Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 9

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 9
unum, þá flagnar ávallt nokkuð a£ frumum frá yfirborði þeirra og þessar æxlisfrumur berast upp með uppgangi. Með sérstakri litun á uppganginum tekst oft með smásjá að finna æxlisfrumur á þennan hátt og þar með greina sjúkdóminn. Ef kominn er vökvi í brjósthol, er gerð ástunga og leitað að æxlisfrumum í vökv- anum. Með góðum röntgenmyndum, lungnaspeglun og frumuleit er unnt að fá ákveðna sjúkdómsgreiningu hjá 80—90% þessara sjúklinga. Nauðsynlegt er að geta vistað þessa sjúklinga í sjúkrahúsi á meðan á rannsókn stendur. Sé vafi á greiningu lungnasjúkdóms, verður að leita af sér allan grun. Þá er sjálf- sagt að ráðleggja aðgerð. Brjóstholið er þá opnað, lungað þreifað vandlega, tekið sýni í rannsókn, þar sem þurfa þykir og gerð við- eigandi aðgerð, ef æxli finnst. Ef sjúkdóms- greining er fengin og um krabbamein er að ræða, þá er skurðaðgerð hið eina sem getur veitt varanlegan bata. Oftast þarf að taka allt lungað og með því alla eitla, sem liggja inn við hjartað, barkann og vélindið. Þó kemur til greina, einkum hjá gömlum sjúklingum, að nema brott aðeins hluta af lunganu þeirra öndunarþol er oft mikið skert. Þetta eru vissulega miklar og vandasamar aðgerðir, en þó er skurðdauði orðinn mjög lágur, ef aðgerðin er framkvæmd a£ æfðurn skurðlækni og svæfingalækni og eftirmeð- ferð er eins og bezt verður á kosið. Skýrslur leiða í ljós, að í flestum löndum koma margir sjúklingar svo seint til skurð- lækna, að fjöldi þeirra er kominn með sjúk- dóminn á það hátt stig, að aðgerð er von- laus eða vonlítil. Af þeim sjúklingum sem oftast er villzt á við greininguna, má nefna berklabólgur, sýkla — eða veirulungnabólgu, ígerð í lunga útvíkkanir á lungnapípum og ýmsa sveppa- sjúkdóma. Þeir geta allir gefið nákvæmlega sömu einkenni og lungnakrabbi. fréttabréf um heilbrigðismál Til þess að forðast misskilning, er sjálf- sagt að geta þess, að nauðsynlegt getur reynzt að nema brott annað lungað við ýmsa sjúkdóma aðra en krabbamein. Það er hægt að lifa ágætu lífi og stunda flesta vinnu, þó að annað lungað sé tekið. Vísindamenn um allan heirn hafa árum saman leitað að lyfi, sem gæti eytt krabba- meini, án þess að skaða heilbrigða vefi lík- amans. Ennþá hefur jietta ekki tekizt, hvað lungnakrabba snertir. Röntgengeislar lækna ekki þennan sjúkdóm, en geta e. t. v. dregið úr vaxtarbraðanum og orðið nokkur fróun, ef um mikla verki er að ræða og ákveðin lyf hafa verið notuð í sama skyni. í stuttu máli: Lungnakrabbi er ægilegur sjúkdómur , sem stöðugt færist í vöxt. Það þykir nú sannað, að reykitigar valdi flestum tegundum sjúkdómsins. Við höf- um nú þegar rannsóknaraðferðir, sem gera kleift að greina sjúkdóminn í langflestum tilfellum. Ennþá er ástandið þó þannig, að sjúklingar koma allt of seint til skurðlækna, en auðvelt ætti að vera að ráða bót á því, ef 9

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.