Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.03.1961, Blaðsíða 6
Farsóttir á íslandi 1961 Kverkabólga Reykjavík Jan. Febr. .. 1269 1529 Allt landið Jan. Febr. 3363 3251 Kvefsótt .. 526 582 1704 1788 Heilablástur 1 0 1 0 Gigtsótt 3 3 3 11 Iðrakvef 129 0 0 422 Influenza . . 281 130 503 288 Heilasótt 3 0 5 2 Hvotsótt 9 7 15 7 Hettusótt 64 142 50 184 Kveflungnabólga ... 34 29 94 86 Taksótt I 1 8 8 Mænusótt 0 0 0 4 Rauðir hundar . . . . 1 5 1 5 Skarlatssótt 1 2 1 2 Munnangur 16 0 40 22 Kikhósti 0 15 0 15 Hlaupabóla 87 109 158 221 Kossageit 0 0 3 4 Ristill 1 2 5 6 SKÝRINGAR Ekki má taka skrásetningu þessa alltof bókstaflega, hvað snertir einstakar tölur, því að aldrei tínist allt til og skrásetningaraðferðir lækna dálítið misjafnar. En af skýrslunni má sjá, hvaða sóttir eru á ferðinni í land- inu, hvernig útbreiðslan cr í ýmsum landshlutum, í aðalatriðum, og hvernig hún breylist frá mánuði til mánaðar og ári til árs. Athugandi er á þessum skýrslum, að rauðir hundar, skarlatssótt og kikhósti koma aðeins fyrir í Reykjavík, en mænusótt aðeins á Vesturlandi. I sambandi við mænusóttina (lömunarveikina) ber að hafa í huga, að ekki má trassa 4. bólusetningu. Um einstakar sóttir er þetta að segja: Gigtsótt á raunar lítið skylt við Jrað, sem við venjulega köllum gigt, því að hún kemur venjulcga fyrir á ungu fólki og byrjar með háum hita, með verkjum og bólgum í lið- um, stundum eftir kverkabólgu. Þetta er sjúkdómur, sein oftast fylgir köldum og rökurn húsakynnum, og ófullnægjandi viðurværi og er því að hverfa úr sög- unni hér. Það eru nefnilega meira en 100 ár síðan danska lækninum Peter Schleisner tókst að ráða gátu þessa sjúkdóms í Vestmannaeyj- um. Heimildir: Public Health Reports. Dec. 1960. Bls. 1170. Ginklofinn í Vestm.eyjum: Baldur Johnsen. Blik. 1957. 6 Hvotsótt er einskonar umferða gigt, með verkjum og stingjum í einstökum vöðvum, oft í brjóstvöðvunum, eða bakvöðvunum, eða annarsstaðar, og fylgir oft hita- hækkun. Batnar án lyfja. Heimild: Landlæknisskrifstofan. Carl Línneus og bjórstofan i sjúkrahúsinu Árið 1758, eða fyrir rúmum 200 árum, birti Svíinn Carl Linneus fullkomnaða út- gáfu af hinu yfirgripsmikla riti sínu um „Systema Naturae", sem enn þann dag í dag er undirstaðá niðurröðunar og vísinda- heita í jurta- og dýraríkinu. Hvenær sem við fléttum upp í Flóru ís- lands til jurtagreininga byggjum við á hinni hugvitsamlegu skipulagningu og nið- urröðun í ættbálka, ættir og tegundir, sem Linneus átti frumkvæðið að. Carl Linneus lióf starfsferil sinn sem læknir. Þá var erfitt að afla sér þekkingar í læknisfræði og öðrum náttúruvísindum, en þá voru öll þau fræði í nánunr tengslum hvert við annað. En öll kennsla var í mol- um. Þá var t. d. enn ekki búið að skipa fyrsta landlæknir íslands. Þá þótti þó hlýða engu síður en nú, að læknar lærðu fræði sín að nokkru á spítöl- um, en spítalar voru þá fáir og oft illa bún- ir að tækjum, en rekstur dýr. Spítali sá, sem Linneus átti að ganga á, átti við svo mikla fjárhagsörðugleika að stríða, að ráðsmaðurinn greip til þess úr- ræðis að setja upp bjórstofu í öðrum enda hússins, til þess að afla nokkurs rekstrarfjár, að minnsta kosti fyrir upphitun og til að borga þjónustufólki. En þetta reyndist hið mesta óyndisúrræði því að lítil heilsubót varð sjúkum af nábýli við bjórstofuna, og fór svq fljótlega, að henni varð að loka, en þá leið ekki á löngu unz sjúkrahúsið varð gjaldþrota og varð einnig að loka því. FRÉTTABRÉF UM HEILBRlGÐISMÁt.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.