Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 5

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Side 5
yfirvöldin fræði skólanemendur um skað- semi reykinga og láti einskis ófreistað að fá þá til að leggja þær niður. Auðveldast er að ná til þeirra í skólunum, en Jjar liafa þó efa- laust flestir þeirra lært þennan ósið. Ætli J:>að sé ekki einhver brestur í uppeldinu hjá okkur. Börn og unglingar hafa oft og tíð- um alltof mikil fjárráð og vantar verkefni við sitt hæfi. Þau leiðast þá út í þessa vit- leysu af rælni, kjánaskap og agaleysi. E. t. v. er erfitt fyrir þá foreldra, sem reykja mikið, að banna börnunum að gera slíkt hið sama. Foreldrarnir hafa þó þá afsökun, að þegar þeir hófu reykingar, var ekki vitað, hversu skaðsemi tóbaksneyzlu getur verið mikil. Ég er ekki kominn bingað að hljóðnem- anum sem uppalandi eða vandlætari. Ætlun mín er að gera að nokkru skil joeim þætti þessa vandamáls, sem mér finnst hafa orðið verulega útundan í umræðum og skrifum, en það er: Hver eru einkenni sjúkdómsins og hvað er unnt að gera fyrir þá sjúklinga sem fá krabbamein í lungu? Þeir eru alltof margir, sem álíta, að þessi sjúkdómur sé á- vallt ólæknandi og Jjví sé tilgangslaust að leita læknis, ef þeir fá einkenni, sem benda til sjúkdómsins. Þetta er regin villa. Ef sjúklingarnir finnast þegar sjúkdómurinn er á byrjunarstigi eða hefur ekki vaxið lengi, þá eru batahorfurnar góðar. Þegar við tölum um æxli eða mein, er átt við sjúklega samsöfnun fruma af einni eða fleiri tegundum. Frumur Jæssar skipta sér og þeim fjölgar ört, og þær lúta ekki lengur lögmálum líkamans. Æxlisfrumurn- ar eru líkar frumum þess líffæris, sem æxlið vex í, en eru þó frábrugðnar nokkuð, bæði misstórar og óreglulegar þegar um illkynja æxli er að ræða. Ulkynja æxli vaxa mun hraðar en þau sem kóðkynja eru, en aðal munurinn er þó, að þau virða ekki nein vefjaskil eða líffæratakmörk, heldur stækka jafnt og þétt, skjóta öngum út í umhverfið og vaxa inn í og í gegnum æðar, taugar, vöðva og jafnvel bein, og líkaminn hefur fréttarréf um heilbrigbismál engin tök á því að halda þeim í skefjum eða hefta útbreiðslu þeirra til lengdar. Æxlis- frumur berast síðan frá upphaflega æxlinu með sogæðum í aðliggjandi eitla eða líffæri og með blóðinu geta þær borizt til fjarlægra líffæra og taka þá til að vaxa þar. Þetta kall- ast meinvörp eða útsæði æxlisins. Það gefur auga leið, að þegar æxli hefur rnyndað þannig útsæði í öðrum líffærum, er ekki unnt að uppræta sjúkdóminn að fullu, jafn- vel J)ó að kleift reynist að nema brott upp- haflega æxlið. Tala má um 4 stig við myndun og vöxt lungnakrabbans. Byrjunar- eða frumstigið er frá því fyrsta sjúka fruman myndast og þar til frumuhóp- urinn hefur náð nokkurri stærð, en er þó ennþá J:>að smár, að ókleift er að greina sjúkdóminn með Jneim rannsóknum, sem við ráðum yfir enn. Einkenni eru engin. Næst kemur hið þögla stig. Æxlið hefur náð Jæirri stærð, að unnt er að greina það með röntgenmyndum, eða öðrum rannsóknum, en J:>að er ekki farið að valda neinum ein- kennum. A þessu stigi væri oftast unnt að lækna sjúklingana. Á þriðja stiginu er sjúk- dómurinn farinn að valda einkennum, en greining hans getur samt verið erfið. Ennþá eru talsverðir möguleikar á varanlegri lækn- ingu. Á fjórða eða lokastiginu hefur æxlið vax- ið út fyrir lungu, eða meinvörp eru komin í önnur líffæri. Þá er oftast auðvelt að greina sjúkdóminn, en hann er ólæknanleg- ur. Æskilegt væri því við krabbamein í lung- um, sem og við illkynja æxli yfirleitt, að unnt væri að framkvæma hóprannsóknir á vissum aldursflokkum, t. d. 1—2svar á ári, því að ennjxí þekkjast ekki neinar blóð- rannsóknir eða húðpróf, sem geri okkur kleift að greina sjúkdóminn, og Jrað verða því fyrst og fremst einkennin, sem sjúkling- arnir fá, sem vekja hjá okkur grun, að um krabbamein geti verið að ræða. 5

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.