góðar undirtektir áhorfenda. Er leikklúbburinn nú í leik- för í Keflavík og hetfur haft þar eina sýningu við mjög góðar undirtektir, ■—■ og vegna fjölda áskorana verður önnur leiksýning þar í kvöld. Gísli Jónsson, fyrrverandi alþingismaður andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 7. okt. sl. og borinn til grafar fra Dómkirkjunni í Reykjavík 14. október, að viðstöddu miklu fjölmenni. Gísli Jónsson var fæddur að Litlabæ á Álftanesi 17. ágúst 1889 og því rösklega 81 árs að aJdri er hann lézt. Foreldr ar hans voru merkishjónin Jón Hahgrímisson, útvegsbóndi þar og síðar kaupfélagsstj. og kaupmaður á Bakka í Arnar- firði og kona hans, Guðný Jónsdóttir. Þau hjón eignuð- ust mörg mannvænleg böm, se msíðar urðu þjóðkunn og má nefna þar m.a. Guðmund Kamban, skáld, Bjöm Blöndai Jónsson, löggæzlumann, Jón Maron, framkvæmdastjóra á Bíldudal og Guðmund Jóns- son frá Bakka. Gísli Jónsson lagði stund á smíðaniám á Isafirði og síð ar í Englandi og Danmörku. Hann var fyrsti nemandinn sem lauk vélstjóraprófi frá Vélstjóraskóla Islands árið 1916. Hafði hann áður verið vélstjóri á togurum og síðar vélstjóri og yfirvélstjóri á skipum Eimskipafélags ís- lands á ámnum 1915—1924. En þá gerðist hann umsjónar- maður skipa og véla og gegndi því starfi til ársins 1968. Gerði hann teikningar, verklýsingar og samninga um smíði skipa fyrir einstaklinga og ríkissjóð m.a. allra nýsköp unartogar ríkissjóðs eftir stríðið. Gísli Jónsson var mikili framfara- og athafnamaður, sem stofnaði og rak í Reykja vík og á Bildudal mörg fyrir tæki á sviði útgerðar, fi.sk- vinnslu og verzlunar. En þó að atvinnurekstur hans væri stór í sniðum um langt skeið og hann væri driffjöður, stjómairformaður og forstjóri fjölmargra fyrirtækja, sem höfðu mikla þjóðhagslega þýð ingu, er nafn hans fyrst og fremst tengt fjölþættu félags málaistarfi hans. Hann var formaður Vélstj. féalgs íslands 1912—-1924. Al- þingismaður Sjálfstæðisflokks ins í Barðastrandarsýslu 1942 til 1956 og 1. þingmaður Vest fjarðakjördæmis 1959—1963. Gísli Jónsson var mikilhæfur þingmaður, sem lét til sin taka á fjölmörgum sviðum, sérstaklega þó á sviði fjár- mála atvinnu- og mannúðar- mála. Hann var um langt skeið fonmaður í ýmsum þýð ingarmestu nefndum Aliþingis, eins og t.d. fjárveitingar- nefnd og utanríkismálanefnd. Forseti efri deildar Alþingis var hann á árunum 1953—’56. Hann var fulltrúi Islands í Norðurlandaráði um langt skeið og aðalforseti þess árið 1960. Formaður íslandsdeild- ar Nato 1961. Formaður stjómamefndar vistheimilis- ins í Breiðavík 1946—1953. Auk þess átti hann sæti i fjölmörgum milliþinganefnd- um, eins og t.d. um sam- göngumál, um skattamiál, um skipulagsmál og uppbyggingu Reykhóla, um vemd bama og unglinga á glapstigum, um rannsókn á hag útvegsins, um jafnvægi í byggð landsins, Öll opinber störf sín rækti Gísli Jónsson af eldlegum á- huga og frábærum dugnaði. Hann kom víða við sögu, og markaði víða spor og hvar- vetna til framfara og heiila. Hjá honum var engin hálf- vélgja eða hik þegar góður málstaður átti í hlut. Með hyggindum og dugnaði leysti hann margan vanda, fljótt og vel, sem mörgum fanmst illleysanlegur. B'arðstrendingar, sem nutu þingmennsku hans, munu lengi minnast hans, sem hins mikla brautryðjanda og at- haínamanns, sem á skömm- um tíma olli þáttaskilum í samgöngumiálum sýslunnar og var driffjöður að margháttuð- um framfaramálutm í hér- iðinu. En ekki síður minnast þeir hans, sem trausts vinar, sem með hressilegu viðmóti og hlýju vann hug og hjarta ungra sem aldinna, hvar sem hann kom og hafði náið persónulegt samband við fólk- ið í héraðinu hvar í flokki, sem það stóð, alla tíð. Gísli Jónsson hlaut marg- háttaða viðurkenningu fyrir störf sín um dagana, bæði frá félagasamtökum og hinu opinbera. Þannig var hann sæmdur stórriddarakrossi Félkaorðunnar 1955. Heiðurs- félagi SlBS var hann gerður 1946 og heiðursfélagi Barð- strendingafélagsins í Reykja- vík lr69. Gísli Jónsson var mikill gæfumaður. Hann var mikill af verkum sínum og starfi, sem hann gekk upp í af innri þörf og áhu-ga. Hann þekkti vinnugleðina og naut hennar. Hann eignaðist glæsilega konu, sem hann elskaði og dáði. Hann kvæntist árið 1920. Hlín Þorsteinsdóttur, járnmsíðameistara í Reykja- vík. Böm þeirra hjóna eru þrjú: Guðrún, tannlæknir í Reykjavík, Þorsteinn, for- stjóri S.H. í Bandaríkjunum og Harald, sveitarstjóri á Vopnafirði. Gísli var mikill heimilisfað- ir og var heimili iþeirra hjóna mjög rómað fyrir gestrisni og myndarskap alla tíð. Þar var öllum gott að koma. Ég kynntist Gísla Jónssyni persónulega fyrir nær aldar- fjórðungi. Hann er einn stór- brotnasti höfðingi og eftir- minnilegasti, sem eg hefi kynnst um dagana. Ég er þakklátur fyrir vináttu hans og hollráð frá fyrstu kynnum. Það er bjart yfir minning- unni um Gísla Jónsson. Ásberg Sigurðsson. Hvað getum við gert fyrir unglingana? Gunnar M. Úlfsson. Litli Lelkklnbburinn sýnir I Keflavik

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.