Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 92
84
B Ú N A Ð A R R I T
talsvert nýttar sem venjulegar dráttarvélar og geta
því á vissan hátt heyrt til þeirra.
Eins og áður er bent til, er ekki nema hálfsögð
saga að tilgreina fjölda og tegundir aflvéla, þó hvoru
tveggja væru gerð fyllri skil en hér hefur verið gert.
Sú orka, sem þar er fyrir hendi, verður ekki metin
sem skyldi, nema fyrir hendi séu heimildir um þau
hjál'pargögn, sem aflvélunum fylgja. Þó þær séu ekki
fyrir hendi svo sem skyldi, mun óhætt að fullyrða,
að þar vanti mjög á viðunandi lausn. Sorglega margir,
sem dráttarvélar hafa eignazt, eru mjög fátækir af
hjálpargögnum, — jafnvel mun til, að ekkert sé til
af slíku. Sézt hefur flutt á tún á „Farmall“ eða
„Ferguson" í hestakerru, — hestasláttuvél sett aftan
í þær, og blasir við, að slíkt eru ekki æskileg skipti
við þessa orkutegund. Sama er að segja um önnur
heyvinnutæki, að jarðyrkjutækjum ógleymdum. Þau
eru sárala til, með allmörgum dráttarvélanna, enda
vísl, að ýmis þau, sem notuð eru, eru af gerðum,
sem eru alllangt frá að vera æskilegar. Þar eru og
til góðir gripir. En hin alþekkta sundurgerð íslenzkra
nýhátta, er ekki síður þar á ferli en annars staðar, og
kemur þar margt til. Ýmsa brestur gjaldeyri til að
eignast nauðsynleg tæki, leiðsögn bænda um val
þeirra laus í xeipum, margt á boðstólum með há-
væruxn auglýsingum, og mætti svo fleira telja.
Enginn neitar því, að sú geysi orka, sem fólgin
er í framannefndum vélakosti, er mjög til hagsbóta
fyrir bændur héraðsins. En alldýru verði munu ýms-
ar þær hagsbætur keyptar, ef allt væri metið. En hér
er þess ekki kostur að framkvæma slíkt mat, enda
mundi framkvæmd þess torveld, svo að hvergi skeik-
aði. Og þó svo væri gert, væri þó enn ósýnt, hvers
virði hún mundi fyrir búrekstur héraðsins, ef hjálpar-
gögn þau, sem aflvélunum fylgja, væru yfirleitt sam-
hæl'ð orku þeirra og afkastagetu. Slílct mat mundi