Heilbrigðismál - 01.01.1952, Page 2

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Page 2
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 2 Síðan Gregg birti rannsóknir sínar, árið 1941, hafa menn séð svo mörg dæmi þess, hvernig rauðir liundar geta valdið vansköpun, ef kon- an fær þá á fyrstu mánuðum meðgöngutímans, að rétt er talið að losa konuna við fóstrið, ef hún veikist af rauðum Imndum á fyrstu mánuð- um meðgöngutímans. Hinsvegar hafa menn ekki tekið eftir því, að aðrar sóttir, svo sem mislingar eða hettusótt, eigi neinn verulegan þátt í ]tví að vera valdar að vansköpunum, þótt enn sé fullsnemmt að kveða upp algeran sýknu- dóm yfir þessum sóttum. Þá er vitað að næring konunnar kemur mikið við sögu í þessu tilliti. Rtissneski læknirinn Ivanowsky veitti því athygli 1923, að er hungurs- neyð gekk yfir landið jókst fjöldi þeirra harna, sem fæddust fyrir tím- ann eða andvana og að óskapnaðir og hverskonar vanskapnaðir urðu algengari. í Indlandi og Japan hefir B-vítamínskorti oft verið kennt um Iive mikið fæðist þar af börnum andvana, fyrir tímann og með ýmsa vanskapnaði. Með tilraunum hafa menn sýnt. fram á, að vöntun á einum þætti í fæðu móðurinnar getur haft áhrif á afkvæmið. Þannig sýndu Romanoff og Bauernfeind fram á það 1942, að fótleggir afkvæmanna verða stuttir ef móðurina skortir riboflavin (þáttur af B-vítamíni, sem er í mysu og gefur henni gula litinn). Fyrir rúmum áratug komust Warkany og Nel- son að þeirri niðurstöðu, að rottur sem aldar eru á riboflavinsnauðu fóðri eignast afkvæmi með meira eða minna ófullkomna beinagrind. Hjá þriðjungi afkvæmanna fundu þeir greinileg lýti á beinagrindinni, svo sem óeðlilega stutt bein í neðri kjálkanum, stutt bein í fótleggjum eða framfótum, svarandi til framhandleggs mannsins. Á mönnum eru það mjög mikil lýti ef neðri kjálkinn er vanþroskaður, svo að hökuna vantar að kalla má. Konur sem hafa óbeit á mjólk þegar þær ganga með barn, ættn að reyna að drekka sýrn eða mysu til þess að forðast slíka vansköpun á barni sínu. Fyrir kemur að börn fæðast með öll bein mölbrotin og deyja í fæð- ingunni eða fæðast andvana. En þessi vansköpun getur verið á lægra stigi, þannig að barnið fæðist lifandi og vex upp, en bein þess eru ein- lægt að brotna. Það má ekki stíga ógætilega út úr rúmi sínu; hvað þá detta, ef ekki á að brotna í því eitthvað bein. Þótt þessi börn geti náð fullorðinsaldri er hætt við aðþau verði örkumla af beinbrotum. Nýlega hefir indverskur læknir, sem unnið hefir við rannsóknastofnun í Liver- pool, sýnt fram á að unnt er að framkalla slíkar vanskapanir í kjúkling- um með því að dæla insulini inn í eggið meðan það er að ungast út. Ef tiltölulega stórum insulinskammti (0.05—6 einingum) er dælt inn í rauðuna á 3.-6. degi, kemnr vanþroski í beinin og þeim hættir til að

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.