Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 8

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 8
mænu, lifur, nýrnahettur og húð. Fyrir kemur, að aðaleinkenni sjúklings eru frá slíkum meinvörpum, og er þá oft ranglega álitið, að eingöngu sé um að ræða sjúkdóm í því líffæri eða þeim líffærum, þar sem meinvörpin eru komin. Nefna má sem dæmi, að sjúklingur með meinvörp í heila frá lungnakrabba, getur haft sömu ein- kenni og koma fram við æxli, sem eiga upp- tök sín í heilanum, og er hætt við að lækn- um sjáist þá yfir upphaflega æxlið í lung- anu. Mikill slappleiki, þreyta, lystarleysi, blóð- leysi og megrun táknar oftast, að æxlið er orðið stórt, hefur breiðzt út og því minni von um lækningu. Æxli, sem á upptök sín efst í lunga, veld- ur oft sárum verk fram í handlegg, kulda og dofatilfinningu og jafnvel lömunum vegna þess, að það þrýstir á eða vex inn í æðarnar og taugarnar, sem Hggja út í handlegginn. Eg hef nú í stórum dráttum lýst helztu einkennum sjúkdómsins, en ekkert þeirra er sérkennandi fyrir krabbamein, heldur geta átt sér stað við ýmsa aðra sjúkdóma í lungum. Jafnframt hef ég vakið athygli á því, að lengi geta sjúklingar verið alveg einkenna- lausir. Hversu langur tími líður frá því æxli er sjáanlegt á röntgenmynd og þar til sjúkl- ingarnir fá einkenni, er sjálfsagt mjög breytilegt ,frá nokkrum mánuðum og upp í nokkur ár. Það skiptir miklu máli, að sjúk- dómurinn sé greindur fljótt. Því fyrr sem sjúklingar komast í hendur skurðlækna, þeim mun meiri von er um algjöran bata. í flestum löndum bera skýrslur með sér, að einkenni hafa verið fyrir hendi 7—8 mánuði að meðaltali, þegar sjéiklingar eru vistaðir á handlæknigadeildum. Oftast staf- ar þetta af kæruleysi sjúklinganna sjálfra og fákunnáttu, en einnig getur þó þessi háska- lega töf stafað af andvaraleysi og vanþekk- ingu þeirra lækna, sem sjúklingarnir leita upphaflega til. 8 Hér er ekki sneitt að íslenzkum læknum sérstaklega, ástandið í þessum efnum mun ekki verra hér en annars staðar. Með því að fræða almenning og lækna um einkenni og gang þessa sjúkódms, ætti að vera kleift að stytta verulega eða afmá með öllu þennan biðtíma. Með bættum og nýjunr rannsókn- araðferðum og hóprannsóknum ætti að vera unnt að finna fjölda sjúklinga, sem eru einkennalausir og með sjúkdóminn á byrj- unarstigi. Við greiningu sjúkdómsins er röntgen- myndataka bezta hjálpin. Oft finnst ekkert athugavert við venjulega rannsókn og á- sláttur og hlustun yfir lungum getur verið eðlilegt, en oftar eru þó einhverjar breyt- ingar á þessu. A röntgenmyndum sést ýmist æxlið sjálft eða breytingar, sem komnar eru í ofan á lag, svo sem bólgur, minnkað loft í lungnahluta, vökvi í brjósthol o. s. frv. Oft sést þó ekkert á venjulegum röntgenmynd- um, og eru þá teknar svokallaðar sneið- myndir, þ. e. a. s. margar myndir af hvoru lunga í mismunandi dýpt og sjást þá stund- um lítil æxli eða jmengsli í lungnapípun- um. Ennfremur eru teknar sérmyndir af lungnapípum með því að sprauta niður í þær efni, sem gefur skugga og oft veita þær myndir beztar upplýsingar. Lungnaspeglun eða berkjuspeglun er einnig mikilvæg rannsókn. Hún er fólgin í því, að farið er með málmpípu með ljósi í endanum niður barkann og niður í lungu og slímhúðin á lungnapípunum athuguð gaumgæfilega. Sjáist eitthvað sjúklegt, þá er unnt með þar til gerðri töng að taka úr því smábita til vefjarannsóknar, sem sýnir þá hvers konar sjúkdóm er um að ræða. Einnig má soga slím úr lungnapípunum upp í gegnum þetta rör og gera á jrví marg- víslegar rannsóknir. Rannsóknir á hráka eða uppgangi skipta einnig miklu máli, og má þar helzt til nefna leit að illkynja frumum. Þar sem æxli vaxa frá yfirborðsslímhúð eins og í lungnapíp- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.