Búnaðarrit - 01.06.1956, Blaðsíða 357
475
________________ BÚNAÐARRIT
innar yfir þetta tímabil er 11.1% af verðmæti allra
sauðfjárafurða.
Af þessu sést, að verðmæti ullarinnar hefur verið
háð miklum sveiflum, og hefur verð á henni stundum
verið svo lágt, að bændur hafa vart talið það svara
kostnaði að rýja féð, þótt slikt sé að vísu l'jarstæðu-
kennt. En þess er varla að vænta, að bændur hafi
almennt viljað leggja sig fram um að bæta ullina á
fénu með ræktun, ekki sízt, ef hætta var á, að það
yrði á kostnað kjötsöfnunareiginleika íjárstofnsins.
Nokkuð mun hafa verið fylgzt með ullargæðum
fjárstofnsins, þar sem heimilisiðnaðurinn var á háu
stigi, og varð það til þess, að kapp var lagt á að rækta
fé með þelmikla, illhærulausa ull. Þessi áhugi minnk-
aði, þegar heimilisiðnaðurinn hætli. Nokkuð mun
hafa verið vandað til ullar þeirrar, sem send var í
lopa og band, fyrst cftir að sá háttur komst á, en
nú mun ull sú, sem þannig er noluð, vera upp og
ofan, þar eð menn fá yfirleitt ekki topa eða band úr
eigin ull lengur.
Á hrútasýningum liafa þeir hrútar jafnan hreppt
hæstu verðlaunin, sem bezta holdsöfnunareiginleika
hafa, en minni álierzla hefur verið lögð á ullargæði
þeirra. Þó hafa að öðru jöfnu þeir hrútar verið
látnir ganga fyrir, sem hafa haft bezta ull. Enn fremur
liafa ráðunautar í sauðfjárrælct oftsinnis bent á það
bæði í ræðu og riti, livaða ullargalla beri helzt að
forðast og eftir livers konar ull beri helzt að sækj-
ast. Hefur þetta orðið til þess, að mikill þorri bænda
gerir sér ljóst, hvernig ullin á að vera, en þeir, sem
hafa lagt sig fram um að bæta ullina á fé sínu, hafa
eltki hlolið nein laun fyrir það. En eigi að bæta ull
íslenzka sauðfjárins með ræktun, verður það ekki
gert nema því aðeins, að bændur sjái sér hag í því að
eiga sem ullarbezt fé. Sést þctta bezt á því, sem áður
er sagt um uppgjör við bændur fyrir ullina. Sá bóndi,