Búnaðarrit - 01.06.1956, Blaðsíða 346
464
BÚNAÐARRIT
fyrir sig. Telja má gott, þegar mcíialafurðir eftir tví-
lembu er 30 kg dilkakjöts og þar yfir og ágœtt, þegar
þær ná 32 kg. Aðeins 5 félög náðu svo glæsilegri út-
komu að þessu sinni: Sf. Seyluhrcpps, Sf. Von, Bæjar-
hreppi, Sf. Hraungerðishrcpps, Sl'. Haukur í Hauka-
dalshreppi og Sf. Hrunamanna. Afrek Hrunamanna
og Hraungerðinga eru sérstaklega athyglisverð, því
að ærnar í þeim félögum voru allar tvævetlur.
Það verður að telja gott, þegar meðalafurðir í
dilkakjöti eftir einlcmbu ná 18 kg og afburða gott,
nái þær 19 kg. Aðeins eitt félag, Sf. Ingjaldssands,
fékk meira en 19 kg eftir einlembu, cn 11 fclög fengu
milli 18 og 19 kg af kjöti eftir einlembu.
Því meiri munur sem er á alurðum eftir cinlembur
og tvílembur, þvi meiri vissa er fyrir því, að mjólkur-
lagni ánna sé mikil og að aðbúnaður þeirra í fóðrun
og sumarhögum liafi verið svo góður, að afurðageta
ánna hafi fengið að njóta sín.
í þeim 7 félögum, sem áður er getið, þar sem ærn-
ar léttust meira en 2 lcg í'rá hausti til vors, urðu
meðalafurðir eftir á, sem kom upp lambi, 19.3 kg, en
í þeim 12 félögum, þar sem ærnar þyngdust meira en
5 kg yfir veturinn, voru meðalafurðir eftir á, sem
skilaði lambi að hausti, 22.5 kg. Athyglisverðast í því
sambandi er, að tala lamba að hausti eftir hverjar
100 ær var aðcins 109 í félögunum, þar sem ærnar
léttust meira en 2 kg, en í félögunum, þar sem ærnar
þyngdust meira en 5 kg, komu 143 lömb til nytja
eftir hverjar 100 ær. Þetta sýnir, að bændur, sem hafa
náð mikilli frjósemi í fjárstofn sinn, kappkosta
fremur að ala ærnar vel á vetrum heldur en hinir,
scm annað hvort eiga fremur ófrjósamt fé eða fóðra
það of knappt, til þess að frjósemin njóti sín.
í apríl 195G.