Heilbrigðismál - 01.01.1964, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Blaðsíða 11
lCrabbameinsfólag bZeykjaoíUur 15 ára Það var mörgum orðið ljóst fyrir 15 ár- um, að krabbameinið var í mikilli sókn liér á landi og ýmsum var orðið tíðrætt um að eitthvað yrði að gera til að skakka hinn ójafna leik þess við fólkið. Þá var það að Alfreð Gíslason læknir gekk fram fyrir skjöldu, á almennum fundi í Læknafélagi Reykjavíkur og ræddi nauð- syn þess að stofnað yrði félag til baráttu gegn krabbameini. Hann flutti tillögu við- víkjandi því, sem var mikið rædd og vel tekið, enda samþykkt samhljóða. Samkvæmt henni var kosin nefnd fjögurra lækna til að undirbúa málið. Starf læknanefndarinnar varð til þess að Læknafélag Tveykjavíkur boðaði til undir- búningsfundar að stofnun almennra sam- taka, er hefðu baráttu gegn krabbameini að markmiði. 8. marz 1948 var svo Krabbameinsfélag Reykjavíkur formlega stofnað'. Prófessor Níels Dungal varð fyrsti formaður Jaess, en Alfreð Gíslason læknir tók við formennsk- unni þegar Krabbameinsfélag íslands var stofnað 27. júní 1951. Ég hefði viljað mega geta allra Jjeirra er verið hafa í stjórn fé- lagsins frá byrjun og annarra er starfað liafa í J^águ Jjess, en til })ess gefst ekki rúm hér. Því verður að nægja að Jiakka Jieim öllum gott og óeigingjarnt starf í Jaágu lélagsins. Þegar á fyrsta ári hóf félagið fjölbreytta starfsemi, sem hélzt Jrar til starfssvið Jaess breyttist með stofnun Krabbameinsfélags íslands. Það bauð Landspítalanum nýtísku röntgentæki að gjöf, til aukins öryggis í FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Bjarni Jijarttason læknir geislalækningum. Á næsta ári voru þau af- lient. Þau kostuðu kvartmilljón er var mik- ið fé í Jaá daga. Félagið hóf þegar fræðslu- starfsemi, með fyrirlestrum í útvarp og víðar, útgáfu fréttabréfs um varnir gegn krabbameini og heilbrigðismál. Margt fleira lét félagið til sín taka. Fyrir áeggjan Jaess voru stofnuð krabbameinsfélög bæði í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði, en krabbameinssjóður á ísafirði. Nokkru seinna kom svo Krabbameinsfélag Akur- eyrar til sögunnar. Með stofnun Krabbanreinsfélags íslands urðu Jráttaskil í aðstöðu og starfsemi Kiabbameinsfélags Reykjavíkur. Flest við- fangsefni þess féllu nú í hlut Krabbameins- félags Islands og sem deild innan Jress átti það fyrst og fremst að afla l jár til að standa undir framkvæmdum K. í. enda hefur það verið aðalfjárhagsaðstoð þess fram á síðustu ár. Ársskýrslur Krabbameinsfélags Reykja- víkur sína að félagið hefur sinnt fleiru en fjáröflun einni á þessum árum. Fræðsuerindi um krabbamein hafa farið fram á vegurn þess. Gefnir hafa verið út bæklingar um krabbamein og krabbameins- varnir. Það lét sýna fræðslumynd um 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.