Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 4

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 4
r 4 */ fflfiH® alésmftsxjm satieFssmsisxmma Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest fjarðakjördæmi. Blaðnefnd: Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, Sigurður Jónasson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal, Úlfar Ágústsson, Is. Ábyrgðarmaður: Finnur Th. Jónsson Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. Prentstofan ísrún hf., Isafirði. ____________—--------------------------—-------------— Viðtaorf íii foiksíióttans Á framboðsfundinum sl. mánudagskvöld mátti heyra lang- ar harmatölur sumra ræðumanna um fólksflóttann frá Vest- fjörðum og héðan úr bænum. Vinstrimenn hér á Vestfjörðum hafa löngum haft þessi mál á oddinum, og vissulega er það sárgrætilegt, hversu margir hverfa héðan að vestan til þéttbýlisins við Faxaflóa. Þessum fólksflótta valda ýmsar þjóðfélagslegar og persónu legar ástæður, sem of langt yrði að rekja hér. í tíð Viðreisnarstjórnarinnar voru mörkuð þáttaskil í þessum málum með hinni víðtæku Vestfjarðaáætlun í sam- göngumálum, sem var upphafið að straumhvörfum í lífi Vestfirðinga. Viðreisnarstjórnin vildi spyrna við fótum og hófst handa í samgöngumálunum og undirbjó frekari áætlanagerð í félags-, atvinnu-, og menningarmálum. Á þeim árum, sem Vestfjarðaáætiunin var að hefjast og boða ný viðhorf í byggðastefnumálum, mátti heyra sí- felldar úrtölur og harmagrát vinstrimanna, og þeir halda honum áfram. Þeir gæta þess ekki, að þessar úrtölur hafa haft mjög lamandi áhrif á það fólk, sem í eðli sínu vill halda kyrru fyrir á æskustöðvunum, en missir kjarkinn þegar málaðar eru jafn dökkar myndir af ástandinu og vinstrimenn hafa gert á undanförnum árum. Hér í bæ er sífellt talað um það að þessi eða hinn sé að flytja úr bænum. Stundum er verið að tala um að þessi eða hinn sé að flytja úr bænum í þrjú eða fjögur ár, og hvað gerist. Sá umtalaði flytur loks úr bænum. Á sama tíma heyrist aldrei á það minnzt, að eitthvað fólk hafi flutt í bæinn, meira að segja fólk úr þéttbýlinu á Faxaflóasvæðinu, og jafnvel ísfirðingar, sem flutzt höfðu á brott úr bænum suður, en komizt að þeirri niðurstöðu, að þar væri ekki endilega sú Paradís á jörðu, sem af væri látið, en að heima væri bezt. Á meðan bölsýnismenn og úrtölumenn ráða ferðinni, er ekki von á góðu. Réttara er að taka undir orð Högna Þórðarsonar á framboðsfundinum er hann ræddi þessi mál: „Við skulum gera okkur grein fyrir aðsteðjandi erfið- leikum en ekki mikla þá fyrir okkur að óþörfu, heldur snúast við vandanum eins og mönnum sæmir." „Þarna er verðugt verkefni fyrir unga fólkið. Vekið upp hreyfingu í bænum. Takið alltaf jákvæða afstöðu til mála bæjarfélagsins og dragið fram björtu hliðarnar. Það eru menn með þessu hugarfari sem skipa framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á sunnudaginn. Það eru slíkir menn, sem eru þess umkomnir, að taka að sér ábyrga og trausta forystu bæjarmálanna, og leiða bæjarfélagið fram til betri tíma, vaxtar og velsældar. Á kjördegi hafna kjósendur bölsýnis- og úrtölumönnum, en fylkja sér um D-listann, ^em vill vinna að jákvæðri lífs- viðhorfum og fegurra mannlífi „í faðmi fjalla blárra.“ Anægjuleg Sieimsókn til Isafjarðar Danska eftirlitsskipið Ingolf, skipherra Bonde-Petersen or- logskaptajn, kom í þriggja daga vináttuheimsókn til ísa- fjarðar sl. mánudag. Skipið kom hingað beint frá Angmagsalik í Grænlandi en hefur verið fjóra og hálf- an mánuð við eftirlitsstörf á Grænlandi. Á skipinu eru 17 liðsfor- ingjar úr danska sjóhernum og liðlega sjötíu sjóliðar, sem nú voru að ljúka eins árs herskyldu sinni. Ræðismaður Danmerkur hér á ísafirði, frú Ruth Tryggva- son, hafði mestan veg og vanda af móttöku hinna dönsku gesta. Á mánudags- morgun fylgdi hún skipherr- anum á fund Jóns Guðlaugs Magnússonar bæjarstjóra, og færði skipherrann bænum að gjöf fána skipsins. Um kvöldið hafði frú Ruth boð inni fyrir yfirmenn skips ins og ýmsa ísfirzka