Heilbrigðismál - 01.01.1963, Page 6
Helzftu kvartanir
reykingamanna
Af töflunni sést, að flestir reykingamenn,
sem draga reykinn niður í lungu, kvarta
um hósta eða mæði, eða 4—6 sinnum fleiri
en ekki-reykingamenn. Um ýmsa meltingar-
óreglu kvarta einnig miklu fleiri þeirra,
sem eru í reykingamannahópnum. Þó eru
alltaf margir sem ekkert kvarta og virðast
þola tóbakið vel, að minnsta kosti lengi
framan af. Hitt verður einnig að hafa í
huga þegar hugsað er um þessi mál, að ekki-
reykingamenn kvarta að sjálfsögðu um ýmis
sjúkdómseinkenni, sem þá stafa af öðrum
orsökum, en þegar litið er á heildina, eða
þúsundir manna spurðir út úr, þá verður
niðurstaðan eins og taflan sýnir, að mun
Fatnaður og matargjörð
Þar segir úr einu héraði: „Hér þykir ekki
annað matur en kjöt, og þó einkum kinda-
og hrossakjöt. Sárafáir kunna átið á græn-
meti, nema kartöflum, sem neytt eru á öll-
um heimilum. Viðburður er, ef nýr fiskur
er á boðstólnum.
Áfengisnautn. Kaífi og tóbak
Reykjavik. „Á árinu var selt áfengi í
Reykjavík fyrir 121.5 milljónir króna.
í húsakynnum lögreglunnar í Reykjavík
(,,kjallaranum“) komu 4791 manns. Lang-
flestir, eða rösklega 4200 dvöldust þarna
vegna ölvunar.
Ennfremur er sagt frá rekstri Bláa Bands-
ins að Flókagötu 29—31 hér í bæ, en þar var
tekið á móti 325 körlum og 43 konum, en
vistdagar voru samtals 12870.“
Um þessi mál segir ennfremur úr Ólafs-
fjarðarhéraði: „Ekki er hægt að segja að um
neinn drykkjuskap sé að ræða. Kaffi er
mikið drukkið og reykingar miklar. Byrja
sumir drengir í barnaskóla."
6
Af þeim, Af þeitn, Hlutfall
sem reykja sem ekki (reykingam./
Kvartanir eOa vindlinga, reyhja, ekki-reyk-
sjúkdómseinkenni % % ingamanna)
Hósti 33,2 5,6 5,9
Lystarleysi 3,3 0,9 3,7
Mæði 16,3 4,7 3,5
Verkir fyrir brjósti 7,0 3,7 1,9
Niðurgangur ... 3,3 1.7 1,9
Óeðlileg þreytutilf. 26,1 14,9 1,8
Magaverkir .... 6,7 3,8 1,8
Hæsi 4.8 2,6 1,8
fleiri reykingamenn kvarta, eða allt að 6
sinnunr fleiri en ekki-reykingamenn, miðað
við jafnstóra hópa.
Það er auðvelt að skýra þau einkenni,
sem vart verður frá brjósti.
í hverjum vindling eru 35 mg af tjöru,
og í kringum 2,5 mg af nikótíni. Öll þessi
tjara og annað ryk sogast niður í hinar
Meðferð ungbarna
Úr einu héraði segir þetta: „Meðferð
ungbaran ágæt nema hvað mæður nenna
ekki að hafa börn sín á brjósti.“
Úr öðru héraði segir þetta: „Þrátt fyrir
áróður fer brjóstmötun minnkandi. Meðal-
tal brjóstmötunartíma liefur verið 1.7 mán-
uður í ár.“
Húsdýr as j úkdómar
Þar segir t. d. frá Eskifjarðarliéraði:
„Doði í kúm eftir burð er mjög algengur í
öllu héraðinu. Margir bændur gefa kúnum
kalk, 1—2 mánuðum fyrir burð. Þetta hefur
vafalaust dregið talsvert úr hastarlegum
doðaköstum, en engan veginn útrýmt sjúk-
dómunum. Allskæður lungnabólgufaraldur
lierjar á sauðfé, einkum á útmánuðum."
Margt lleira ber á góma í skýrslunum,
t. d. er sagt frá mannskaðarannsóknum og
öðrum réttarlæknisstörfum, svo og lækna-
ráðsúrskurðum og fleiru, sem ekki er ástæða
til að rekja hér.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁI.