Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 3

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 3
dcno n/és3T)fx:y~'n satiaFsœz'Hxromn 3 Matthías Bjarnason, alþingismaður: ijuni sljórnsenii od fesiu í bæjarmálum Tryggjum sigur D-listans 1 tvo áratugi hafa vinstri- flokkarnir farið með meiri- hlutavald í bæjarmálum Isa- fjarðar. Fyrstu fjögur árin á því tímabili fóru Alþýðu- flokkurinn og kommúnistar með völdin, næstu fjögur ár- in Alþýðuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn, en síðustu tólf árin þessir fyrrtöldu ílokkar sameiginlega. Á þessu tímabili hefur lengst af verið gott atvinnu- ástand í kaupstaðnum, þeg- ar undan eru skilin fyrstu ár þess tímabils, og meðaltekj ur íbúa staðarins verið góð- ar. Bæjarfélagið hefur ekki þurft að skipta sér af at- vinnumálum, og hátt á ann- an áratug hefur ekkert fé verið lagt fram í því skyni. Stjórnartímabil vinstriflokk anna hefur farið versnandi eftir því sem fleiri flokkar hafa farið með meirihlutavald ið. Það er því að bæta gráu ofan á svart, að fjölga um einn flokkinn enn í þessu meirihlutasamfélagi vinstri- flokkanna. Ósamkomulag, svikabrigzl og ráðleysi í stefnu og störf-. um er ekki leiðin til þess að kcma bæjarfélaginu úr þeim ógöngum, sem vinstri- fylkingin hefur leitt það útí. Þess vegna er brýn nauðsyn að snúa hjólinu við og fela samhentum, sterkum meiri- hluta að takast á við þann vanda, að rétta hag bæjar- félagsins við, og hefja það til vegs og virðingar. íbúarnir í hinum sameinaða ísafjarðarkaupstað verða að finna það áþreifanlega, að þeir, sem bæjarfélaginu stjórna, séu menn, sem vilja hafa hlutina í röð og reglu og ætla að framfylgja fram- farastefnu sinni af einbeitni og festu. Það þarf enginn að vera í vafa um það, að íbúar bæjarfélagsins munu meta slíka stjórnarhætti að verðleikum. Sjálfstæðismenn bjóða fram í þessum kosningum reynda og samhenta menn. Ég tel það mikið lán fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og bæjarfé- lagið í heild, að Högni Þórðar son skipar efsta sæti á fram- boðslistanum. Hann er mað- ur með langa reynslu í Matthías Bjarnason sveitarstjórnarmálum, fram- úrskarandi samvizkusamur í öllum störfum, sem hann tek ur að sér, og hefur stað- um. Högni er maður, sem lætur sig miklu varða heill og velferð þessa bæjarfélags, og hér hefur hann unnið og starfað. Hann nýtur trausts og virðingar allra bæjarbúa, hvar sem þeir eru í flokki. Kristján J. Jónsson er ger- kunnugur störfum sjómanna cg verkamanna. Hann hefur starfað í bæjarstjórn í rúm- lega áratug, og er þar sem annars staðar hollráður og góðviljaður. Hann er gam- all Hnífsdælingur og sam- einar vel þekkingu og skiln- ing á þörfum beggja sveitar- félaganna, sem nú samein- ast. Garðar S. Einarsson og Ás- geir Ásgeirsson hafa skemmri setu í bæjarstjórn, en þeir voru kjörnir í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Þeir hafa báðir getið sér þar gott orð og lagt sig fram um að kynna sér málefni bæjarins. Fimmta sætið á lista okk- ar skipar Guðmundur H. Ing- ólfsson, oddviti Eyrarhrepps. Það fer ekki á milli mála, að andstæðingarnir líta öfundar augum til okkar Sjálfstæðis- manna að hafa fengið Guð- Framboð meistarans Hér í blaðinu hefur nokkuð verið rætt um framboð skólameistara menntaskólans á ísafirði við bæjar- stjórnarkosningarnar. Hafa af þeim skrifum spunnizt nokkrar umræður í ræðu og riti. Vesturlandi þykir ástæðulaust að karpa frekar um þetta mál, sjónarmið- um blaðsins hafa verið gerð full skil og meginatriði