Búnaðarrit - 01.06.1956, Blaðsíða 217
BÚNAÐARRIT
335
dætur hans. önnur naut félagsins nú eru Hryggur
S 146 frá Hrygg, Gyrðir S 175 frá Ásum og Ófeigur
S 182 frá Lindarbæ.
Nf. Djúpárhrepps. Að þessu sinni hlutu 36 kýr I.
verðlaun á sýningu, en aðeins 9 árið 1951. Af þessu
er augljóst, að félagið er á framfarabraut varðandi
kynbótastarfsemina. Hér fá kýrnar líka tækifæri til
að sýna, livað í þeim býr, því að menn leitast við að
fóðra til afurða. í félaginu eru margar ágætar mjólk-
urkýr, en enn þá vantar mikið á, að tekizt hafi að
bæta byggingu kúnna, eins og þörf væri á. Af I. verð-
launa kúnum eru 7 undan Hnífli Skuggasyni frá Mið-
koti, 7 undan Grana frá Syðra-Langholti, 4 undan
Hrygg frá Dísukoti og 4 undan Röðli frá Ivluftum.
Sjö I. verðl. kýrnar voru frá Dísukoti og 4 frá Ægis-
síðu.
Félagið hefur á starfsferli sínum notað mörg ágæt
naut. Hafa þau flest verið af Kluftastofni, og eru til
stórir systrahópar undan sumum þeirra.
Af fullmjólkandi, skýrslufærðum kúm árið 1954,
sem mjólk hafði verið fitumæld úr, voru eftirtaldir
systrahópar stærstir: 36 dætur Skugga frá Kluftum,
sem mjólkuðu það ár að meðaltali 3287 kg, með 13578
fe, 35 dætur Hnífils, sem mjólkuðu 3573 kg, með 15305
fe, 25 dætur Vasks Skuggasonar frá Vatnskoti, sem
mjólkuðu 3359 kg, með 13593 fe, 20 dætur Hryggs, sem
mjólkuðu 3459 kg, með 15014 fe, 19 dætur Sels, sem
mjólkuðu 3822 kg, með 14111 fe, 15 dætur Grana, sem
mjólkuðu 3694 kg, með 14371 fe, 14 dætur Marz Hnífils-
sonar frá Miðkoti, sem mjólkuðu 3039 kg, með 12530
fe, 12 dætur Hærings S 103, sem mjóllcuðu 3001 kg,
með 12373 fe, og 12 dætur Kols frá Hala, sem mjólkuðu
2917 kg, með 11277 fe að meðaltali.
Bændum í félaginu hefur þólt kýrnar helzt til veik-
byggðar og ekki nógu endingargóðar. Hafa þeir und-
anfarin ár reynt að bæta úr þessum ágöllum með því