Búnaðarrit - 01.06.1956, Blaðsíða 252
370
BÚNAÐARRIT
1 2 3 4 5 6
B. Faðirinn: Fjalar, 3 vetra 114.0 108.0 82 36 23.0 131
Synir: 4 hrútar, 1 vetra .. 86.2 102.8 78 34 22.8 129
1 hrútlamb, einl. . . 50.0 85.0 68 32 18.0 119
1 lirútlamb, tvíl. .. 49.0 85.0 67 34 18.0 117
Dætur: 1 ær, 2 vetra, mylk 56.0 92.0 67 30 19.0 127
6 ær, 1 vetra, geldar 61.7 96.8 71 32 21.5 124
3 ær, X v., inylltar 56.7 93.0 68 31 19.3 120
3 gimbrarl., einl. .. 43.3 83.0 65 31 18.7 117
2 gimbrarl., tvíl. .. 41.5 84.5 66 31 17.2 116
3 gimbrarl., lambg.l. 42.0 84.3 63 31 17.6 118
A. Trausti. Eigandi hans er Jón Guðmundsson,
Kópsvatni. Trausli var keyptur lamb frá Undirvegg
í Kelduhverfi. Ætt hans: F. Glói, Undirvegg f. 1950,
I. verðl. 1953, Ff. Glói, Undirvegg f. 1949, Fff. Glói,
Undirvegg frá Syðra-Álandi, Fm. Kola, Undirvegg,
Fmf. Depill, Undirvegg frá Laxárdal, I. verðl. 1946,
Fmm. Móbotna, Undirvegg frá Vestara-Landi í öx-
arfirði. M. Kola, sem fyrr er nefnd, Mf. sami og Fmf.
Mm. sama og Fmm. Trausti er því skyldleikarækt-
aður bæði sonur og sonarsonur Kolu. Trausti er djásn
að allri gerð og stóð efstur af þriggja vetra hrútun-
um í Hrunamannahreppi. Afkvæmi hans bera með
sér allmikla kynfestu. Þau eru gul á haus og fótum,
lágfætt, þykkvaxin, brjóstkassinn útlögumikill og
bringan nær vel fram. Flest afkvæmin eru holdmikil
á baki og lærum, en sum þó slök i því tilliti. Tafla
1 A sýnir, að afkvæmin eru þung og mælast vel. Allir
synir Trausta, veturgamlir og eldri, hlutu I. verðlaun.
Af þeim 10 lambhrútum, sem fylgdu honuin, voru 4
ágæt hrútsefni, 1 góður, 3 sæmilegir, en 2 lélegir. Enn
er eðlilega ekki fyrir hendi mikil reynsla á afurða-
getu dætra Trausta. Tvævetlurnar áttu báðar lömb
veturgamlar, sem vógu 42 og 49 kg á fæti. önnur
þeirra var nú geld, en hin tvílembd, og vógu lömb
hennar í haust 77 kg á fæti.
Trausti hlaut 11. verðlaun fijrir aflcvæmi.