Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 20
] 8
BÚNAÐARRIT
Ekki er þó víst að ínismunur þessi sé að öllu leyti
raunverulegur. Hann getur stafað af því, að því er
snertir hitaeiningafjöldann yfirleitt, að: J) hag-
skýrslur eru ófullkomnar um þær afurðir, sem á
markað berast; 2) að misjafnlega mikið fari í súg-
inn af afurðum hjá smásölum og neytenduin; og
3) að of lítt. gæti í skýrslum þeirra afurða, sem fara
til heimilisþarfa framleiðandans. Þess vegna er hugs-
anlegl að raunverulegur mismunur þeirra hitaein-
inga, sem neytt er, sé ekki meiri cn helmingur þess^
sem taflan hér að framan sýnir.
Mynd sú, er skýrslur sýna af fæðutegundunum, er
sennilega nær veruleikanum i þeim löndum, sem
standa á háu sligi, heldur en í hinum, enda þólt í
heildartölu hitaeininganna sé innifalinn að likindum
stór hundraðshluti af ]>vi, sem fer til spillis. Á hinn
bóginn fellur mikið til af villifæðu hjá sveitafólki
i Mið-Afríku og i öðrum hreinum sveitahéruðum,
þar á meðal fiskur, kjöt, ýmis konar grænmeti og
hnetur, auk ýmissa annarra matvæla, sem eru lílt
eða ekki ræktuð af búendum sjálfum, en eru þó auð-
ug að steinefnum, eggjahvítu og fjörefnum. Því er
hugsanlegt að mataræði manna í mörgum löndum sé
mun betur farið að „hollri" fæðu heldur cn World
Food Surveij sýnir.
En þó að tölur þær, sem nú þekkjast, séu e. t. v.
ófullkomnar að þessu leyti, og það er fyllilega viður-
kennt af hagfræðingum og manneldisfræðingum, þá
sýna samt tölurnar í 2. töflu mikinn og athyglis-
verðan mun á fæði fólks í þeim löndum, scm þar eru
talin. Og jafnvel þótt þessi munur reyndist ekki
nema helmingur þess, sem þar cr gert ráð fyrir, þá
er hann samt mjög alvarlegur, einkum ef gætt er að
þvi, að ]>etta er ,,meðalneyzla“, sem leynir hinum
mikla fjölda fólks, sem fær miklu rýrara fæði.
Þessar tölur sýna nauðsyn þess að sinna meir og af