Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL veikin væri arfgeng. Þegar berklasýkillinn fannst og bakteríuvísindin sigruðust á hverjum sjúkdómnum eftir annan, beindist öll athygli læknanna að þeim, svo að minna var skeytt um arfgengið, sem flestum þótti þá litlu máli skipta. En nú hefur áhuginn vaknað á ný fyrir þætti erfðanna í útbreiðslu berklaveikinnar. Tveir amerískir læknar, Kallman og Reissner, birtu 1946 ritgerð, sem ruinskaði við hugmyndum manna um þessi efni. Þeir fóru í gegnum skýrslur New York ríkis til þess að hafa uppi á öllum berklaveikum mönnum og konum sem höfðu eignast tvíbura. Sá tvíburinn sem fyrr fannst var kallaður ,,lykil-tvíburi“ (index-twin), og síðan var reynt að hafa uppi á „meðburanum" (co-twin) ásamt öðrunr nánustu skykl- mennum, og athugað um berklaveiki í þeim. Hversu mikla tilhneigingu sem menn kunna að hafa til þess að verða berklaveikir, geta þeir þó aldrei sýkzt nema þeir fái berklasýkilinn í sig. í New York ríki hefur það fram til þessa verið tiltölulega auðvelt að ná til lians, þar sem 90% af íbúunum liafa smitazt áður en þeir eru orðnir fullvaxnir. Smitunin ein er ekki afgerandi um það, hvort maður verður berklaveikur eða ekki, lieldur ýmislegt annað sem miklu munar, því að tiltölulega fáir verða berklaveikir af þcim sem smitast. Ef ytri aðstæður skiptu mestu máli um það livort berklasýkillinn fær góðan jarðveg eða ekki, yrði að búast við svipaðri útkomu í sömu fjölskyldu, þar sem allir búa við sömu skilyrði. Systkini mundu veikjast álíka mikið af berkla- veiki, hvort sem þau væru tvíburar eða ekki. Ef hins vegar erfðirnar hafa mikið að segja í þessu sambandi, myndi rnaður búast við að til- tölulega stór hluti af meðburum berklaveikra eineggja tvíbura væru berklaveikir, en hins vegar ekki meðburar þeirra tvíbura sein ekki eru eineggja, því að þeir hafa allt aðra erfðaeiginleika. Kallman og Reissner athuguðu skyldmenni „lykiltvíburanna" með þetta fyrir augum. Þá kom í ljós að berklaveiki höfðu Eineggja meðburar......................... 87% Ólíkir meðburar (ekki eineggja)......... 25,6% Önnur systkini ......................... 25,5% Hjónabandsmakar ......................... 7,1% Þeir tvíburar sem ekki eru eineggja, standa gagnvart berklaveikinni rétt eins og hver önnur systkini, en eineggja tvíburarnir eru líkir í því sem öðru, að ef annar þeirra fær berklaveiki, eru 87% líkur til þess að hinn fái hana líka. Og ekki nóg með það, heldur hættir þeim til þess að fá veikina í söinu staði, í sömu líffæri, með sama móti. Þessir tvíburar eru eins líkir eins og tvær manneskjur geta verið, því að eitt egg hefur

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.