Búnaðarrit - 01.06.1956, Blaðsíða 313
BÚNAÐARRIT
431
hópnum í heild. Yfirleitt eru þau mjög vel gerð, að
því undanteknu, að herðakamburinn er fullhár, og
sæmilega væn, þó tekur ekkert þeirra föður sínum
fram. Synir Loga, tveir veturgamlir, eru báðir fallegir
og vel gerðir einstaklingar, en þó engar atgervis-
kindur og varla nógu vænir. Ærnar eru flestar mjög
föngulegar og sæmilega vænar. Þær eru sæmilega
frjósamar, og var nú um helmingur þeirra með tveim
lömbum. Veturgömlu ærnar voru allar geldar, en eru
flestar tvílembingar. Lambhrútarnir voru sæmileg
hrútsefni, einkum þó tvílembingurinn, sem er framúr-
slcarandi álitlegur. Kjötprósenta lamba undan Loga
er of lítil, 35.14. Logi hefur mikla kynfestu, hvað
svip og útlit snertir.
Logi hlaut II. verSlaun fijrir afkvæmi.
C. Eitill nr. 76, eign Sigurjóns Jónssonar, Smyrla-
björgum. Ætt: F. Falur nr. XLII í Flatey á Mýrum,
er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1951, sjá um ætt
hans í 65. árg. Búnaðarritsins, bls. 170, M. Lukka,
Mf. Fantur nr. XLI i Flatey, er hlaut I. verðlaun fyrir
afkvæmi 1953, sjá um ætt hans í 67. árg. Búnaðar-
ritsins, bls. 234.
Eitill hlaut I. verðlaun nú á hrútasýningu og einnig
1953. Hann er í meðallagi vænn, mjög lágfættur og
með ágætlega breiðan og vel holdfylltan lirygg, en
hefur háan herðakamb og slakka aftan við herðar,
og er því brjóstkassinn heldur lcrappur. Afkvæmin
eru ágætlega væn og flest mjög vel gerð og virðast
talca föður sínum fram, hvað snertir brjóstbyggingu,
þó er herðakambur fullhár á sumurn einstaklingum,
einkum hrútunum. Ærnar eru rígvænar og vel hold-
samar, gekk þó helmingur þeirra með tveim lömbum.
Synir Eitils, þeir Lagður, 2 vetra, og Víkingur, 1
vetra, fengu báðir I. verðlaun. Þeir eru báðir sæmi-
lega gerðir, lágfættir eins og faðirinn og vel hold-