Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 12

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 12
krabbamein í einu kvikmyndahúsi Reykja- víkur og um tíma litskuggamyndir, gerðar á vegum K. í., í öllum kvikmyndaluisum borgarinnar og á Akureyri. Það hefur veitt læknum styrki til að kynna sér nýjungar í krabbameinsrannsóknum erlendis og veitti lækni styrk til kaupa á tækjum til frumu- greininga, er leit að vissum tegundum krabbameins byggist mikið á. Þá lagði það fram nokkurt fé til byggingar Landspítal- ans, að jöfnu á móti Krabbameinsfélagi ís- lands, með sérstaka fyrirgreiðslu krabba- meinssjúklinga fyrir augum. Fræðslukvöld fyrir hjúkrunarkonur og ljósmæður hafa verið haldin, á vegum félagsins, um krabba- mein í legi og brjóstum. Árið 1956 hóf K. R. undirbúning að krabbameinsleitarstöð í Reykjavík, þar sem fólki er ekki kennir sér meins skyldi gefast tækifæri til að fá sig rannsakað með tilliti til krabbameins á byrjunarstigi. Stöðin var þegar fjölsótt og svo er enn. Krabbameins- tilfellin sem þar liafa fundist, auk margra annara sjúkdóma, eru nógu mörg til að sanna gildi hennar og að hún á fullan rétt á sér. Svo fór að rekstur leitarstöðvarinnar varð K. R. fjárhagslega ofviða, svo að K. í. kaus að taka við rekstrinum, frekar en að styrkja K. R. til að halda honum áfram. Ein merk- asta rannsókn leitarstöðvarinnar er frumu- greining í leit að legkrabbameini hjá öllum konum er þangað sa?kja. Það er rannsókn- araðferð, sem hefur rutt sér mjög til rúms í flestum löndum heims og sýnir að hægt væri að útrýma byrjandi leghálskrabba- meini að mestu, eða öllu leiti, með nógu víðtækum rannsóknum, aðgerðum og eftir- liti með þeim konum, sem hafa tekið sjúk- dóminn. Slík rannsókn, í stórum stíl, stend- ur nú fyrir dyrum hjá K. í. Borg og ríki hafa lengst af séð krabba- meinsfólögunum fyrir ókeypis húsnæði. Árið 1962 varð ekki lengur unað við skrif- stofurnar vegna þrengsla. Þá keyptu félögin, að jöfnu, hálfa húseignina viðSuðurgötu 22, í Reykjavík. Nokkru seinna keypti K. í. hinn hluta húsins. Þannig hafa félögin skapað sér góð starfsskilyrði og aðstöðu til þeirra rannsókna sem K. í. er nú að hefja. Þetta var mikið átak. en óhjákvæmilegt til að tryggja aðstöðu og íramtíðarrekstur félag- anna. Ekki væri úr vegi að minnast þess hverj- um helzt beri að þakka að krabbameins- félögin hafa getað elft starfsemi sína og komið henni nokkuð áleiðis. Það er fyrst og fremst góður skilningur almennings og veglyndi, sem þar á hlut að máli. Framlög félagsmanna og árangur af happdrættum sýna að viðleitni krabbameinsfélaganna á sér ítök í hugum fólksins, sem skylt er að þakka og virða. Vegna anna hjá K. í., og að eigin ósk, hefur K. R. tekið að sér fræðslustarfsemi þá, sem K. í. hefur haft með höndum. Hún felst fyrst og fremst í áróðri gegn reyking- um í barna og unglingaskólum bæði í Reykjavík og úti á landi, eftir því sem við verður komið og útgáfu fræðslubæklinga, sem dreift er víðsvegar um landið. í haust og í vetur hafa verið haldin fræðslukvöld á 7 stöðum austanfjalls og á Austfjörðum, öll í samvinnu við kvenfélögin á fundarstöðun- um og læknana í viðkomandi héruðum. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því að bæði kvenfélögin og læknarnir hafa allsstaðar sýnt lofsverðan áhuga á baráttumálum krabbameinsfélaganna, og að þeir hafa flutt erindi á öllum fræðslufundunum. Það sem gerir alla fræðslu um krabba- mein erfiða er hin mikla og rótgróna hræðsla almennings við sjúkdóminn. Ef til vill á nafn hans einhvern þátt í því. Sum- ir halda að allir þeir, sem fá krabbamein, í hvaða mynd sem er séu dauðadæmdir. Þenna misskilning þarf að leiðrétta með því að fræða fólkið betur en gert hefur verið. Bæði meðal lækna og almennings eru margir andvígir allri fræðslu um krabba- 12 FRÉTTABRÉF UM HEII.URIGFHSMÁU

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.