Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 6

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 6
6 Ólafur Kristjánsson, Bolungarvík: „Til þess eru vftin að varast þau" Eitt af síðustu orðum Jóns skólameistara Hannibalssonar í flokkakynningu 12. júní s.l. „Til þess eru vítin að varast þau“, vöktu óskipta athygli áheyrenda. Hér hefur gott og gamalt orðatiltæki snúist í höndum meistarans og orðið þeim, sem forðast vilja vinstri villu, vegvísir að nýrri Við- reisn. Stuðningsmenn F-listans halda því nú mjög á lofti, að vilji menn vekja upp annan vinstri draug eða blása lífi í efnahagsiegt hrun vinstri stjórnar verði að kjósa F- listann. Með því sé bezt tryggt, að ný vinstri stjórn rísi úr braki og brostnum vonurri ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Bent er á, og því lofað, að sú hin nýja stjórn verði víðsýnni, betri traustari og ábyrgðarmeiri en hin gamla. Ekki veitir nú af að taka slikt fram. Byggja skal upp að nýju með sömu höndum, -— sama efnivið, — sömu meisturum, — sem sé, sama hrákasmíðin og áður. En hvað réttlætir kröfuna hjá þessum mönnum um nýja vinstri stjórn? Batnandi sam- búð Framsóknar og Alþýðu- bandalags? Innreið Björns Jónssonar í Alþýðuflokkinn? Brotthlaup gömlu kempunnar í Selárdal? Eða er það við- skilnaður Karvels við Magnús Torfa, sem nú einna helzt minnir á brotna myndastyttu sem límd hefur verið saman. Ekki traustvekjandi né eigu- legur gripur það. Er ekki hætta á, að bresti í brotum við fyrstu átök. Nei, sann- leikurinn er sá, að ríkjandi er meiri óánægja og almenn þreyta í röðum almennings nú eftir aðeins þriggja ára vinstri stjórn, en var eftir 12 ára samfelda Viðreisnarstjórn. F-listamenn slá mjög á þá strengi, að á þeirra fram- boðslista séu eingöngu heima- menn. Þetta er aðalkosninga- vopnið, svo ekki er nú risið hátt. Jú, svo hafa þeir á síð- ustu stundu fundið það upp, að allt tal um vinstri sundr- ung cg glundroða sé mark- laust hja-1 eitt. „Sjáið, það eru aðeins 5 flokkar í framboði“ — og sagt er með miklum feginleik; „alveg eins og síð- ast“. Það er hægt að setja upp svört blekkingargleraugu, en að ætlast til að aðrir geri slíkt hið sama, er einum um of. Vissulega skal ég játa, að við Vestfirðingar eigum marga mæta og ágæta menn í röðum allra stjómmála- flokka, sem hæfir er til setu i sölum Alþingis. Menn, sem starfað hafa og alizt upp með sínum umbjóðendum, byggt upp athafnalíf í hinum ein- stöku og dreifðu byggðum Vestfjarða eiga vissulega rétt á að þeirra rödd hljómi kröftuglega í ræðustól Al- þingis. Ég er hér ekki að óska eftir aukinni hreppapólitík. Ekki heldur að óska þess að þingmenn þjóni aðeins hluta síns kjördæmis, heldur óska ég þess, að þingmenn þjóni öllu sinu kjördæmi og sýni um leið þá víðsýni í þjóðmál- um, að þeir séu þingmenn allrar þjóðarinnar. Lítil þjóð þarf sameinuð að standa. Spurningin er því ekki um það hvort við eigum að kjósa heimamenn — hversu svo nú ágætir sem þeir kunna að vera — heldur er spurningin þessi: VILJA MENN NÝJA VINSTRI STJÓRN? Andstæðingar nýrrar vinstri stjórnar hljóta því að gera orð Jóns skólameistara Hanni- balssonar „Til þess eru vítin að varast þau“,að sínum orð- í MAl kom