þeirra standa óhögguð. Hins vegar er rétt að birta hér upphafsorð yfirlýsingar, sem skólameistarinn birti í blaðinu „Vestra“, 10. sept. sl., en það var fyrsta blaðið, sem út kom í kosningabaráttunni. Var yfir- lýsing þessi birt áður en nokkrar opinberar umræður höfðu hafizt um framboð skólameistarans og varð hann sjálfur fyrstur til að hefja þær umræður. Upp- hafsorð yfirlýsingar hans eru þessi: „Ég þykist vita, að sú ákvörðun mín, að taka sæti á framboðslista til bæjarstjórnar, þyki misráðin af sumum. Þetta er sjónarmið, sem mér ferst ekki að misvirða, þegar það er fram borið af góðum hug til þeirrar stofnunar, sem ég veiti forstöðu. Þeim, sem þann veg líta á málin, þykist ég skulda skýringu á þessari ákvörðun minni, sem var til skamms tíma víðsfjarri mínum huga.“ Svo mörg voru þau orð. mund til framboðs, enda eru þeir ósparir að senda hon- um hnútur. En hnútukast þeirra skaðar ekki Guðmund H. Ingólfsson. Það er álit manna, að Guð- mundur hafi reynzt dugandi oddviti, sem hefur lagt mjög að sér að setja sig inn í sveitarstjórnarmál og hefur hann fylgt málum hreppsins vel eftir, og nýtur álits og trausts hjá þeim, sem hann hefur átt skipti við. Guð- mundur er harðduglegur og kappsamur baráttumaður. Hann er eini Eyrhreppingur- inn, sem líkur eru á að nái kjöri í bæjarstjórn. En það er ekki nóg, að Eyr- hreppingar almennt standi að kosningu hans. Við ísfirðing- ar megum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Við verð- um að tryggja kosningu Eyr- hreppings í bæjarstjórn. Ég hvet fólk til þess að styðja D-listann í kosningunum á sunnu- daginn og tryggja þeim iista sigur. Sigur D- listans á að tryggja stjórnsemi og festu í bæjarfélaginu. Að lokum árna ég öll- um íbúum hins nýja ísafjarðarkaupstaðar heilla og blessunar og vona að bæjarfélag okk- ar megi vaxa og þrosk- ast, sem og allar byggð- ir Vestfjarða. Matthías Bjarnason. Kjörfundir á sunnudag Vesturland ræddi í gær við Marías Þ. Guðmundsson, for- mann yfirkjörstjórnar við bæjarstjórnarkosningarnar. Marías sagði að kjörfund- ur myndi hefjast á ísafirði kl. 10 f.h. og yrði kosið í þremur kjördeildum í gamla barnaskólahúsinu. Rétt er að vekja athygli á því, að kjós- endur í Skutulsfirði og í Arnardal eiga að kjósa á ísa- firði og eiga þeir að kjósa í 2. kjördeild. í Hnífsdal hefst kosning kl. 1 e.h. að venju, og þar er aðeins ein kjördeild. Á kjörskrá eru nú 1766 kjósendur í báðum sveitarfé- lögunum, þar af 1548 á ísa- firði og 218 í Hnífsdal. Marías sagði að talning at- kvæða hæfist strax og kjör- fundi væri lokið kl. 11 á sunnudagskvöldið og mætti búast við að talningu yrði lokið um eittleytið um nótt- ina. Neyðarástand Hún var dáfögur lýsingin, sem einn af frambjóð- endum Framsóknar, Eiríkur Sigurðsson, gaf á athafna- semi vinstriflokkanna í húsnæðismálum ísafjarðar á stjórnarferli þeirra. Hann sagði orðrétt á framboðs- fundinum á mánudagskvöldið um húsnæðisvandræðin hér í bæ og stöðnun í vexti bæjarins: „Þetta vandamál leysist ekki á meðan að ungt fólk þarf að hrökklast úr bænum vegna húsnæðisskorts. Útilokað er fyrir nokkurn mann að flytjast hingað vegna þess að hann fær hvergi íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína. Hér ríkir neyðarástand." Þannig er lýsing Framsóknarmanns á ástandinu og því stjórnleysi, sem ríkt hefur í þessum málum síð- ustu árin. Halda menn að þessir sömu menn breyti einhverju í húsnæðismálunum þó að þeir fengju að stjórna eitthvað áfram?

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.