Heilbrigðismál - 01.01.1963, Síða 11

Heilbrigðismál - 01.01.1963, Síða 11
þannig, að hún er látin ná til allra sjó- manna skráðra á íslenzk skip, enn fremur til sjómanna á vél- og róðrarbátum, fjór- rónum eða stærri. Sjómenn greiddu þessa tryggingu að s/, en útgerðarmenn að l/. Á stríðsárunum fyrri var enn stigið stórt spor áleiðis, sjálfsagt vegna þeirrar auknu liættu, er af stríðinu leiddi. Með lögum 14. nóv. 1917, um slysatryggingu sjómanna, voru dánarbætur bækkaðar stórlega. Þá er einnig í lyrsta sinn tekið að greiða örorku- bætur, en minna en 20% örorka var ekki bætt. í jjessum lögum var annað nýmæli, vísir til frjálsrar tryggingar, því að þeim sjómönnum á smábátum, sem lögin tóku ekki til, var nú gefin kostur á tryggingu. Kostnaði við trygginguna var skipt að jöfnu á sjómenn og útgerðarmenn, en ríkisssjóð- ur greiddi stjórnarkostnað. Árið 1925 markar tímamót í sögu slysa- tryggingarinnar, því að þá voru með lögum 27. júní gerðar margar merkar breytingar á fyrri lögum. Tryggingin náði nú til mirklu fleiri en áður og nálgaðist það að verða al- menn vinnuslysatrygging. Hún tók nú til allra sjómana og flestra verkamanna nema þeirra, er unnu við landbúnað og stunduðu flutninga á landi. Með þessum lögum var jjað sjónarmið staðfest, að atvinnuvegirnir eigi sjálfir að bera þá slysahættu, sem er þeim samfara, og atvinnurekendum því gert að skyldu að greiða öll iðgjöld, án þess að j^au séu færð launþegum til tekna. Þetta iyrirkomulag hefur haldizt síðan. Jafnframt þessu var öllum atvinnurekstri skipt í á- hættuflokka, og var reglugerð um það efni sett 1926. — Samkvæmt henni voru áhættu- flokkar 7. Iðntrygging var í áhættuflokkum 1—5, en sjómennska í 5—7. þá var það ný- ftiæli tekið upp, að byrjað var að heimila dagpeningagreiðslur vegna slysa, og var ^yrjað að greiða eftir 4. veikindaviku. Eins °g áður greiddi ríkissjóður stjórnarkostnað lryggingarinnar og ábyrgðist, að tryggingin stæði við skuldbindingar sínar. fR.í:ttabréf um heilbrigðismál Lagabreytingar næstu ára gengu í jiá átt að fullkómna það tryggingakerfi, er komið var á. Þannig var 1928 alls konar biðreiða- stjórn gerð tryggingarskyld, 1930 var bið- tími dagpeningagreiðslna styttur í 10 daga, 1931 er byrjað að greiða læknishjálp vegna slysa og 2/s lyfja- og umbúðakostnaðar. Þá er einnig nokkuð rýmkuð skilgreining vinnuslyss, þannig að tryggingin tók ekki eingöngu til þeirra slysa, sem urðu beint við vinnu, heldur einnig til hinna, þar sem mátti rekja orsakir til vinnu. Með alþýðutryggingarlögunum frá 1. febrúar 1936 verður alger bylting í al- mannatryggingamálunum. Minnstar breyt- ingar urðu Jiá á slysatryggingarákvæðum, enda átti slysatryggingin þá þegar, eins og rakið hefur verið, þó nokkurn {Dióunarferil að baki. Slysatryggingin varð nú sjálfstæð deild í Tryggingastofnun ríkisins undir stjórn deildarstjóra. Tryggingin var skyldu- trygging, sem náði til flestra launþega nema þefrra, sem stunduðu landbúnað. Þeir urðu ekki tryggingarskyldir fyrr en við lagabreyt- inguna 1946. Bætur slysatryggingarinnar voru ferns konar þá eins og nú, en örorku- bætur voru ekki greiddar vegna minni ör- orku en 20%. Áhættuflokkum var fjölgað í 12. Mikil breyting var gerð á Slysatrygging- arlögunum í árslok 1943. — Tvær megin- breytingar voru þær, að örorkubætur voru nú greiddar við 15% örorku eða meira og að byrjað var að greiðá lífeyri vegna barna öryrkja og þeirra, er fórust af slysum. Næsta heildarendurskoðun tryggingalaga var gerð 1946, og voru þá sett lög um al- mannatryggingar hinn 7. maí. Tryggingin tók nú til allra launjiega, bætur slysatrvgg- ingar héldust í líku formi og áður. Smávægilegar breytingar voru gerðar á ákvæðum slysatryggingarákvæða almanna- tryggingalaga á árunum 1947—1955, og gætti mest ákvæða um hækkaðar bætur. Síðasta heildarendurskoðun almannatrygg- 11

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.