Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 75
BÚNAÐARRIT
(57
ekki má segja það um með fullum rétti. Mýrarækt
þjóðarinnar er á frumstigi enn, og vakna þar margar
sipurningar, sem framtíð og reynsla eru einar færar
um að svara, svo viðunandi megi telja.
Siðan 1945 hafa skurðgröfur alltaf unnið hér í
héraðinu, — nokkuð mismargar, — en alltaf nokkr-
ar, — þó aðalátökin hafi verið gerð síðan 1949. Alls
er búið að grafa 297438 lengdarmetra, sem gera
1022215 m3, og er þá þó ólalið, sem grafið liefur
verið á vegum nýbýlastjórnar ríkisins á Skinnastöðum
og Auðkúlu sumarið 1952. Hversu mikið af þessu
verður að fullum notum lil lúnræktar, munu engar
getur að leiddar hér. Allinargir skurðir hafa verið
gerðir með það eitt fyrir augum að þurrka engjar.
Er og víst, að lil er það, að slíkir skurðir skila meiri
arði en nokkur túnrækt mundi gera. Þá hafa og all-
margir skurðir verið gerðir, með það eitt fyrir aug-
um, að þurrlca heitilönd, og þó einkum til að verja
slik lönd vatnságangi á vetrum, m. ö. o. til bóta á
beitilendum. En aðalverkið hefur þó stefnt að tún-
rækt, og eru þegar allviðar og fagrar lcndur, sem eiga
tilveru sína sem ræktarlendur eingöngu gröfunum
að þakka. Er þar þó minnst séð enn.
Nú standa vonir til, að fyrslu umferð grafanna ljúlti
á næsta sumri, og mun önnur hefjast þá þegar. En
sú umferð mun með talsvert öðrum svip en hin
fyrri, enda hefur reynsla svarað ýmsu, sem óráðið
var um svör við, þegar þær hófu hér göngu sína.
Þótt svo sé, að um ýmislegt af þvi, sem unnið hefur
verið á þessu sviði, séu enn óráðin fullnaðarsvör, er
mjög á liitt að líta, að margt af því, sem þar hefur
vcrið af höndum innt, eru annir brautryðjenda. Um
störf þeirra fellir framtíð og reynsla alltaf sína dóma.
En gott cr þó að vera minnugur þess, að af þeim
forsendum, sem þeir dómar eru reistir á, má líka
læra.