Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 371
BÚNAÐARRIT
3(53
legast verður nettó hagnaðurinn mestur af því fé,
sem bezt er fóðrað, svo framarlega sem það hefur
verið ræktað með tilliti til þess að geta gefið afurðir.
Ég vil vara fjáreigendur í Gullbringusýslu við því
að snúa sér að gamla búskaparlaginu aftur, meðal ann-
ars af því, að þetta nýfengna fé mun vera miklu
þurftarmeira en gamli stofninn var, sem var orðinn
mjög harðgerður vegna náttúru úrvals öldum saman.
Mun nýi stofninn því alls ekki þola jafnharða með-
ferð eins og gamli stofninn þoldi, hvað þá heldur geta
skilað arði með þeirri fóðrun, sem gamli stofninn átti
við að búa hjá flestum.
Árnessýsla.
Þátttaka i sýningum var framúrskarandi góð.
Sýndir voru því nær allir ln-útar, sem til náðist, en í
nokkrum sveitum á milli Þjórsár og Hvítár voru
nokkuð margir hrútar óheimtir, er sýningarnar voru
haldnar. Alls voru sýndir í sýslunni 1043 hrútar, allir
veturgamlir. Þeir vógu að meðaltali 78,2 kg og skiptust
þannig í verðlaunaflokka: Fyrstu verðlaun hlutu 250
hrútar eða 24,0%, er vógu 84,0 kg, önnur verðlaun
hlutu 358 hrútar eða 34.4%, sem vógu 70.4 kg, þriðju
verðlaun hlutu 249 hrútar eða 23,8%, er vógu 75,6 kg,
og enginn verðlaun 186 hrútar eða 17,8%, er vógu
71.7 kg að meðaltali, sjá töflu 1. Tafla I sýnir þunga,
mál, ætterni eða uppruna og eigendur allra fyrstu
verðlauna hrúta í sýslunni.
Á svæðinu vestan Ölfusár og Sogs er allur fjár-
stofninn úr Vestur-ísafjarðarsýslu og Norður-ísa-
fjarðarsýslu sunnan Djúps. í Gríinsnesi, Laugardal
og Biskupstungum, nema í Bræðratungusókn, er
stofninn úr Suður-Þingeyjarsýslu vestan Sltjálfanda-
fljóts og Eyjafjarðarsýslu, ættaður af Vestfjörðum.
I Bræðratungusókn og á öllu svæðinu milli Þjórsár