Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 7

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 7
7 Engiii áælliiii nm nvja vatiisvirkjiin 1 tilefni af þeirri frétt, sem birtist í Sjónvarpinu 28. þm. og höfð var eftir Aage Steins syni um framkvæmdir við Langavatn og viðbótarvirkj- un í Mjólká, sneri blaðið sér til Hafsteins Davíðssonar, raf veitustjóra á Patreksfirði, og innti hann eftir því, hvernig gengi með fyrirhugaðar virkj unarframkvæmdir í Suður- Fossá á Rauðasandi. Fórust honum orð á þessa leið: — Áætlun okkar um Suður Fossárvirkjun er nú til um- sagnar hjá Orkustofnun og til samanburðar við áætlun sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa gert um 2.8 megawatta virkjun í Mjólká og nefnd hefur verið Mjólká II. ■— Ég er á förum til Þýzka- lands til þess að ræða við AEG-verksmiðjurnar og mun ræða við þá um vélakaup til Suður-Fossárvirkjunar og lán tökumöguleika í því sam- bandi. — Að Langavatnsfram- kvæmdum er að mínum dómi mjög fljótfærnislega af stað farið, enda mikið kapp lagt á að réttlæta þær í frétta- flutningi og víðar. Það hefði verið réttara að gera sér fulla grein fyrir framhaldinu áður en byrjað var á þess- um framkvæmdum, eins og við höfum hér margsinnis bent á og gert tillögur um, því hætta er á, að þessi dýra framkvæmd kalli á aðrar dýrar framkvæmdir, og að ekki fáist fullnýting út úr vatnsáfli Mjólkár-Dynjandis- svæðisins. — Langavatnsmiðlunin gef- ur enga aflaukningu fyrir kerfið og hver kílówattstund frá henni kostar á þriðju krónu, þegar kostnaður við vegagerðarframkvæmdir er meðtalinn. — Ég hefi ekkert heyrt um þessa 6.9 megawatta virkj- un, sem Aage minntist á í sjónvarpinu, og veit ekki til að nein ákvörðun hafi verið tekin ennþá um næstu virkj- un á Vestf jörðum. — En til eru margar gaml- ar hugmyndir um virkjanir þarna. Ég er dálítið hissa á því, að Aage skyldi ekki minn ast á virkjun Mjólkár II, sem á að vera 2.8 megawött og gefa kílówattstundina á 40 aura. Ef til vill hafa þeir komizt að raun um, að hún var ekki eins hagkvæm og af var látið og stæðist ekki sam anburð við Suður-Fossárvirkj un, og séu þess vegna að þreifa fyrir sér með aðrar hugmyndir. Það kemur von- andi í dagsljósið fljótlega. Barnaskólinn minnir foreldra á vikulegan símaviðtalstíma kenn- ara skólans. SHVIANÚMER kennarastofunnar er 3031. VIÐTALSTÍMI skólastjórans er sem hér segir: Á mánudögum, miðvikud. og föstud. kl. 10,00-10,30 Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13,15-14,00 Á laugardögum kl. 9,00-9,30. SÍMANÚMER skólastjórans er 3146. BARNASKÓLI ÍSAFJARÐAR Frá Menntaskólanum á Isafirði Skólinn verður settur laugardaginn 2. okt. kl. 15 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Aðstandendum nemenda og öðrum velunnurum skólans er hér með boðið að vera viðstaddir setningarathöfnina. Nemendur mæti í skóla föstudaginn 1. okt kl. 10 árdegis. SKÓLAMEISTARI. Frá Henningarráði Menningarráð Isafjarðar veitir sem undanfarið styrki til ýmissar félags- starfsemi hér í bæ. Umsóknir þurfa að berast til form. ráðs- ins, sr. Sig. Kristjánssonar eða bæjarstj. Jóns Guðl. Magnússonar fyrir 15. okt. nk. Frá Sjálísbjörg Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á ísafirði og í nágrenni, haldinn að Mjallar- götu 5, þann 5. júní 1971, skorar á bæjarstjórn ísa- fjarðar að beita sér fyrir því, að þegar í stað verði sett handrið á stiga og tröppur helztu opinberra bygginga hér í bæ. Enn fremur skorar fundur- inn á bæjarstjórnina, að fjölga bekkjum að miklum mun frá því sem nú er, eink- um í neðri bænum. Lausleg athugun hefur leitt í ljós, að nær því allar opin- berar byggingar hér í bæ hafa slíkan inngang, að ó- kleift reynist fötluðum eða öldruðum að komast þar inn hjálparlaust. Skulu nú taldar upp þær helztu þessu til sönnunar: Sjúkrahúsið, bæj- arskrifstofan, bókasafnið, byggðasafnið, barnaskólinn, Útvegsbanka íslands, aðal- samkomuhús ísfirðinga, AI- þýðuhúsið, hús Brunabótafé- lagsins, jafnvel kirkja tsfirð- inga o.fl. Öllum hlýtur að vera ljóst, hve óþolandi ástand þetta er viðkomandi aðilum, og vill fundurinn því enn fremur beina þeirri áskorun til bæj- arstjórnarinnar, að slíkt end- urtaki sig ekki varðandi væntanlegt skipulag bæjarins. Frá Tón- listarskólanum Tónlistarskóli ísafjarðar verður settur mánudaginn 4. október kl. 6 síðdegis, að Smiðjugötu 5. Þá hefst 24. starfsár skólans. Lítil íbúð óskast til leigu A.S.Í. Við útgáfu símaskrár 1971 féll niður símanúmer Alþýðusambands Vestfjarða, sem er 3190 Vinsamlegast skrifið númerið í skrána. Vélstjórl óskast 1. vélstjóra vantar á m.s. Fagranes. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Djúpbátsins. HF. DJÚPBÁTURINN Hafnarstræti 14, ísafirði — Sími: 3155. Nýja CANDY-uppþvottavélin DUGLEG OG ÓDÝR „VINNUKONA" C AND Y-þvottavélar IT T - frystikistur — norskar m/stálinnréttingu Fjórar stærðir HAGSTÆTT VERÐ GREIÐSLUSKILMÁLAR Viðgerða- og varahlutaþjónusta Raftækjaverkstæðið STRAUMUR Isafirði — Sími 3321 Aðalfnndur Aðalfundur Sandfells hf., ísafirði, verður haldinn í húsakynnum Vinnuveitendasambands Vestfjarða laugardaginn 9. október kl. 2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. S T J Ó R N I N . © PÓLLINN HF FRYSTIKISTUR 3 stærðir 250 - 300 - 400 L ótrúlega lágt verð Afborganir eða staðgreiðsluafsláttur Ábyrgð og viðgerðaþjónusta Sími 3792

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.