gesti; bæjarfógeta, bæjarstjóra og bæjarráð o.fl. Morguninn eftir bauð skip- skipherra bæjarfógeta, bæjar- stjóra og ræðismanni til hádegisverðar. Þann dag var efnt til skemmtiferðar inn í Skóg, að rafstöðinni og upp á Breiðadalsheiði fyrir skip- verja og einnig skoðuðu þeir Byggðasafnið. Þá um kvöldið hafði skip- herra boð inni um borð í her- skipinu, sem lá við festar á Prestabugt, og var þangað boðið mörgum gestum úr bænum. Síðdegis á miðvikudag kepptu dönsku sjóliðarnir í knattspyrnu við úrvalið ÍBÍ á vellinum á Torfnesi, og nú lágu Danir í því —- 8:0 í fjörugum leik. Á miðvikudagskvöld hafði ræðismaðurinn kaffiboð fyrir skipherra og aðra yfirmenn á Ingolf, en skipið fór héðan nokkru eftir miðnætti. Staksteinar EINS FLOKKS KERFI Kommúnistar verða stund- um broslegir þegar þeir þykj- ast vera að þvo af sér daun- inn, sem leggur af einræðis- stjórnarfari kommúnista, hvar sem þeir hafa komizt til valda. Þetta sannaðist á ein- um frambjóðanda kommún- ista á framboðsfundinum, sem þótti það voðalegt, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í bæjarstjóm ísa- fjarðar, því að þá væri „uppi eins flokks kerfi eins og í Sovétrík junum. ‘ ‘ TIL JÓNASAR Jónas Helgason saggi á framboðsfundinum, að Guð- mundur H. Ingólfsson hefði „starfað dyggilega að sveitar Bridgemót Vestfjarða var haldið á ísafirði um síðustu helgi. Var þar bæði sveita- keppni og tvímenningskeppni. Keppnisstjórar voru þeir Ein- ar Valur Kristjánsson og Tómas Jónsson. Forseti Bridgesambands Vestfjarða, Birgir Valdimarsson, setti mótið og bauð keppendur velkomna, en á mótinu kepptu átta sveitir frá Þing- eyri, Suðureyri, Bolungarvík og Isafirði. í sveitakeppni urðu úrslit þau, að Vestfjarðameistari varð sveit Gunnars Jóhanns- sonar, Þingeyri, með 1092 stig. Sveitina skipa auk Gunn- stjórnarmálum." Er það ekki aðalatriðið, Jónas? Ekki gekk rófan Það er broslegt að lesa blöð vinstriflokkanna um bréfaskriftir og stefnumót, sem fóru fram þeirra á milli í þeim tilgangi að koma sam an einum sameiginlegum fram boðslista. í þessum skrifum ganga klögumálin á víxl. —Það er þér að kenna, að ekki varð einn listi, nei, það er þér að kenna en ekki mér. Þetta eru innihaldslitlar umræður, sem minna á Ein- bein, Tvíbein, Þríbein og Fjór bein þegar þeir toguðu í róf- una og ekki gekk rófan. ars þeir Tómas Jónsson, Jón- as Ólafsson og Guðmundur Friðgeir Magnússon. Önnur varð sveit Páls Ás- kelssonar, ísafirði með 1063 stig og þriðja sveit Kristjáns B. Guðmundssonar, Suður- eyri, með 1036 stig. í tvímenningskeppni voru 23 pör og var keppt í tveim- ur riðlum. Úrslit urðu þau, að Vestfjarðameistarar urðu þeir Jónas Ólafsson og Guð- mundur Friðgeir Magnússon, í öðru sæti urðu Hermann Guðmundsson og Guðmundur Elíasson, Suðureyri, og þriðju í röðinni urðu Einar Árnason og Ólafur Oddsson, ísafirði. RÖDD MEISTARANS Mönnum kemur saman um að Sverrir Hestnes, efsti mað ur á lista Hannibalista, hafi tekizt vel að lesa ræðuna, sem hann fékk til flutnings á framboðsfundinum á mánu dagskvöldið. Ætlunin mun að gefa hana út undir höfundar- nafninu: „His Master's Voice“ ÍGIðiárúður Þegar líður að kosningum geysast fram á ritvöllinn karlar og konur með brenn- andi áhuga á málefnum bæjarfélagsins. Bent er á ýmis mál og framkvæmdir, sem nauðsynlegt er að leysa. Þetta er góðra gjalda vert. Hitt er öllu alvarlegra, að flest af þessu fólki kemur hvergi nærri þessum málum allt kjörtímabilið, hvorki í nefndum bæjarstjórnar eða í menningar- og líknarfélög- um, sem að framkvæmd mál- anna vinna. Næst þegar dregur að kosningum, og flokkurinn þarf á að halda, er gamla platan spiluð á ný með við- eigandi viðaukum. Lesið t.d. greinarnar og viðtölin með glansmyndunum í Isfirðingi og Vestra. Það er heldur betur gagn í þessu liði — eða hvað? Bátur til sölu M/b SVANUR ÍS-74, 10 lestir með 36 ha. Listervél er til sölu. Upplýsingar veitir Jónatan Arnórsson Sími 3209 — ísafirði. Þingeyringar sigorsæiir á Bridgemóti Vestfjarða

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.