Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 8
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGfilSMÁL 8 fyrsta bréfið, sem út kemur á þessu ári, sent ýmsum mönnum og konum víðsvegar um iandið til þess að kynna það, í von um að margir vilji gerast áskrifendur. Nýir áskrifendur; sem senda ársgjald sitt fyrirfram, fá bréfin frá s. 1. ári send ókeypis, ef þeir æskja þess, meðan upplagið endist. Vinnubrögö nýja tímans Bre/.ka hlutafélagið Fisons hefir nýlega komið upp verksmiðju fyrir tilbúinn áburð í Immingham í Englandi. Daglega eru framleiddar 250 smálestir af brennisteinssýru til þess að búa til superfosfat. Öll stjórn á þessari framleiðslu er með nýstárlegu móti. Þótt brennisteinssýruverk- smiðjan sé einhver sú stærsta í Evrópu, vinnur enginn maður í verk- smiðjuhúsinu sjálfu, þar sem sýran er unnin, heldur fer stjórn fram- leiðslunnar fram í sérstöku húsi. En sú stjórn er mjög einföld, því að allar vélar eru sjálfvirkar, svo að ekki þarf nema tvo menn til að fylgjast með, ef eittlivað skyldi bera út af. 1 Leaside í Ontario í Bandaríkjunum er nýlega tekin til starfa verk- siniðja sem framleiðir ís. Hún framleiðir 80 smálestir af tærum ís á sólarhring. Sólarhringnum er skipt í þrjár vaktir, en ekki þarf nema einn mann á hverri vakt. (La Nature, jan. 1952). Fljótt á litið virðist svo sem verið sé að gera fólkið atvinnulaust með slíkum vinnubrögðum. En við nánari athugun sést að framleiðsla sem þessi er nauðsynleg undirstaða undir stórum atvinnugreinum og ])\ í einmitt fallin til þess að skapa mikla atvinnu. Styðjið baráttuna gegn krabbameini. Notið minningarspjöld Krabbameinsfélagsins við andlát vina yðar. Minnizt Krabbameinsfélags íslands, ef þér gerið erfðaskrá. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGfilSMÁL cr gefið út af Krabbameinsfélagi íslands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Niels Dungal, prófessor. Kemnr út 9—10 sinnuin á ári. Árs- gjald er kr. 30.00, sein greiðist fyrirfratn. Meðlintir krabltameinsfélaga landsins fá Frétta- bréfið fyrir kr. 25.00. Pantanir sendist til Krabbameinsfélags íslands, pósthólf G73, Reykja- vík, ásamt ársgjaldinu. — Prentað í Prentsmiðjunni Hólum h.f.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.