til landsins Fokk- er Friendship skrúfuþota sem Flugfélag íslands hefir fest kaup á og sem hefur nú bætst í innanlandsflugflotann. Kaup- in voru gerð með milligöngu norsks fjárfestingarfyrirtækis og með ábyrgð Plugleiða hf. Flugvélin er af sömu gerð og tvær fyrri Friendship skrúfuþotur félagsins, „Blik- faxi” og „Snarfaxi” að öðru leyti en því, að á þessari ný- fengnu flugvél eru stórar vörudyr, sem auðvelda vöru- flutninga og gera reyndar mögulegt að flytja stór Úrslita frá Vestfjarðakjör- dæmi verður beðið með eftir- væntingu. Allir sannir and- stæðingar glundroða nýrrar vinstri stjórnar eiga því að- eins um eitt að velja. Kjósa Sjálfstæðisflokkinn við kosn- ingarnar hinn 30. júní n.k. stykki. Þessi Friendship skrúfuþota, sem keypt var af fyrirtæki í Þýzkalandi ber einkennisstafina TF-FIP. Kaupverð var um 55 milljónir króna. Henni var flogið frá Dusseldorf með viðkomu í Glasgow. Flugstjóri var Ól- afur Indriðason, flugmaður PáM Stefánsson og vélamaður Henning Finnbogason. Þessi nýja skrúfuþota er sú fimmta í innanlandsflug- flota Flugfélags íslands. Á komandi hausti mun flug- véMn verða máluð í litum félagsins. Tllkynning um aðstöðugjald í Vestfjarðaumdæmi. Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt um álagningu aðstöðugjalds í Vestfjarðaumdæmi 1974, skv. 5. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga: ísafjarðarkaupstaður — Gufudalshreppur — Flat- eyjarhreppur — Barðastrandarhreppur — Rauða- sandshreppur — Patrekshreppur — Tálknafjarðar- hreppur — Suðurfjarðahreppur — Auðkúluhreppur Þingeyrarhreppur — Mýrahreppur — Flateyrar- hreppur — Suðureyrarhreppur — Hólshreppur Súðavíkurhreppur — Nauteyrarhreppur — Snæ- fjallahreppur — Árneshreppur — Kaldrananes- hreppur — Hrófbergshreppur — Hólmavíkurhrepp- ur — Fellshreppur og Bæjarhreppur. Gjaldstigar liggja frammi á skrifstofu minni og hjá viðkomandi sveitarstjórn. Skv. greindum lögum þurfa þeir, sem hafa atvinnu- rekstur í nefndum sveitarfélögum, en heimilisfesti annars staðar að skila sérstöku framtali til að- stöðugjalds. Þeir, sem reka margþætta starfsemi þurfa að senda greinargerð um hvað af útgjöld- unum tilheyri einstökum gjaldaflokkum. Áðurnefnd gögn þurfa að berast sem fyrst, ella má búast við, að áætlun verði beitt á aðstöðu- gjaldið eða skiptingu í gjaldflokka. ísafirði, 29. apríl 1974, Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. SÍMASKRÁIN er komin. Afhent á skrifstofunni kl. 13—16. PÓSTUR og SÍMI, ísafirði fsafjarðarkaupstaður Skrifstciustúlka óskast Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir að ráða skrif- stofustúlku til afleysinga í sumar. Nánari upplýs- ingar veitir bæjarritari, sími 3722. BÆJARSJÓÐUR ÍSAFJARÐAR. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 30. maí 1974 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundr- aði — í arð til hluthafa fyrir árið 1973. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Afgreiðslan ísafirði. Gólfapússning Steypi og vélpússa gólf og plön. SÆMUNDUR JÓHANNSSON múrarameistari Flateyri — Sími 7704 Ólafur Kristjánsson. Ný skrúfnþotn F.I. X D Aldrei framar vinstri stjórn X D

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.