Heilbrigðismál - 01.01.1963, Page 9
Krabbameinsfélögin stórauka starfsemi sina
Á s'.ári keyptu krabbameinsfélögin liália
húseignina að Suðurgötu 22 iyrir starfsemi
sína. Nú um áramótin hefur Krabbameins-
félag íslands keypt allt húsið og sett sig í
töluverða skuld þess vegna.
Með þessu aukna húsrými verður mögu-
legt að færast meira í fang en liingað til og
liefur stjórn félagsins þegar samþykkt að
liefja baráttu gegn tveimur tegundum
krabbameins, sem farið liafa greinilega vax-
andi á síðasta áratug, krabbameini í lung-
um og krabbameini í legi kvenna. Auk þess
eru í gangi víðtækar rannsóknir á krabba-
meini í maga á vegum félagsins.
í undirbúningi er nú að láta gera kvik-
mynd um heilsuspillandi áhrif reykinga, og
koma þeirri kvikmynd á framfæri í öllum
barna- og unglingaskólum landsins.
Hins vegar er ákveðið að hefja allsherjar-
leit að krabbameini í legi, með því að gefa
öllum konum á aldrinum 25—60 ára kost á
að láta rannsaka legháls sinn með frumu-
rannsókn, og hefja þá starfsemi í Reykja-
vík. Um 40 þús. konur eru á þessum aldri
á öllu landinu. Er áætlað að þessi fjölda-
rannsókn geti liafizt síðar á árinu í liúsi
Krabbameinsfélagsins, sem mun standa
undir öllum kosntaði af þessum rannsókn-
um.
Þó að fjárráð félagsins hafi batnað til
mikilla muna frá því sem áður var, þá er
°ss ljóst að þær framkvæmdir, sem nú
standa fyrir dyrum, muni verða svo fjár-
h’ekar, að félaginu muni ekki veita af að
*á styrk úr sem flestum áttum, enda er hér
verið að vinna að almennigshagsmunum,
þar sem útlit er fyrir að unnt verði að halda
legkrabba niðri jafnframt því sem tilraun
fréttabréf um heilbrigðismál
verður gerð til að vernda yngri kynslóðina
fyrir lungnakrabbameini.
í þessu skyni hefur félagið látið prenta
heiðurshlutabréf, sem er kvittun til þeirra
sem leggja fram skerf til starfsemi vorrar.
I trausti þess að margir landsmenn, sem
öðrum betur eru staddir, verði fúsir til að
láta eitthvað af hendi rakna til starfsemi
vorrar, höfum við látið prenta áðurnefnd
heiðurshlutabréf. Ekki þarf annað en að
síma eða skrifa til félagsins og tilkynna fjár-
hæð þá og nafn, sem setja má á heiðurs-
hlutabréfið og verður það þá sent gefanda.
RÚÐUGLER
VERÐLÆEKUN
A flokkur 3 mm.
Verð per. ferm. kr. 69,00.
B flokkur 3 mm.
Verð per. ferm. kr. 59,00.
Söluskaltur innifalinn.
Marz Trading Company hf.
Klapparstíg 20 . Sími 17373
9