Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 388
386
B Ú N A Ð A K R 1 T
sveit eða annað. Það kemur fyrir að skráð fólk kann-
ast ekki við framboð sitt, þegar á það er vísað, og
við sumt er ekki kannast þar, sem það telur heimili
sitt. Sumt, einkum ungar stúlkur, binda sig við til-
tekið hérað eða sveit, og takist ekki að verða við
óskum þess, þá er það afskráð og einnig hitt, sem
einhverjir aðrir annmarkar eru á að ráða, t. d. kon-
ur með 2—3 börn og ýmsar ástæður aðrar geta legið
til afskráningar. í aftasta dálki er sýnt í hlutfalls-
tölum hvernig' hefur raknað úr framboðunum. »
Svo sem kunnugt er voru gerðar sérstakar ráð-
stafanir til að fá hingað þýzkt verkafólk til sveita-
vinnu sumarið 1949, en ráðningastofan hafði þá ekk-
ert með það fólk að gera. Skyldi það vera skuld-
bundið til ársvistar i sveit í 2 ár, cn skipta mátti
það um vist eftir árið, ef það var þá ekki farið úr
landi áður, og töluverð brögð voru að því. Nokkuð
af því fólki, sem slcipta vildi um ársvist leitaði til
ráðningaskrifstofunnar 1950, eftir tilvísun Búnaðar-
félags Islands og var leitast. við að greiða fyrir því,
en það reyndist erfitt og varð árangurslítið, enda
íannst það á, að Þjóðverjarnir, jalnt konur sem
karlar, töldu sig hafa hér óskoruð réttindi til hvers
konar atvinnuleitar, er þeir helzt óslcuðu sér, og þeim
sýndist vænlegast til góðra atvinnutekna, og varð
sjaldnast mikið úr efndum, þótt ársvist væri í boði
og henni væri tekið í orði ltveðnu. Verður eigi rætt
frekar um hið þýzka fólk hér, enda verður það að
líkindum gert af öðrum og á öðrum vettvangi.
Mjög var það áberandi, einkum síðara árið, hversu
mörg sveitahcimili voru gersamlega forstöðulaus inn-
anhúss, og þess eru dæmi, að bændur yrðu að bregða
búi vegna þeirra vandræða. Nokkra úrlausn gat þó
ráðningastofan veilt í þessu efni, eða bændurnir
sjálfir fengu leyst úr vandræðum sínum, minnsta
kosti um stundarsakir.