Heilbrigðismál - 01.01.1953, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
mönnum með þessa aðferð. Eftir að hafa prófað sig áfram á dýrum
beittu þeir sams konar dvaladái við meiri háttar handlæknisaðgerðir,
einkum þar sem sjúklingurinn hafði lítinn viðnámsþrótt, en þurfti
mikillar aðgerðar við, eins og við krabbamein í maga. Á 10 sjúklingum
deyfðu þeir taugakerfið (einkum það vegetativa, sem stjórnar innýfl-
urn) og kældu sjúklinginn. Sá yngsti var 53 ára, en sá elzti 74 ára. Af
þessum sjúklingum voru sjö haldnir slæmu krabbameini, hjá öllurn
nema einum í maga. Aðeins einn þeirra var 53 ára, allir hinir yfir sext-
ugt. Eftir aðgerðina var sjúklingurinn settur í dvaladá og var það oftast
ákveðið fyrirfram, þegar ástand sjúklingsins var talið venju frernur
bágborið. En stundum var það ekki ákveðið fyrr en meðan á aðgerðinni
stóð, ef búast þótti mega við miklum eftirköstum.
Enginn sjúklinganna dó og læknarnir telja að þannig framkallað
dvaladá geti hjálpað mörgum sjúklingi til þess að komast yfir erfiðan
uppskurð. Blóðþrýstingurinn fellur ekki, sjúklingurinn kastar ekki
upp, honurn líður vel og liann man ekkert af því sem gerzt hefur. Ekki
bar á því að sárin greru verr en ella og öllum sjúklingunum heilsaðist
vel eftir aðgerðina.
Deyfilyfið þarf að drjúpa inn í æð sjúklingsins jafnt og stöðugt með-
an dvaladáið á að haldast, því að innýflataugarnar mega ekki vakna til
starfs.
Sennilega á þessi aðferð eftir að reynast vel til þess að koma í veg fyr-
ir lost (schok), og er þá mikið fengið, því að illa hefur gengið hingað
til að ráða við taugalost, þótt mikið hafi áunnizt á seinni árum.
Væri mikið unnið fyrir krabbameinssjúklinga ef þessi aðferð ætti eft-
ir að gefast vel, því að fáir þurfa hennar eins mikið með. En aðrir
sjúklingar eiga einnig að geta haft mikið gagn af henni, einkum þeir
sem hafa óeðlilegan skjaldkirtilsvöxt með háum efnaskiptum og eru oft
mjög órólegir og eirðarlitlir.
Notið minningarspjöld Krabbameinsfélags Islands við andldt vina yðar.
Fást i lyfjabúðum i Rvik og Hafnarfirði (nema i Laugavegs Apóteki).
Minnizt Krabbameinsfélags íslands, ef þér gerið erfðaskrá.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfélagi íslands.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Niels Dungal, prófessor. Kemur út 9—10 sinnum á ári. Árs-
gjald er kr. 30.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir krabbameinsfélaga landsins fá Frétta-
bréfið fyrir kr. 25.00. Pantanir sendist til Krabbameinsfélags íslands, pósthólf 673, Reykja-
vik, ásamt ársgjaldinu. — Prentað i Prentsmiðjunni Hólum h.f.