Heilbrigðismál - 01.09.1977, Page 4
sem liggja að baki hinni háu tíðni magakrabbameins senr verið
hefur hér á landi til skamms tima en er nú sem betur fer á niðurleið.
í sambandi við fjölbreytilega iðnvæðingu í nútíma þjóðfélagi
hefur það komið í ljós erlendis að starfsfólk í verksmiðjum er oft
útsett fyrir áreiti sem leitt getur af sér krabbamein. Á það einkum
við í ýmiss konar efnaiðnaði. Hér þurfum við einnig að vera á verði.
Er á þessu sviði góðs að vænta af hinni ungu stofnun Heilbrigðis-
eftirliti ríkisins sem og á öðrum sviðum heilsuverndar á vinnu-
stöðum.
Hér hefir aðeins verið bent á örfáa þætti varðandi fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn krabbameini, þætti sem eru okkur vel kunnir í dag.
Ef þessari þekkingu væri beitt til hlýtar og almenningur tæki mið af
henni myndi krabbameinssjúklingum fækka stórlega. En margt er
enn á huldu um orsakaþætti flestra krabbameinstegunda og mun
Krabbameinsfélag íslands áfram stuðla að því eftir mætti að hér á
landi verði unnið að rannsóknum á þessu sviði eftir því sem
aðstæður og fjármagn leyfa.
Krabbameinsfélag íslands hefur í aldarfjórðung gefið út tíma-
ritið Fréttabréf um heilbrigðismál og kemur það nú út fjórum
sinnum á ári. Efni tímaritsins fjallar um ýmis svið heilbrigðis-
mála en megin áherslan er lögð á upplýsingar um ráðstafanir
til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Fréttabréfinu fylgir biaðið
Takmark en það er helgað baráttunni gegn reykingum.
Askriftargjaldið árið 1977 er 800 krónur og verður innheimt
með gíróseðli.
Undirrit. óskar eftir að gerast áskrifandi að Fréttabréfi um
heilbrigðismál:
Nafnnúmer Fæðingardagur og ár
Nafn
Heimili
Póstnúmer Póstdreifingarstöö/staóur
Áskriftarpöntun má skrifa í reitina hér fyrir ofan og senda til
Krabbameinsfélagsins, Pósthólf 523,121 Reykjavík.
Fréllabréff um
Rieilbrígóismál
Úli>efandi:
Krabhameinsfclag íslands.
Suður|;ölu 22, Reykjavik,
sími 16947, pósthólf 523,
gírónúmer 33111-2.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Dr. Olafur Bjarnason,
prófessor.
Ritnefnd:
Alda Halldórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Auðólfur Gunnarsson,
læknir.
Ársæll Jónsson,
læknir.
Elín Olafsdóttir.
lífefnafræðingur.
Guðimindur Jóhannesson,
yfirlæknir.
Iljalti Þórarinsson,
prófessor.
Hrafn V. Friðriksson,
yfirlæknir.
Hrafn Tulinius,
prófessor.
Ingimar Sigurðsson,
deildarstjóri.
Dr. Jón Óttar Ragnarsson,
matvælaefnafræðingur.
Skúli G. Johnsen,
horgarlæknir.
'Pryggvi Ásmundsson,
læknir.
Framkvæmdastjóri ritnefndar:
Jónas Ragnarsson.
Áskriftargjald árið 1977 er
800 krónur fyrir fjögur hliið.
Lausasöluverð 250 krónur.
Filniuvinnsla og litgreining:
Korpus hf. prentþjónusta.
Ljóssetning og offsctprentun:
Frentsiniðjan Oddi hf.
Brot, hefting og skurður:
Sveinahókhandið lif.
Endurprentun efnis
er háð leyfi frá útgefanda.
Upplag: 60tM) eintök.
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL