Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 233
BÚNAÐARRIT
225
sér mikla kynfestu. Þau eru með afbrigðum fríð,
fagurgul á haus og fótum, en sum því miður með of
dökkgulan hnakka og dálítið gula ull, einkum á hálsi.
Ullin er yfirleitt fremur fín og illhærulaus. Vaxtarlag
og holdafar systkinahópsins undan Roða er fram-
úrskarandi, hvar sem á þeim er tekið. Þau eru laus
við baggakvið.
Dætur Roða eru ekki aðeins með afbrigðum væn-
ar, heldur einnig framúrskarandi afurða ær. Allar
fullorðnu dætur Roða, sem vegnar voru í haust, 22
að tölu, vógu 73,6 kg að meðaltali, en allar þær vetur-
gömlu, 11 að tölu, vógu að meðaltali 68,1 kg. Öll
lömb undan dætrum Roða, sem vegin voru í haust.
i Fjárræktarfélaginu Þistli, vógu að meðaltali, sem
hér segir: 8 einlembingshrútar 46,1 kg, 11 einlemb-
ingsgimbrar 44,6 kg, 3 tvílembingshrútar 41 kg og 5
tvilembingsgimbrar 38,2 kg.
Hefðu nægilega margir fyrstu verðlauna hrútar
verið til undan Roða, þá hefði liann hlotið fyrstu
heiðursverðlaun. Vonast ég til þess, að hann lifi til
haustsins 1955 og' hljóti þá þann heiður að fá fyrstu
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sin, því að það verð-
skuldar hann.
Roði hlnut 1. verðlaun fyrir afkvæmi eins og 1951.
C. Snær nr. XXXIX, eign Árna og Þórarins Krist-
jánsona í Holti, var sýndur 1951 með afkvæmum.
Þá hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Ætt-
artala Snæs er rakin í Búnaðarritinu 65. árg. bls. 164
og vísast til hennar þar. Snær var nú 5 vetra og með
afbrigðum vænn, vó 125 kg með 121 cm brjóstummál.
Tafla 5 C sýnir kyn, aldur, þunga og mál þeirra af-
bvæma hans, sem nú voru sýnd með honum. Afkvæmi
Snæs eru ágætlega væn, en jafnast þó ekki á við af-
kvæmi Pjakks eða Roða. Snær er alls ekki eins góður
hrútafaðir og Pjakkur. Synir Snæs hlutu fyrstu verð-
15