Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 5
5 FRÉTTABRÉI' UM HEILBRIGÐISMÁL lækningar á krabbameini, ilntti erindi um efni, sem geta valdið krabba- meini. Prófessor J. Montpellier flutti erindi um krabbamein í Alsír, þar scm sjúkdómurinn hagar sér að ýmsu leyti sérkennilega. Prófessor Symeonides flutti erindi um krabbamein í leghálsi lijá Gyðingakonum í New York, þar sem búa yfir þrjár miljónir Gyðinga. Hann hafði safnað miklum skýrslum frá sjúkrahúsunum þar, um þenn- an sjúkdóm, og sýndi sig að jrar komu aðeins í ljós 00 tilfelli af Jjessum sjúkdómi meðal Gyðingakvenna, en 1200 tilfelli meðal þeina kvenna sem ekki eru Gyðingar. Nærri lætur að Jariðji liver maður í New York sé Gyðingur og er auðsætt að krabbamein á Jressum stað er a. m. k. sex til sjö sinnum algengara meðal J^eirra, sem ekki eru Gyðingar. Ekki gat próf. Symeonides gefið neina fullnægjandi skýringu hvernig ;i þessu stæði, en miklar rannsóknir eru framundan til Jjess að komast að orsökinni til þessa mikla munar. Manni gæti dottið í hug livort verið gæti að umskurn Gyðinganna ætti einhvern Jiátt í þessu. Forhúðin, sem skorin er af Gyðingunum ný- fæddum, skapar skilyrði fyrir Jrví að slím og bakteríur geti safnazt fyrir, svo að bólgur verða mun algengari lijá þeim, sem ekki eru umskornir. Og þótt krabbamein sé ekki algengt á Jreim stað, Jrá er mjög eftirtektar- vert að Jiað kemur ekki fyrir hjá umskornum Gyðingum og er þar sjálf- sagt engu til að dreifa nenia umskurninni. Múhameðstrúarmenn eru ekki umskornir fyrr en um fjórtán ára aldur, en það dugar ekki til að verja Jiá krabbameini, þótt ekki geri Jrað vart við sig fyrr en á gamals aldri. Ef umskurnin ætti að eiga einhvern þátt í því að krabbamein er sjaldgæfara meðal Gyðingakvenna, lægi næst að lialda að virus bærist frá karlmanninum upp í legháls konunnar og að Jrað virus væri miklu algengara hjá Jreim sem ekki eru umskornir. Þetta eru Jró aðeins get- gátur, sem einskis virði eru nteðan engar sannanir liggja fyrir um að kralibamein geti stafað af virus. Eitt af Jiví, sem alþjóðanefndin hefir tekið á dagskrá, er að samræma flokkun og greiningu allra krabbameina. Er Jrað mikið verk og nauð- synlegt og naumast mögulegt nema með alheims-samtökum eins og Jressum. Alla skýrslugerð þarf að samræma, svo að unnt sé að liera sam- an krabbamein í ýmsum löndum, og alþjóðasambandið veitir allar upp- lýsingar, sem menn þurfa á að halda í Jiessum efnum, m. a. með því að senda ljósprentaðar ritgerðir, sem menn geta ekki fengið öðruvísi. í Lissabon er mikil og fullkomin stofnun fyrir krabbameinsrann- sóknir, sem fundarmenn dáðust að. Forstöðumaður hennar er próf. Lima Baslo, sem var lörseti Jressa fundar.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.