Heilbrigðismál - 01.09.1977, Qupperneq 7
hafa reynt. Til dæmis hefur eigin-
maður sagt: „Þú ert ekki kona
lengur". „Þú mátt ekki segja
neinum að þú hafir verið skorin
upp við krabbameini og alls ekki
segja að það hafi verið tekið af þér
brjóst." Trúlofunum hefur verið
Krabbameinsfélög víða um heim
hafa reynt að vekja athygli kvenna á
hinum einföldu athugunum sem hver
fullvaxta kona þyrftl að gera
mánaðarlega til að leita að hnútum í
hrjóstum sínum. Með slíkri sjálfs-
skoðun má auka verulega líkur á að
meinið finnist á byrjunarstigi og sé
Því betur viðráðanlegt. Myndin er af
auglýsingu frá Bandaríska krabba-
meinsfélaginu.
slitið vegna þessarar aðgerðar.
Nærtækt er að halda að samband
þessara kvenna og maka þeirra hafi
ekki verið gott fyrir, en það er lítil
huggun.
Æskilegt er að losna við allan
þennan örlagaríka og ónauðsyn-
lega feluleik í sambandi við
krabbantein. Maður heyrir sagt:
„Ég var ekki með krabbamein —
þetta var aðeins æxli, en brjóstið
var tekið í öryggisskyni". Ósagt skal
látið hvort þær sem þetta segja eru
að stinga höfðinu í sandinn eða þær
vilja ekki láta á því bera að þær hafi
eða hafi haft þennan skelfilega
sjúkdóm krabbamein. En þörf er á
aukinni fræðslu og leiðsögn, og við
viljum hjálpa til við að veita hana.
Sjúklingar verða oft fyrir því að
aðstandendur og vinir eiga erfitt
með að koma eðlilega fram þegar
þeir koma í sjúkravitjun. Þeir eru
hræddir við að nefna sjúkdóminn
réttu nafni og konunni finnst oft að
þeir telji hana að dauða komna,
burtséð frá því hvort batahorfur í
hennar sérstaka tilfelli eru góðar
eða slæmar.
Margar konur kvíða fyrir því að
fara heim af sjúkrahúsinu. Þær eru
hræddar við að hitta nágranna og
kunningja, vita að horft verður á
þær og komið fram við þær á sér-
stakan hátt. Það er eins og fólk leiti
eftir dauðaeinkennum þegar það
talar við krabbameinssjúkling.
Ósjaldan er sagt við mann: „En
hvað þú lítur vel út“ — og „já
miðað við aðstæður" er svo oft bætt
við.
Viö getum hjálpað til
Við viljum hvetja sjúklinginn til
að tala hreinskilnislega um að hún
hafi fengið brjóstakrabba. Það er
engin skömm að fá krabba og hann
er ekki smitandi eins og berklarnir
voru fyrir nokkrum áratugum. Með
hreinskilni getum við kannski
stuðlað að því að draga úr hræðsl-
unni við krabbamein — og einnig
gert samtöl og umgengni við að-
standendur og kunningja auðveld-
arii Satt að segja verður sjúkl-
ingurinn að eiga frumkvæðið.
Við ætlum að vera reiðubúnar til
að tala við konuna meðan hún
biður eftir að fara á sjúkrahúsið til
uppskurðar. Mörgum konum
finnst sú bið ásamt óvissunni versti
tíminn, en við megum ekki gleyma
að taka frarn að fjórir af hverjum
fimm hnútum í brjóstum eru góð-
kynjaðir en oft þarf vefjagreiningu
til að ganga úr skugga um það.
Einnig ætlum við að heimsækja
sjúklinginn á sjúkrahúsið eftir að-
gerðina.
Konunum finnst við skilja
hvernig þeint liður þegar brjóstið er
Takeyourlife
inyour own hands
Nine out of ten breast cancers are discovered by women themselves.
If you’re not already examining your breasts because you don’t know
how, any doctor or qualified nurse will be glad to help you.
Breast self-examination is a gentle art of self-defense. It takes only a few
minutes a month. Its simpler and faster than putting on your eye make-up.
And certainly more important.
Think about it before you tum the page. Nothing you can do for yourself
is as easy or has as much effect on your future health and happiness.
We want to cure cancer in your lifetime.
Give to the American Cancer Society.
American Cancer Society
sEPTEMBER 1977
7