Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Page 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Page 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(2)/2009 35 SigUrborg k. kriStJÁnSdóttir, rÚnar SigÞórSSon en ekki fáeinum vel völdum dæmum“ (Silverman, 2005, bls. 211). Engin ein rétt leið er til að uppfylla þessi skilyrði, segir Silverman, en hann lýsir nokkrum leiðum sem allar lúta að vandvirkni, ítarlegri úrvinnslu og heiðarleika gagnvart misvísandi upp- lýsingum í gögnunum. Siðferðileg ábyrgð rannsakanda í starfendarannsóknum er mikil og ef til vill meiri en í öðrum rannsóknum, enda eru rannsakendur flæktir í sjálfa rannsóknina og eiga iðulega hagsmuna að gæta. Svo var einnig í þessari rannsókn, þar sem annar grein- arhöfunda var að rannsaka áhrif íhlutunar sem hann hafði lagt til, veitti ráðgjöf og lagði mat á árangurinn. Í ljósi þess var leitast við að tryggja réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar með margprófun þar sem margvíslegum gögnum var safnað við mismunandi aðstæður (Hitchcock og Hughes, 2001). McNiff og félagar (2003) setja fram nokkur viðmið sem gagnlegt er að hafa í huga þegar réttmæti starfendarannsókna er metið. Í samræmi við þau viðmið var þess gætt í þessari rannsókn að tilgangur hennar væri skýr og gerður ljós öllum sem hlut áttu að máli. Rannsóknaráætlunin var einnig sveigjanleg og reglulega staldrað við til þess að endurmeta rannsóknarferlið og bæta inn nauðsynlegum þáttum. Sem dæmi um slík hliðarskref má nefna að fræðsla um notkun PMT-verkfæranna var endurtekin fyrir nýja kennara í upphafi síðara skólaársins sem rannsóknin tók til. Einnig var lögð meiri áhersla á að ræða reglurnar við börnin en upphaflega var gert ráð fyrir svo að þau hefðu eitthvað um þær að segja ekki síður en kennararnir. Einnig var ákveðið að búa til myndrænar kennsluleiðbeiningar til að styðja við innleiðingu og kennslu reglnanna þegar í ljós kom að þessir þættir gengu ekki sem skyldi. Ákvarðanir for- ystumanna voru að jafnaði teknar til umræðu og þær samþykktar eða þeim hafnað á deildar- eða starfsmannafundum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru gerðar aðgengi- legar með meistaraprófsritgerð annars greinarhöfunda og ritun þessarar greinar er áframhaldandi viðleitni í þá átt. niðurstöður Í þessum kafla er gerð grein fyrir niðurstöðum um það mark sem innleiðing PMT- verkfæranna setti á skilyrði skólaþróunar og þætti í skólamenningu leikskólans, eink- um starfsþróun, starfsþroska, viðhorf og samskipti þátttakenda. Einnig er dregið fram hvernig niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi félagastuðnings, ráðgjafar og eftir- fylgni sem leiða til þess að vinna með og styrkja þessa þætti. Starfsþroski, starfsþróun og viðhorf þátttakenda Það var samdóma álit viðmælenda að þeir hefðu lært mikið af þátttöku í verkefninu. Verkefnið hefði verið eins og vítamínsprauta fyrir starfið því að þeir væru búnir að til- einka sér margt sem horfði til bóta í starfsaðferðum. Kennararnir töldu sig vera með- vitaðri um framkomu sína við börnin og töldu sig einnig vera betri kennara en áður. Fram kom hjá mörgum viðmælendum að þeir vildu að verkefnið hefði staðið í lengri tíma því að það tæki tíma að tileinka sér nýjar starfsaðferðir samhliða því að þurfa að

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.