Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 375
BÚNAÐARRIT
373
ræktun reiðhesta, en taldi þá starfsemi ekki tíma-
bæra meðan hann starfaði. Theódór heitinn var afar
glöggur búfjárdómari, og honum tókst á skömmum
tima að stórbæta byggingu hestanna og skapa smekk
og skoðanir um byggingu þeirra, sem hafa fest djúpar
rælur hjá landsmönnum, enda bjó maðurinn yfir
miklum persónuleika, áliti og tiltrú. Þótt hann mót-
aði heslinn mikið með vali kynbótagripa, þá er gagn-
semi al' starfsemi hans ekki síður í því fólgin, hversu
hann mótaði hestamenn og hestadómendur, skoðanir
þeirra og viðhorf, víða um landið. Hinn þátturinn i
slarfi hans, stefnan um að rækta hestinn án aðgrein-
ingar á vinnuhestum og reiðhestum, cr málefni, sem
um hefur verið deilt og mun verða umdeilt lengi
enn þá, og reynslan ein mun geta skorið úr, hvort
hann eða aðrir hafa þar haft rétt fyrir sér. Vegna
mótunar á skoðunum mínum og viðhorfum til þess-
ara mála i háskóla, hef ég beitt mér fyrir sérræktun
reiðhestanna og komið upp félagslegu skipulagi, sem
ætlað er það vcrkefni. Eftir 11 ára ráðunautsstarf og
vegna breyttra almennra viðhorfa til hestanna og
hestaræktarinnar hefur afstaða mín lil þessara mála
breytzt nokkuð, og hef ég á síðari áriun með aulcnum
áhuga kynnt mér skoðanir og viðhorf Theódórs heit-
ins, sem er tvímælalaust mesti vitmaður, sein enn
hefur starfað í þágu búfjárræktarinnar hér á landi,
enda hef ég aklrei haft neina löngun til að afsanna
rétlmæti kenninga hans eða gerast andsta'ðingur hans
á sviði hestaræktarinnar. Hann lagði svo merkilegan
brautryðjendagrundvöll að íslenzkri hestarækt, að
seint mun yfir firnast.
Samkvæmt stefnu Búnaðarfélagsins í hrossarækt,
sem ég hlaut að móta eftir að ég tók þar við starl'i
árið 1940, hef ég frá árinu 1941 unnið að því, að
hestamannafélögin beittu sér fyrir kynbótum reið-
hesta. Á Þingvallasamkomu hestamanna árið 1941