Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 12

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 12
12 Framhald af 5. síðu. „Fundur sjómanna, hald- inn í barnaskólanum 2/4 1945 ályktar að stofna félagsskap er hafi það verkefni að sjá um hátíða- höld á sjómannadaginn og hafi með höndum eignir hans og fjármuni”. Skiifuðu sdðan 37 viðstadd- ir fundanmenn undir yfirlýs- ingu um félagsstofnun, þar sem svo segir m.a.: að þeir skuldbindi sig tii að „ynna af hendi þau störf í þágu sjómannadagsins, er félagið ákveður”. Félagið nefnist Sjómanna- dagurinn í Bolungarvik og var fyrsta stjórn þess sklpuð þessum mönnum: Bemódus Halldórsson, for- maður, Guðmundur Ág. Jak- obsson, ritari, Jón Kr. Blías- son, gjaldkeri. Hefur félagið síðan séð um hátíðahöld Sjómannadagsins, en núverandi stjóm skipa: Geir Guðmundsson, formaður, Sigurjón Sveinbjörnsson, rit- ari, Jón Kr. Elíasson, gjald- keri. Frá fyrstu tíð hafa eftir- taldir menn verið formenn Sjómannad.: Gísli Hjaltasan (1939), Jónas Halldórsson (1940-41), Kristján Þ. Krist- jánsson (1942-44), Bernódus Halldórsson (1945). Hálfdán Einarsson (1946-48), Kriist- ján G. Jensson (1949-50), Kristján Fr. Kristjánsson (1951), Geir Guðmundsson (1952 og síðan). Árið 1948 er fyrst ræfrt um það á fundi Sjómannadags- ins, að hann gerðist þátttak- andi í byggingu Félagsheim- is Bolungarvíkur, og var á þeiim fundi samþykkt að leggja fram kr. 8000,00 í byggingarsjóð félagsheimilis- ins, gegn því að Sjómanna- dagurinn fengi til afnota sjómannastofu í vamtanlegri félagsheimilis-byggingu. Var gengið að þessu af háifu byggingarnefndarinnar og sama ár hlaut Sjómannadag- urinn fulltrúa í stjórn Fél-. agsheimilisins, Hálfdán Einarsson, skip- stjóri, hefur lengst af verið íulltrúi Sjómannadagsins í stjórn Félagsheimilisins. Þegar byggingu Félags- heimilisins var lokið, tók SjómEuinadagurinn við sjó- mannastofunni og hefur rekið hana. Er sjómannastofan opin alla vetrarmánuðina og mikið notuð af sjómönnum í land- legum. Þar geta þeir setið við spil og taifl, lesið og gert sér annað til dægrastyttingar. Sjómannastofan er hin vist- legasta, ibúin ágætum hús- gögnum. Eru flestar bækum- ar gjöf frá Eyjólfi Guðm. Aðr- ir hafa einnig gefið þangað bækur. Málverk eftir Guð- mimd Einarsson frá Miðdal prýðir þar einn vegginn, en það er gjöf frá íshúsfélagi Bolungarvíkur h/f. Af öðrum gjöfum, sem sjómannastof- unni hafa borist, má nefna Fiskimanninn, styttu eftir Guðmund frá Miðdal, er Listamaðurinn sendi sjó- mannastofunni að gjöf, eftir að hafa komið þangað. Nokkur félög og einstakl- ingar hafa styrkt sjómanna- stofuna á liðnum árum með peningagjöfum. Fyrir nokkrum árum barst sjómannastofunni peninga- gjöf frá, þeim systrum Guð- rúnu og Sigurborgu Krist- jánsdætrum til minningar um foreldra þeirra og systur. Kriistján Þoriáksson frá Múla faðir þeirra var happa- sæh formaður, hér í Bol- ungarvík um margra ára skeið. Eignarhluti Sjómannadags- ins í Félagsheimili Bolungar- víkur er nú kr. 96.500,00. Sjómannadagurinn hefur ávallt verið mikill hátíðis- dagur í Bolungarvík, sem allir, jafnt ungir sem gamlir, hafa tekið þátt í. Hafa hátíða- höldin alltaf farið fram með mikiiili prýði og verið að- standendum þeirra til sóma. Sjómannadagsnefndirnar hafa alitaf unnið kappsam- lega að undirbúnángi hátíða- haldanna, og eru þeir að sjálfsögðu orðnir æði margir sem lagt hafa hönd á plóginn frá byrjun. Af eldri sjómönmun, sem unnið hafa óeigingjamt starf fyrir Sjómannadaginn, allt frá stofnun hans, má nefna Gísla Hjaltason, sem var for- maður fyrstu sjómannadags- nefndarinnar og lengi í stjórn Sjómiannadagsins, Kristján Þ. Kristjánsson, sem var annar hvatamaðurinn að stofnun Sjómannadagsins, Magnús Kristjánsson, er lengi hefur átt sæti í stjórn Sjómannadagsins og oft í sjómannadagsnefnd. Hann hefur einnig lengts verið fánaberi dagsins, Jón Kr. Elíasson, er lengi hefur verið í stjórn Sjómannadagsins og í sjómannadagsnefndum, Valdimar Ólafsson, er verið hefur mörg ár í stjórn og oft í sjómannadagsnefndum, Finnboga Bernódusson, mik- inn stuðningsmann Sjómanna- dagsins. Hann setti fyrstu skemimtun dagsins 1939 með ræðu og hefur síðan komið fram með skemmtiatriði, ræð. ur og frásagnir á flestum skemmtunum Sjómannadags- ins. Hann hefur og verið oft í stjórn Sjómannadagsins, Jón Guðnason, er starfað hef- ur við Sjómannadaginn frá upphafi, Jakob Þorláksson, er oft hefur átt sæti í sjó- mannadagsnefndum. Margir hinna eldri sjó- manna cg forvágismanna Sjó- mannadagsins eru fallnir í valinn. Einn þeirra er Óskar Halldórsson, er var annar hvatamaður að stofnun Sjó- mannadagsins. Óskar lifði aðeins 2 sjómannadegi. Hinn 30. janúar 1941 fórst hann með m/b Baldri frá Bol- ungarvík. Varð þar mikil mannskaði og stórt skarð höggvið í hóp bolviskra sjó- manna. Á bátnum voru auk Óskars. Guðmundur Péturs- son, skipstjóri, Ólafur Pét- urssan, vélstjóri (bróðir Guð- mundar og mágur Óskars) og Runólfur Hjálmarsson (mágur Ólafs). Allt voru þetta ungir menin, afburða sjómenn og aflamenn. Ári síðar lést Bjarni H. Jónsson, mikill efnismaður, en hann hafði verið ritari sjómannadagsnefndar frá upphafi til dauðadags. Bera bækur Sjómannadagsins frá þeim tíma fagurt vitni fram- úrskarandi handbragði hans cg vandvirkni, svo að til mikillar fyrirmyndar er. Skráði hann mjög nákvæm- lega allt er fram fór á Sjó- mannadaginn, af stakri prýði og vandvirkni. Geta má þess, að aðstand- endur þeirra, er fórust með m/b Baldri, reistu þeim fall- egan minnisvarða í kirkju- garðinum hér, og var hann afhjúpaður á Sjómannadag- inn 1942. Á hverjum Sjómannadegi er lagður blómsveigur að minnisvarðanum, ti'l minning- ar um þá bolvíska sjómenn er látist hafa. Hér hefur verið rakinn í stórum dráttum saga Sjó- mannadagsins í Bolungarvík, og nokkrir menn nafngreindir, sögu. Að sjálfsögðu eru þó flestir ótaldir, sem átt hafa þátrt í þvi, að gera Sjómanna- daginn í Bolungarvík að ein- um vinisælasta hátíðisdegi ársins, — þvi að raunar hafa allir bclvískir sjómenn, fyrr og síðar hjálpast að tii að gera þennan dag að hátíðis- degi. Hrönn hf. ísnfirði Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn Reiknistofa Vestf jnrða ísofirði Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn u Vélsmiðja Bolungavíkur hf. Hafnargötu 57—59 Bolungarvík Símar 7370 og 7380 Sendum sjómönnum og útvegsmönnum kveðjur og árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra Þökkum gott samstarf og ánægjuleg viðskipti Mólningarþjónuston hf. Bolungnrvík Sendir sjómönnum hátíðar- kveðjur á sjómannadaginn

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.