Heilbrigðismál - 01.01.1963, Síða 7
fíngerðu lungnablöðrur og lungnapípur,
sem klæddar eru mjög viðkvæmum þekju-
frurnum í tveim lögum. Sumar frumurnar
eru með bifhárum sem leitast við, með
lireyfingum sínum að fjarlægja öll óhrein-
indi úr lungunum.
Nikótínið lamar lireyfingar bifháranna.
Þessvegna setjast óhreinindi og slím fyrir í
lungnapípum og lungnablöðrum á meðan
reykt er, og í Jrví ríkara mæli því lengur
sem reykt er.
Þegar hætt er að reykja um skemmri eða
lengri tíma komast bifhárin í gang aftur og
byrja að flytja óhreinindin upp úr lungun-
um. Þess vegna kemur nætur- og morgun-
hóstinn. Fyrsta sígarettan að morgni dags
kann að auka á hóstann, en síðan lamast
bifhárin á ný, lióstinn hættir og ryk og sót
tekur að safnast fyrir á nýjan leik.
í þessum óhreinindum eru ýmiss krabba-
vekjandi efni, og sjálft nikótínið dregur
saman smáæðar og truflar Jrannig blóðrás-
ina í lungunum.
Allt þetta hjálpast að til að breyta frum-
imi og frumukjörnum, og umbreyttu frum-
fréttabréf um heilbrigðismál
urnar kunna að þróast betur í tóbaksreyk
heldur en eðlilegar eða heilbrigðar frumur.
Ef lengi er reykt, t. d. árum saman má bú-
ast við að umbreyttu frumurnar nái yfir-
höndinni, á kostnað þeirra heilbrigðu.
Þannig verður smám sanran öll lungnaþekj-
an sjúk og í mörgum tilfellum nær krabba-
meinið yfirhöndinni.
Þessar athuganir skýra einnig, að hægt
muni að snúa óheillaþróuninni við, að
nokkru eða öllu leyti, ef hætt er að reykja
áður en skemmdirnar eru orðnar allt of
miklar. (frá E. Cuyler Hammond)
Bólusetning íundin gegn hættu-
legum húsdýrasjúkdómi
Nýtt bóluefni hefur nú fundizt gegn hin-
um hvumleiða kúasjúkdómi júgurbólgu.
Nákvænrar rannsóknir á kúm, sem bólu-
settar voru með efni, sem unnið var úr
sjúkum kúm, ásamt með eggjarauðu, sýnir
að hægt er að ráða við klasa-sýkil nokkurn,
sem veldur bólgu í júgrum á kúm.
Haft er eftir framleiðendum bóluefnis-
ins, lækninunr Hans Blobel, og David Ber-
man við Háskólann í Visconsin í Madison,
að þetta mál sé þó ekki fullrannsakað enn,
og þurfi að gera rannsóknir í stórum stíl
með bólusetningum.
Áður hefur verið reynt að bólusetja við
þessum sjúkdómi, og kom þá í ljós, að hægt
var að skapa aukið mótstöðuafl gegn júgur-
bólgunr, sem sérstakir klasa-sýklar valda.
Sagt er, að um 50% af kúastofninum hafi
tekið júgurbólgu-sýkilinn, en aðeins 25%
Jreirra veikist.
Júgurbólgan lrefur verið viðfangsefni vís-
indanranna um áratugi. Júgurbólgan gerir
mjólk kúnna ónotlræfa til nranneldis.
Þessar rannsóknir voru birtar í Ameríska
dýralækna-tínraritinu, The American Jour-
nal of Veterinary Research, 23:7, 1962.
Heimildir: Science Newsletter, marz 1962.
7