Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 114
112
B Ú N A Ð A R R I 'i '
fóstri, því fyrir og eftir fósturlátið er oft mikil útferð
frá kúnum, og er sniithætta þá mjög mikil bæði fyrir
fjósafólk og fólk, sem annast mjaltir. Þá eru og mjög
oft sýklar í mjólk úr kúm, sem hafa kálfalátssótt, og
sinilhætta því noklcur frá slíkri mjólk sé hún ógeril-
sneidd. Þar sem sjúkdómur þessi er algengur, er áber-
andi hve miklu fleira fólk sýkist í sveitum, heldur en
í bæjum, og lang oftast er það fjósafólk, sem sýkist.
Hér á landi er ekki vitað til þess, að kálfalátssótt hafi
fundizt. Blóðrannsóknir hafa verið gerðar af Birni
Sigurðssyni lækni, á nokkur hundruð nautgripum og
gáfu þær algerlega neikvæðan árangur. Lambalát er
algengt hér á landi, svo sem lcunnugt er. Orsakir þess
eru margar, meðal annars ýmsir sýldar, en kálfaláts-
sýkillinn hefur ekki verið staðfestur sein orsök fóstur-
láts í sauðfé hér á landi, þótt fundizt hafi sýklar, sem
virðast mjög áþekkir honum.
Berklar. (Tuberculosis). Þar sem nautgripaberklar
eru algengir, á það sér einlægt stað, að fólk smitist af
herklaveikum nautgripum. Virðist ekkert benda til
þess, að nautgripaberklar (typ. bovin.) séu minna
saknæmir fyrir menn en mannaberklar (typ. human).
Oflast verða þeir fyrir smitun, sem hirða dýrin eða
mjólka. Berst smitið oflast með saur, útferð úr legi
eða frá vitunum, þegar hrjóstveikir gripir hósta. Smit
getur einnig borizt með mjólkinni, því stundum ber
það við, að berklarnir setjast að í júgrinu, og er
mjólkin þá meir og minna sóttmenguð berklasýklum.
Það er athyglisvert, að mjóllc úr berklaveikum júgrurn
virðist oft á vissu stigi að minnsta kosti sérlega kosta-
rík, er gulleit, þykk og virðist fitumikil. Því hel'ur
það ekki ósjaldan borið við, að slík mjólk hefur sér-
staklega verið ætluð börnum, meðan ekki var vitað
um, að kýrnar væru sjúkar. Afleiðingarnar hafa
stundum orðið hinar hörmulegustu, því börnin hafa
tekið berklaveiki og oft dáið. Þeir sein vinna við slátr-